Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 34
MANNFLYTJARINN – STAR TREK Hversu svalt væri ef þetta væri til; fara bara inn í klefa og birt- ast annars staðar! Engar bið- raðir á flugvöllum, ekkert ves- en. Bara telja upp að þremur og birtast í Frakklandi eða ein- hverjum öðrum góðum stað. DEJARIK-SPILIÐ Í STAR WARS: A NEW HOPE (1977) Spil sem R2-D2og Chewbacca spila með einhvers konar lifandi verum. Vissulega hægt að spila svipað á Playstation en þetta gæti orðið skemmtilegt spil til að grípa í um jólin. KITT-BÍLLINN Í KNIGHT RIDER (1982) David Hasselhoff er ekki bara eðaltöffari á ströndinni held- ur átti hann Kitt, bíl sem gat talað og hjálpað Hasselhoff að taka erfiðar ákvarðanir. Ekki skemmdi að bíllinn var Pontiac Trans-Am, einn svalasti bíll sem gerður hefur verið. SVIFBRETTIÐ Í BACK TO THE FUTURE II (1989) Hvern hefur ekki dreymt um að mæta í vinnuna á einu svona? Ótrúlegt bretti sem alla drengi dreymdi um. Hjólabretti sem gat flogið – stundum þarf bara ekkert meira. TÖFRAREIMARNAR Í BACK TO THE FUTURE II (1989) Myndin var mikið meistaraverk en vegna vinsælda svifbrettisins hefur oft gleymst að nefna að Marty fékk skó frá Nike sem hafði töfrareimar. Sjálfreimandi skór – af hverju eru þeir ekki til? MINNISÞURRKARINN MEN IN BLACK (1997) Tækið sem þurrkar út óþægi- legar minningar mætti alveg vera til. Þá myndi heimurinn verða allur eins og á fésbókinni – allir sífellt brosandi. GEISLASVERÐIÐ Í STAR WARS-MYNDUNUM Auðvitað verður svalasta vopn kvikmyndasög- unnar að vera hér. Hvernig væri það notað ef það væri til í alvörunni? TÆKNINÝJUNGAR Í KVIKMYNDUM Tækin sem aldrei komuDULSKIKKJA – HARRYPOTTER OG VISKU- STEINNINN (2001) Harry fékk skikkjuna í jólagjöf frá óþekktum aðila. Magnað ef þessi skikkja væri til í alvörunni en væntanlega stórhættuleg ef hún félli í hendurnar á vondu fólki. UM HELGINA HEFST HARRY POTTER-MARAÞON Á STÖÐ 2 ÞEGAR FYRSTA MYNDIN UM GALDRADRENGINN VERÐUR SÝND. Í MYNDINNI KLÆÐIST HARRY LITLI SKIKKJU SEM GERIR HANN ÓSÝNILEGAN. HVAÐ EF ÞESSI SKIKKJA VÆRI TIL Í ALVÖRUNNI? HVERSU GÓÐA HREKKI VÆRI HÆGT AÐ GERA? KVIKMYNDIR HAFA OFT BOÐIÐ UPP Á ALLS KONAR TÆKNIBRELLUR SEM LÍTA RAUNVERULEGA ÚT OG VÆRU ÞESSAR TÆKNINÝJUNGAR NOTAÐAR TIL GÓÐS MÆTTI BÆTA HEIMINN TÖLUVERT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Græjur og tækniÓtalmargir styðjast við hið öfluga ritvinnsluforrit Word en það hefur sína kosti og galla »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.