Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Ferðalög og flakk Þ að er ekki bara hitinn sem fer lækkandi í Kanada þessa dagana því verðið fer einnig niður líka. Hægt er að fá mun ódýrari hótelgistingu en um heita sumarmánuði og í nóv- ember er Toronto í sínum fegurstu litum. Haustið er að koma og það er pínu kalt en kósí. Meðalhitinn í borginni er í kringum sjö gráður en göturnar samt sjóðheitar af lífi sem kemur hita í kroppinn. Hausthátíðir eins og kvikmynda- hátíðin Toronto International Film Festival eru þekktar um allan heim og því má jafnvel rekast á Holly- wood-stjörnur á götunum. Hver vill það ekki? Rúmlega þrjár milljónir manna búa í Toronto en séu sveitirnar og úthverfin í kring teknar með tvö- faldast íbúafjöldinn. Gamli bærinn í borginni er mjög fallegur og skemmtilega hannaður. Flestir eyða miklum tíma í gamla mið- bænum þar sem margt er að sjá og gera. Ofbeldi hefur aldrei verið mikið meðal íbúa Kanada, þeir eru meira í því að kýla, berja og slá á hokkívellinum en hokkí er þjóðar- íþrótt Kanadabúa. Barnvæn borg Toronto hefur margt upp á að bjóða fyrir börnin. Á Ontario Science Centre er meðal annars hægt að koma við fellibyli, hlusta á hjarta slá í mismunandi takti eða jafnvel skríða í gegnum manngerða hella svo fátt eitt sé nefnt. Á Riverdale-búgarðinum í Old Cabbagetown er einblínt á hvernig lífið var áður en GSM-símar og skyndibitar komu á markaðinn og svo er auðvitað dýragarður þar sem 500 dýr skemmta börnum og fullorðnum. Sunnudaginn 18. nóvember fer stóra jólasveinagangan fram en hún hefur verið haldin síðan 1905 og er orðinn stærsta barnaskrúð- ganga í heimi. Rúmlega tvö þúsund manns taka þátt í göngunni og gríðarlegur fjöldi horfir á. Ótrúleg upplifun eins og borgin og nánasta umhverfi. Toronto Eaton Centre er stærsta verslunarmiðstöð Toronto. TORONTO Í KANADA Litadýrð í Vesturheimi SAGT ER AÐ ALLT AÐ 180 TUNGUMÁL SÉU TÖLUÐ Í TORONTO, STÆRSTU BORG KANADA. HÚN ER EINNIG MJÖG NÁLÆGT ONTARIO-VATNI OG NIAGARA-FOSS- UNUM SEM SKEMMIR EKKI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is 90 mínútna akstur er frá Toronto að Niagara-fossunum þar sem hægt er að eyða deginum og jafnvel kvöldinu því ekki mis Toronto Raptors spilar sjö heimaleiki í NBA-deildinni í nóvember. * Hausthátíðireins og kvik-myndahátíðin To- ronto International Film Festival, eru þekktar um allan heim og því má jafnvel rekast á Hollywood-stjörnur á götunum. Hver vill það ekki? Dýragarðurinn í Toronto er margverðlaunaður. Górillurnar trekkja að. High Park í haustbúningi er glæsilegur garður. CN-turninn var hæsti turn í heimi en hann telur 553 metra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.