Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 BÓK VIKUNNAR Ljóðtímasafn eftir Sigurð Pálsson geymir þrjár ljóðabækur hans: Ljóðtímaskyn, Ljóðtímaleit og Ljóð- tímavagn. Góður og skemmtilegur skáldskapur. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Bókmenntaunnendur standa í þakkar- skuld við Friðrik Rafnsson sem hefur verið einkar iðinn við að þýða stórgóðar franskar bækur yfir á íslensku. Nýjasta þýðing hans er á hinni gríðarlega vin- sælu frönsku skáldsögu Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne. Þetta er stórskemmtileg og spennandi saga um neðanjarðarleiðangur þriggja manna sem mæta alls kyns ógnum og lenda í lífshættu. Hluti bókarinnar gerist ofanjarðar, þar á meðal á Íslandi. Íslendingar hafa alltaf verið forvitnir þegar kemur að lýs- ingum útlendinga á landi og þjóð og í Ferðinni að miðju jarðar er nóg af slík- um lýsingum. Reykjavík er lýst þó nokk- uð og sögð vera einstaklega daufleg ásýndum. Íslenskir sveitabæir slá heldur ekki í gegn hjá sögumanni, samanber þessa lýsingu: „Þessir óhrjálegu kofar virtust stöðugt vera að biðja ferðamenn um ölmusu og manni var skapi næst að gefa þeim hana.“ Stórskemmtilegar lýsingar eru í bók- inni á íslenskum karlmönnum sem sagðir eru þunglamalegir. „Þeir hlógu stundum af völdum einhvers konar ósjálfráðs vöðvasamdráttar, en brostu aldrei,“ seg- ir sögumaður. Íslenski hesturinn fær hins vegar toppeinkunn, engin skepna er sögð fara fram úr honum í gáfum og tek- ið er fram að hann stígi aldrei feilspor. Ferðin að miðju jarðar er klassískt verk sem skemmtir lesandanum auk þess sem það fræðir, lesandinn fær til dæmis nokkuð að vita um jarðfræði, en hinn fræðilegi þáttur er settur í hin læsilegasta búning. Þessi ís- lenska útgáfa verksins er óstytt og gefin út inn- bundin eins og sæmir verki eins og þessu. Vigdís Finnbogadóttir skrifar formála. Bókin er ríkulega mynd- skreytt og þær myndir eru sannarlega ekki af verri endanum. Þetta eru sömu myndir og prýddu endanlega útgáfu verksins frá árinu 1867 og eru eftir franska myndlistarmanninn Édouard Riou. Þær undirstrika vel ævintýralega atburði sögunnar. Það skiptir svo sann- arlega engu hvort lesandinn er barn eða fullorðinn, magnaðar myndir lista- mannsins hitta í mark. Orðanna hljóðan Í NEÐAN- JARÐAR- HEIMI Friðrik Rafnsson Grimmd er nýjasta bók StefánsMána og sú þrettánda í röðinni.Bækur Stefáns Mána hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og skáld- saga hans Húsið var ein af metsölubókum síðasta árs. Þar var aðalpersónan lög- reglumaðurinn Hörður Grímsson og hann kemur einnig við sögu í Grimmd. „Grimmd er byggð á sönnum atburðum og fjallar um barnsrán,“ segir Stefán Máni. „Árið 2006 flúði íslensk kona frá Danmörku með lítið barn en þar sem hún mátti ekki yfirgefa Danmörku án leyfis barnsföðurins var hún að brjóta lög. Lagastaða hennar varð því veik jafnvel þótt hún hefði verið að flýja ofbeldis- mann. Maðurinn elti hana til Íslands, náði barninu af henni og ætlaði að flýja með það aftur til Danmerkur og hvorki lög- regla né barnaverndaryfirvöld brugðust við. Enginn hlustaði á móðurina og eng- inn var tilbúinn að gera neitt fyrir hana. Mér fannst mjög áhugavert í þessu máli hvernig kerfið brást og sömuleiðis það að lögfræðileg atriði skyldu vera talin æðri þeirri staðreynd að barn væri hugs- anlega í mikilli hættu. Faðir konunnar var mér innan handar meðan ég vann að sögunni og ég hafði aðgang að öllum gögnum varðandi málið. Kveikjan að sögu minni er aðstaða þessarar móður en ég færði sögutímann nær nútímanum. En auðvitað er það þannig að þótt ég hafi ákveðna atburði í huga þá er bók mín skáldsaga og lýtur öllum lögmálum skáld- skaparins.“ Hvernig skáldsaga er Grimmd? „Grimmd er dramatísk og örlagaþrungin spennusaga með mörgum persónum. Ein aðalpersónan er lögreglukonan Þórhildur, félagi Harðar úr Húsinu, og hún reynir, nánast upp á eigin spýtur, að hjálpa kon- unni. Hörður Grímsson er þarna í auka- hlutverki, þótt ég haldi áfram að segja sögu hans. Undirheimadrengurinn Smári hefur svo stórt hlutverk í bókinni. Saga hans er þyrnum stráð og dramatísk. Hann hefur brennt allar brýr að baki sér og er á flótta, bæði undan lögreglu og glæpamönnum. Hann býðst til að fara á eftir barnsföðurnum því hann vill bæta fyrir öll brot sín með því að bjarga þessu barni. Smári er persóna sem mér þykir ákaflega vænt um. Það má kannski segja að þetta sé dálítið hans bók.“ Spurður hvort hann skilgreini sig sem spennusagnahöfund segir Stefán Máni: „Forlagið segir bókina vera spennutrylli og ég er sáttur við það. Síðustu bækur mínar hafa verið fremur í ætt við spennu- trylli en glæpasögur. Ég mun þó ekki festast í því formi. Þótt ég hafi verið að skrifa spennutrylli er ekki þar með sagt að það sé fyrirsjáanlegt hvað ég mun gera næst. Ég er stöðugt að breytast og þróast sem rithöfundur.“ Grimmd er rúmlega 400 síður en þó styttri en ýmsar aðrar bækur Stefáns Mána. „Sem höfundur er ég að ganga í gegnum tímabil þar sem ég vil stytta bækurnar og hafa þær knappari. Þótt mér þyki gaman að lesa langar bækur þá er mikil vinna að skrifa þær,“ segir Stef- án Máni. Hann er spurður hvort hann sé farinn að huga að næstu verkefnum og svarar: „Ég vinn mikið og er farinn að hugsa til framtíðar. Það er ekki tímabært að segja frá næstu bók en mig langar til að skrifa aðeins um hrunið og þá umrót- stíma sem fylgdu í kjölfarið. Það er spennandi efni sem togar í mig.“ STEFÁN MÁNI BYGGIR SKÁLDSÖGU SÍNA Á SÖNNUM ATBURÐUM Dramatísk spennusaga „En auðvitað er það þannig að þótt ég hafi ákveðna atburði í huga þá er bók mín skáldsaga og lýtur öllum lögmálum skáldskaparins,“ segir Stefán Máni. Morgunblaðið/Kristinn GRIMMD ER NÝJASTA SKÁLDSAGA STEFÁNS MÁNA EN HÚN FJALLAR UM BARNSRÁN. LÖGREGLUMAÐ- URINN HÖRÐUR GRÍMSSON ER EIN AF PERSÓNUM BÓKARINNAR. Ég hef alltaf hrifist mest af sagnaskáldskap þar sem auðvelt er að setja sig í spor sögupersóna og umhverfislýsingar eru lifandi og grípandi. Gott dæmi um þetta er Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór Laxness sem ég las í annað sinn í vetur og er ein áhrifamesta bók sem ég hef lesið. Ef gefa ætti bókmenntasmekk mínum fræðilegan stimpil héti hann sálfræðilegt raunsæi. Sagt er að smásögur fjalli um lífið en skáldsögur um heiminn. Það er auðvitað einföldun en er samt líklega ein skýring á því hvers vegna ég hef svo lengi hrifist meira af smásögum en skáldsögum. Auk þess kveikir markviss og hnitmiðaður stíll í mér og hann einkennir smásögur oftar en skáldsögur. Alice Munro, Raymond Carver og Anton Tsjekhov eru nöfn sem ég nefni oft í þessu sam- hengi en það eru miklu fleiri höfundar af þessu tagi sem ég hef lesið mér til mikillar ánægju, til dæmis Írinn William Trevor og Joyce Carol Oates frá Bandaríkjunum. Þegar ég les skáldsögur vil ég helst að þær séu líka hnitmiðaðar og fjalli um lífið – hlutskipti mannsins. Ég hef ekki áhuga á þeim afrakstri ímyndunaraflsins þar sem leikið er á náttúruöflin eða sögum þar sem lesandinn er fræddur með sagnfræðilegum langlokum eða hátimbr- uðum kenningum. Gott dæmi um hnitmiðaðar sögur eru Útlend- ingurinn eftir Albert Camus og Skíðaferðin eftir Emmanuel Carrère. Mér líkar stórvel við marga íslenska samtímahöfunda en get ekki farið að nefna einn um fram aðra. Þetta er stór hópur sem maður fylgist með. Í UPPÁHALDI ÁGÚST BORGÞÓR SVERR- ISSON RITHÖFUNDUR Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur hrífst meira af smásögum en skáldsögum og er hrifinn af markvissum og hnitmiðuðum stíl. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Alice Munro.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.