Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Matur og drykkir Þ etta er veislumatur – matur þegar mann langar til að gera vel við sig og láta sér líða vel, eins og segir í titl- inum – þetta er þannig bók,“ segir Ragnar léttur í bragði, spurður út í ráðandi stef í bókinni, Læknirinn í eldhúsinu – Matur til að njóta, sem kom út á dögunum. Ragnar segist lengi hafa gengið með þann draum í maganum, að gefa út matreiðslubók. Bloggfærslur hans á vefnum telja orð- ið yfir 500 og uppskriftirnar eru orðnar ríflega 700 talsins. „Eins skemmtilegt og bloggið nú er þá er bók auðvitað alltaf bók, formfastur hlutur og því einhvern veginn raunverulegri,“ segir hann. Lét hann slag standa þegar haft var samband við hann á vegum Sögur forlags síðastliðið haust og setti allt á fullt. Brot af því besta og fleira til Margir fagna eflaust útgáfunni en fjöldi fólks fylgist reglulega með bloggi læknisins, bæði á fésbókinni og á vefnum. Um 5 þús- und manns fylgjast með honum að staðaldri á samfélagsmiðl- inum á meðan heimsóknir á bloggið eru um 40-50 þúsund í með- almánuði. „Það er skemmtilegt hvernig heimsóknirnar þar á bloggsíðunni sveiflast en þegar nær dregur hátíðum vilja þær allt að tvöfaldast. Þá berast mér líka bréf og jafnvel er hringt. Þetta er bara skemmtun – engin kvöð,“ segir hann hógvær. Spurður út í áhugann á mat og matseld segir Ragnar hann hafa verið fyrir hendi svo lengi sem hann muni eftir sér. For- eldrar hans eru bæði miklir matgæðingar og listakokkar að hans sögn, þótt því hafi kannski ekki alveg verið að heilsa í byrjun. „Móðir mín vildi líka strax skila mér út í heiminn sem sjálf- stæðum, ungum manni sem kynni að baka skúffuköku, sjóða egg og fleira til, ólíkt föður mínum þegar hún „tók við“ honum í byrjun,“ slær hann á létta strengi. Ragnar fékk því snemma að leika sér í eldhúsinu, auk þess sem ekki dró úr áhuganum að fara fljótlega, eða 12 ára, að sjá um allt frá innkaupum kvöld- matarins til uppvasks, einu sinni í viku. Sú hefð hefur reyndar gengið í erfðir og er elsta dóttir hans, Valdís Eik 12 ára, nú þeg- ar farin að sjá um matseldina á heimilinu á Skáni á þriðjudags- kvöldum. Frítími og fjölskyldustundir Dags daglega starfar Ragnar sem lyf- og gigtarlæknir. Liggur nærri að spyrja hvernig hann nái að sinna bæði krefjandi starfi, fjölskyldu og vera jafn iðinn og hann er við bæði blogg og mat- seld? „Bara með góðu verklagi og fjölskyldu held ég. Hér í Sví- þjóð hef ég líka haft aðeins meiri frítíma en ég hafði sem starf- andi læknir á Íslandi held ég að ég geti sagt. Þetta áhugamál, matseldin, snýst líka svo mikið um samveruna, það eru allir saman í eldhúsinu. Auk þess sem þetta verðlaunar sig líka eig- inlega sjálft – þegar allir setjast niður til að borða og eru glaðir, sáttir og saddir,“ segir hann að lokum. LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU KOMINN Á PRENT Matur til að njóta LYF- OG GIGTARLÆKNINN RAGNAR FREYR INGVARSSON ÞEKKJA MARGIR FYRIR MATARBLOGG HANS, LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU, SEM NOTIÐ HEFUR MIKILLA VINSÆLDA. ÞAR HEFUR ÞESSI ÁSTRÍÐUKOKKUR LÝST TILRAUNUM SÍNUM OG AFRAKSTRI Í ELDHÚSINU UM SJÖ ÁRA SKEIÐ. NÝVERIÐ KOM ÚT BÓK MEÐ BROTI AF ÞVÍ BESTA ÚR HANS FÓRUM. MATGÆÐINGAR HUGSA SÉR EFLAUST GOTT TIL GLÓÐARINNAR Í ÞEIRRI BIBLÍU. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is 1 kg lambarifjur 5 greinar rósmarín 10 greinar tímían 2 tsk. blóðberg nýmalaður pipar 2 msk. smjör 3-4 tsk. dijon-sinnep handfylli steinselja 1 msk. jómfrúarolía Aðferð 1. Skerið lambarifjurnar í þriggja til sex rifja bita. Skolið með vatni og þerrið. 2. Kryddið með pipar og setjið í pokana. Raðið kryddjurtunum með í pokana. 3. Innsiglið og lofttæmið í vél eða lofttæmið undir vatnsþrýstingi í ziploc-poka. 4. Setjið í pott með 57-60 gráða heitu vatni og látið liggja í vatninu í eina og hálfa klukku- stund. Tryggið að hitinn haldist á þessu bili með því að hafa hita- mæli í vatninu allan tímann. 5. Takið pokana úr pottinum og opnið. Notið vökvann sem fellur til í sósuna. 6. Skafið síðan kryddið af kjötinu, leggið til hliðar og þerrið kjötið vel. Saltið ríkulega. 7. Bræðið smjör á pönnu og steikið puruna í tvær til þrjár mínútur í heitu smjörinu þar til hún er fallega brúnuð. Leggið til hliðar. 8. Smyrjið puruna með dijon- sinnepi. 9. Setjið handfylli af steinselju í mat- vinnsluvél ásamt kryddinu sem kemur af lambinu í pokunum og blandið í fínt kryddmauk. 10. Smyrjið síðan kryddmaukinu ofan í sinnepið. 11. Skerið lambarifjurnar í sneiðar og raðið á disk. Gott að bera fram með rót- argrænmetisgratíni. Ljúffengar lambarifjur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.