Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Síða 51
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 strandarliðinu í tvö ár áður en Bayern keypti hann árið 2007 og segja má að hann hafi verið á nær stanslausri uppleið síðan. Vandræði knúðu nokkrum sinnum dyra, og Ribéry viðurkennir að þegar hann var hjá Lille, 13 til 16 ára, hafi hann verið mjög nálægt því að hætta hreinlega í fótbolta. Hann átti erfitt með að aðlagast hlutunum þar á bæ. „Við strákarnir héldum til dæmis að fótboltinn væri miklu mikilvægari en lær- dómurinn,“ segir hann, og segist hafa þurft að hefja leik á byrjunarreit á ný þegar hann kom aftur til Boulogne. Lék þá með ut- andeildarliði og vann með föður sínum í vegavinnu. „Það var erfiðisvinna og þess vegna varð ég með mjög ánægður þegar ég fékk tækifæri hjá nýju liði og hlutirnir gerð- ust hratt eftir það.“ Ribéry kveðst alla tíð hafa gert sér grein fyrir því að hann byggi yfir miklum hæfi- leikum en ekki áttað sig á því fyrr en skömmu fyrir tvítugt að verulega yrði að hafa fyrir hlutunum. „Hjálp föður míns var mjög mikilvæg og á seinni árum hefur kon- an mín staðið þétt við hlið mér og það hefur skipt mig mjög miklu máli.“ Hann segist lukkunnar pamfíll að geta haft knattspyrnuna að lifibrauði. „Knatt- spyrnan hefur gefið mér allt; fjölskyldan hefur það gott og ég reyni að hafa gaman öllum stundum þegar ég er með liðinu, ég er ætíð jafn hungraður og vil alltaf vinna.“ Frakkinn sló nýverið þýskt met: hefur nú leikið 39 leiki í röð án taps með Bayern. „Ég var ekki með í síðasta tapleik, gegn Bayer Leverkusen, hef því ekki tapað í eitt og hálft ár með liðinu og svo verður vonandi lengi áfram!“ Bayern getur einmitt sett met um helgina; sigri liðið Hoffenheim á útivelli eða geri jafntefli, eru leikirnir í röð án taps orðnir 36 og þar féll met sem Hamburger SV hefur átt í þrjá áratugi. Frábær stemning Ribéry segist afar hamingjusamur hjá Bay- ern. „Mér líkar hugsunarhátturinn hjá félag- inu mjög vel. Hér bera allir virðingu hver fyrir öðrum, leikmenn og aðrir starfsmenn félagsins, og við komum eins fram við stuðn- ingsmenn, blaðamenn og aðra sem við um- göngumst. Hér eru allir ánægðir, ekki örlar á öfund í garð neins heldur er samstaða mjög áberandi og það er lykilatriði. Ég elska líka stemninguna hér á Allianz Arena. Fólkið tekur virkan þátt í leiknum, það vill sjá eitthvað nýtt og ég vil því alltaf standa mig vel til að gleðja áhorfendur. Það er yndislegt að heyra fjöldann kalla nafnið sitt, hvort sem ég er að taka hornspyrnu eða ef ég skora; þegar ég skynja að fólkið er ánægt og kallar nafnið mitt fæ ég gæsahúð.“ Hægt er að taka undir þau orð að áhorf- endur taki þátt á vellinum. Geri Bayern mark kallast þeir á við vallarþulinn, bera fram ættarnafn þess sem skorar, en ekki nóg með það. Þegar Ribéry gerði seinna mark sitt gegn Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku, átti sér t.d. stað þetta „samtal“ vallarþular og fólksins: Þulur: FC Bayern München var að skora, á 61. mínútu. Númer 7; Franck … Áhorfendur: Ribery! Þulur: Franck … Áhorfendur: Ribery! Þulur: Franck … Áhorfendur: Ribery! Þulur: Staðan er því orðin FC Bayern München … Áhorfendur: þrjú! Þulur: FC Viktoria Plzen Áhorfendur: núll Þulur: Takk Áhorfendur: Ekkert að þakka!“ Ekki er hægt annað en hrífast með! Ribéry segist tilfinningaríkur og afar blíð- ur á manninn. Eitthvað sem mótherjarnir eru hugsanlega ekki allir tilbúnir að skrifa upp á! „Ég ber virðingu fyrir öllu fólki, hvort sem það er einhver stór og sterkur eða þeir sem minna mega sín. Ég vil að allir finni hamingjuna því það er mikilvægt og gef mér alltaf tíma til að spjalla við fólk sem heilsar mér, hvort sem ég er með fjölskyld- unni eða ekki. Ég vil að fólk sé hamingju- samt; ef því líður ekki vel gildir það sama um mig. Ég get því aldrei sagt nei af ótta við að einhver verði leiður. Þetta hefur alltaf verið mitt leiðarljós og verður áfram.“ Tekst á við vandamálin Ribéry hefur lent í mótbyr sem fyrr greinir en segir mjög mikilvægt að bregðast rétt við. „Ef á móti blæs verður maður að takast á við vandamálin og þær áskoranir sem þeim fylgja. Ég er sannfærður um mikilvægi þess fyrir mig, að hafa gert það.“ Ribéry og félagar í franska landsliðinu voru harðlega gagnrýndir fyrir slaka frammistöðu á heimsmeistaramótinu 2010. Óeining var í hópnum og þjálfarinn, Dome- nech, fór ekki fögrum orðum um hópinn eft- ir að hann lét af störfum. Spurt er: er nauð- synlegt að bestu fótboltamennirnir séu hæfilega hrokafullir og merkilegir með sig til þess að geta náð að sýna bestu hliðar? „Nei, alls ekki og ég hef aldrei verið hrokafullur, hvað sem hver segir. Góður leikmaður þarf fyrst og fremst að hugsa um liðið en ekki sjálfan sig. Ég hef lengi gert mér grein fyrir því en það skiptir ekki síður miklu máli að þjálfarinn treysti á leikmenn sína; það hefur verið gert hér hjá Bayern og mér líður til dæmis afskaplega vel hjá Pep Guardiola núna. Hann hefur sýnt mér mikið traust, strax og hann kom til félagsins í sumar hvatti hann mig til að sækja enn meira að marki en ég hafði gert, reyna að skora meira, og það hvatti mig til dáða.“ Stuðningsmenn franska landsliðsins hafa ekki alltaf verið sáttir við Ribéry og látið hann heyra það, en hann er í miklu uppá- haldi í Bæjaralandi. „Það var mjög erfitt hjá franska landsliðinu á tímabilinu en ég náði góðu sambandi við stuðningsmennina á ný og þess vegna líður mér vel í leikjum liðsins. Hér hjá Bayern hef ég alltaf fundið fyrir miklum stuðningi, bæði hjá stjórn og stuðn- ingsmönnum og þess vegna hef ég náð að vinna mig út úr erfiðleikum.“ Þar á hann lík- lega m.a. við það, þegar hann og annar landsliðsmaður voru sakaðir um að hafa átt viðskipti við vændiskonu undir lögaldri. Vert er að geta þess að málið var látið niður falla. Trúin Eiginkona Ribérys er ættuð frá Alsír, er múslími og hann snérist sjálfur til múham- eðstrúar fyrir nokkrum árum. Spurt er hvort það hafi breytt einhverju fyrir hann sem knattspyrnumann; jafnvel styrkt hann og eflt sem slíkan. „Ég get ekki svarað því á afgerandi hátt. Ég er trúaður og trúin er í raun mitt einkamál. Hún breytti mér að minnsta kosti ekki sem persónu eða huga- farinu. Þetta er bara ein mögulegra leiða til að trúa á guð, ég vildi ekki síst sýna eig- inkonu minni virðingu, en ég er alveg sami maður eftir sem áður.“ Fjölskyldunni líður afar vel í Bæjaralandi og stefnan er að halda kyrru fyrir þar. „Ég hef aldrei verið betri og held mér vonandi í góðu lagi lengi enn. Eftir því sem árunum fjölgar hugsar maður betur um sjálfan sig, um mataræði og að hvílast vel til að jafna sig eftir erfiða leiki. Á köflum spil- um við á þriggja eða fjögurra daga fresti þannig að menn verða að passa vel upp á líkamann. Þegar allir búast við að maður sýni sínar bestu hliðar í öllum leikjum er mikilvægt að fara vel með sig. Ég er í góðu jafnvægi, vel á mig kominn líkamlega og vonast til að svo verði sem lengst,“ segir Ri- bery. „Leikmenn Bayern eru jafn metn- aðargjarnir og áður. Liðið vann allt sem hægt var í fyrra en við erum ekki saddir. Nýr þjálfari vill gera gott lið enn betra og við erum tibúnir í slaginn. Hann hefur þegar gert töluvert miklar breytingar á leik- skipulagi og var ótrúlega fljótur að því og ég tel okkur eiga möguleika á að gera frábæra hluti í framtíðinni. Vonandi verð ég hjá Bay- ern alveg þar til ég legg skóna á hilluna, fjölskyldan er mjög hamingjusöm hér og eft- ir að ferlinum lýkur vonumst við til þess að búa áfram hér í borginni.“ * Ég ber virðingu fyrir öllu fólki, hvort semþað er einhver stór og sterkur eða þeir semminna mega sín. Ég vil að allir finni hamingjuna því það er mikilvægt og gef mér alltaf tíma til að spjalla við fólk sem heilsar mér Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ribery í baráttu við Slóvakann Peter Pekarik, varnarmann hjá Herthu, í München um síðustu helgi. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.