Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 59
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Færi ofar afganga sem eru sagðir koma frá klerkum. (11) 4. Að setja sig í spor einhvers eins og Norðurlandabúa. (7) 7. Efni gert úr kló stærsta hluta rófu fyrir orm. (9) 9. Karlar á Íslandi sem drukkna ekki? (10) 10. Þó fari kemur tuðari. (6) 11. Þér er varla alls vart þótt þú segir það vera dimmt. (7) 12. Í umráðarétti sarga söngvar. (7) 13. Í glettni gæla við glögga á bílastæði að endingu. (11) 14. Gljáir ekki marga. (4) 15. Innihald herbergis er eitthvað grjóthart. (4) 16. Menntaskólanaut rekur gráðugan. (11) 17. Hins segin land sýnir innblástur. (7) 20. Vakað með ódói til að finna ávöxtinn. (9) 22. Það að vera hjálparvana byggir á skorti á komu. (11) 24. Fræða ríkidæmi um að merkja. (8) 26. Heimilistunnan dillar sér fyrir framan fagurkera. (11) 27. Svamla frjáls og hreinn. (8) 29. Forði einhverju aftur frá svikum. (6) 30. Virkja herstöð við Los Angeles. (6) 31. Kaupa góða í musteri. (6) 32. Tek þannig heim að sjá hnött. (10) 33. Ein fer í aðrar götur. (8) LÓÐRÉTT 1. Hár sem fór til botns á undirstöðu. (7) 2. Virkilega fær þýsk kona, enn ein, fær á endanum þrautir. (10) 3. Afmáðir vigt í einhvers konar afbrigðileikanum á tímabilinu. (12) 4. Það að bæta fótabúnað anga rennur saman í námi. (10) 5. Ameríkani týnist við að verða eins báðum megin. (10) 6. Eggjar íbúi eyjarskeggja. (8) 8. Ókyrrast verður heiðarlegast. (8) 9. Sé gafla með bríkum missa kíló á tímabili. (11) 10. Þekjuílát fór enn með blót. (10) 16. Hreyfa með ís. (5) 18. Ek ei til illinda til að skapa skiptanleika. (11) 19. Mál eitt og litlir heklaðir dúkar eru skraut. (11) 21. Fæ bor ef hópur hefur allan kraftinn. (7) 22. Umlið innivið alveg búinn. (8) 23. Beinið ekkert með kaseininu. (8) 25. Seinkar einhvern veginn eitri. (7) 28. Það sem heldur vísnaglingri saman. (5) Nýjasti stórmeistari Íslend-inga, Hjörvar Steinn Grét-arsson, sem er aðeins tutt- ugu ára gamall, er glæsilegur ungur maður sem mun án efa vinna mörg glæsileg afrek á næstu árum. Þá fjallgrænu vissu byggir undirrit- aður á meira en tíu ára samvinnu. Metnaður Hjörvars hefur alltaf ver- ið til staðar auk mikils baráttuvilja sem er sennilega mikilvægasti eig- inleiki sem nokkur skákmaður get- ur haft. Auðvitað getur hann bætt sig á ýmsum sviðum en það á nú við flesta. Á EM taflfélaga á Rho- dos tefldi Hjörvar Steinn á 2. borði fyrir enska klúbbinn Dukes of Kent og náði lokaáfanganum. Félag Hjörvars hér heima, Víkingaklúbb- urinn, sendi einnig sveit á þetta Evrópumót en báðar þessar sveitir áttu erfitt uppdráttar en mótið er skemmtileg blanda af áhugamönn- um og öflugum stórmeisturum. Fyrri áfanginn í Porto Carras í Grikklandi haustið 2011 reiknast tvöfaldur vegna sérstakra ákvæða FIDE varðandi titilumsóknir en þar er gert ráð fyrir a.m.k. 24 skák- um tefldum. Það var aðeins tíma- spursmál hvenær Hjörvar myndi ná lokaáfanganum en nokkuð er um liðið síðan hann skipaði sér í flokk með bestu skákmönnum þjóð- arinnar. Hann mun tefla á 3. borði fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í Varsjá. Og þá er það spurningin um skákstílinn. Sé litið yfir skáksöguna og frægustu meistara hennar eiga þeir það sameiginlegt að hafa snemma fundið sinn stíl – og skák- stíllinn endurspeglar persónuleik- ann. Þetta átti a.m.k. við um þá tóku út skákþroska sinn fyrir daga tölvutækninnar, sem hefur ger- breytt landslagi skákarinnar. Í Time á dögunum gaf Garrí Kasp- arov þá athyglisverðu lýsingu á stíl Magnúsar Carlsen að hann væri byggður á innsæi. Stíll Hjörvars er býsna dýnamískur og hann tekur oft áhættu til að halda vinnings- möguleikum opnum. Í eftirfarandi skák, sem hann vann gegn þekkt- um rússneskum stórmeistara í fyrra, komu þessir þættir fyrir: Ortisei, Ítalíu 2012 Mikhael Ulibin – Hjörvar Steinn Grétarsson Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 0-0 Víkur strax frá algengari leiðum, 4. … d5 eða 4. … c5. 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re8 7. e4 b6 8. Bd3 Ba6 9. Rh3 Rc6 Hyggst ráðast gegn c4-peðinu með – Ra5 og jafnvel – Rd6. 10. e5 Dh4+ 11. Rf2 Ra5 12. De2 c5 13. 0-0 cxd4 14. Re4 f5 15. exf6 gxf6 15. … Rxf6 má svara með 16. Bg5 Dg5 17. Bxf6 og 18. cxd4. 16. g3 Dh5 17. g4 Dh4 18. Bd2?! Fyrsti ónákvæmi leikur hvíts. Sjálfsagt var 18. cxd4 Rb3 19. Hb1 Rxd4 20. Dd1 og hvítur hefur góðar bætur fyrir peðið. Hér er 18. … Rb3 sennilega best en Hjörvar vel- ur lakari leik. 18. … Hc8 19. cxd4 Rxc4 20. d5?! Lítur vel út en traustara var 20. Bf4 og hvítur má vel við una. 20. … exd5 21. Rc3 Bb7 22. Bf4 Rg7 23. Bxc4? Aftur ónákvæmni. Staðan er í járnum eftir 23. Rb5. 23. … Hxc4 24. Dd2 Re6 25. Bd6 Hfc8 Vegna yfirráða eftir c-línunni hefur svartur nú sterkt frumkvæði. 26. Rxd5 Hc2 27. Re7+ Kf7 28. De1 Komist hvíti riddarinn til f5 á hvítur enn von. En næsti leikur kom Ulibin í opna skjöldu. 28. … Dxg4+! Með hugmyndinni 29. fxg4 Hg2+ 30. Kh1 Hxg4 og mátar. 29. Dg3 Dxg3+ 30. hxg3 H8c3 31. Rf5 Bxf3 32. Rh4 Rg5! Hótar máti með 33. … Rh3. Ef 34. Rxf3 Rxf3+ kemur 35. … Hh2 sem er „arabískt mát“. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Hjörvar Steinn á eftir að vinna marga sigra á komandi árum Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 3. nóv- ember rennur út á há- degi föstudaginn 8. nóv- ember. Vinningshafi krossgátunnar 27. október er Sigrún Sighvatsdóttir, Fífuseli 15, 109 Reykjavík. Hlýtur hún Ljóðaúrval Jónasar Hallgrímssonar sem Mál og menning gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.