Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Side 19
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 „Það er hæpið að draga ályktanir um Indland og þjóðina eftir aðeins tveggja vikna ferðalag. Indverjar eru svo brjálæðislega margir og að- stæður þeirra mismunandi,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvenna- athvarfsins. Hún var meðal Indíafaranna í leið- angri Bændaferða nú í október og þótti ferðin áhugaverð. Sigþrúður segir að þótt líkaminn sé kominn heim neiti hugurinn að yfirgefa Indland. Með einbeitingu geti hún þó enn fundið lykt af jas- mínu, kryddi, kræsingum, skít og úrgangi. Geti í huganum framkallað litadýrðina og myndir af fallegustu konum í heimi; saríklæddum, búrkuklæddum, sýrubrenndum, agnarsmáum, vöfðum slæðum, betlandi með barn á hand- leggnum, sofandi á umferðareyjum og vinn- andi á hrísgrjónaökrum. Samviskubit yfir nægtum mínum „Svo get ég líka séð karla með túrban og dýra skartgripi, karla með þriðja augað, karla með engar hendur eða bara einn fót, karla í kjól- um, allsbera karla baða sig í Ganges, grátandi karla í líkfylgd, ágenga sölukarla, stritandi erf- iðismenn. Krakka sem engin orð ná yfir, segir Sigþrúður og heldur áfram. „Ég get heyrt ærandi umferðarniðinn, enda- lausar bílflautur, hvæsandi apakött, bænakall, brúðkaupsgleði, hvininn í söngskálum, grát- kórinn, hlátrasköll og prútt og prang. Fundið fyrir brennandi sólinni, musterisgólfi undir berum fótum, veltinginn á fílabaki, karríbragði, hristingnum í rútu á ónýtum vegi, samviskubiti yfir allsnægtum mínum, biti moskítóflugunnar og agnarsmárri hendi laumast í mína.“ Feðraveldið er sterkt En aftur að aðstæðum kvenna á Indlandi. Töl- fræði um kynbundið ofbeldi þar eu misvíandi en almennt má, segir Sigþrúður, reikna með að skráning sýni bara hluta vandans. „Nokkrar rannsóknir benda til þess að allt að 70% kvenna upplifi ofbeldi í nánum sam- böndum á fullorðinsárum. Ég held að feðra- veldið sé gríðarlega sterkt á Indlandi og það birtist meðal annars í kynbundnu ofbeldi, í skipulögum hjónaböndum.“ HUGURINN YFIRGEFUR EKKI Bílflautur, bænir og búrkukonur „Indverjar eru svo brjálæðislega margir,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir ferðalangur. Indverjar sem ég hafði tal af voru slarkfærir í ensku. Í fjarlægu landi er áhugavert að spjalla við fólkið sem byggir landið og fræðast um viðhorf þess og aðstæður. „Iceland, volcano, Eyjafjallajökull,“ sagði Kirlzal Sinal minja- gripasali. Landkynning í lagi, sagði ég við sjálfan mig um Sinal sem sníkti íslenskan 500-kall af einum úr hópnum. Kvaðst vilja eiga einn slíkan fyrir dóttur sína sem væri heimshornaflakkari. Skáldað í skörðin í draugahöll Þetta atvik gerðist í þorpi sunnan við Delí. Þá vorum við á leiðinni til Jaipur, bleiku borgarinnar svonefndu. Frá 1853 hafa bygg- ingar í elsta hluta borgarinnar verið málaðar bleikar, hús þar sem heilagar kýr stóðu við útidyr og apakettir stukku milli syllna. Þetta sáum við á leiðinni i Amer Fort, höllina sem áður var virki konungsfjölskyldunnar í Jaip- ur. Musterið er uppi á hárri klettaborg, þangað sem farið var á fílsbaki. Heimsókn í draugahöllina Fetepur Sirki, sem var yfirgefin árið 1584 eftir aðeins fjórtán ára búsetu, var þó ef til vill áhuga- verðari – sakir þess hve margt er óljóst í sögunni og fyrir vikið getur maður betur skáldað í skörðin með frjálsu ímyndunarafli. Virki þetta er skammt frá borginni Agra, þar sem er ástarhofið Taj Mahal. Það þykir ein fegursta bygging heims og þangað koma um þrjár milljónir gesta á ári, svo stórbrotin er þessi bygging. Að koma þang- að var sérstök upplifun rétt eins og að fylgjast með helgiathöfn pílagríma í Gang- es-fljótinu helga í borginni í Varanasi. Í prísund fátæktar „Give me money. I have no mother and no father,“ sagði drengjahópur í Agra einum rómi. Eitthvað í þessum dúr heyrðum við oft í ferðinni. Vorum þó beðin um að reyna eftir megni að leiða fólkið hjá okkur. Smá- mynt dugar skammt til að frelsa fólk úr ósnertanlegri prísund fátæktar. Indland er ringulreið. Öllu ægir saman og umferðin á götunum, sem á sinn hátt gefur innsýn í þjóðfélagið, virðist lúta eigin lögmálum. Og þó. Í kraðaki og mýgrút mannhafs er flest í föstum skorðum. „Innviðir samfélagsins eru nokkuð sterk- ir. Fólk hefur aðgang að heilbrigðisþjón- ustu, skólum í einhverri mynd og fólki er tryggð lágmarksframfærsla en Indverjar eru um 1,1 milljarður. Af þeim eru um tvær milljónir manna undir allra lægstu fá- tæktarmörkum sem eru 200 rúpíur á dag, sem mér skilst að séu 400 krónur íslenskar. Annars er fátækin mest úti á landi og í sveitunum þar sem 80% þjóðarinnar búa,“ sagði leiðsögumaðurinn Shah. Hann lagði annars áherslu á að ölmusufólkið í borg- unum væri oft gert út af til dæmis síg- unamafíum sem fara stað úr stað og stunda hnupl, smábrask og sýndarleiki. Og þar er- um við komin að einu því sem allir Ind- íafarar skyldu hafa í huga, að ekki er allt sem sýnist þótt bliki í augum betlarans. AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK BORÐSTOFU- STÓLADAGAR G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili – MANTONI PU-grátt. Viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 9.990 KR. Fullt verð 15.990 TANGO Ljósgrátt áklæði. Viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 23.990 KR. Fullt verð 29.990 ENIGMA PU-svart og svartlökkuð viðargrind. TILBOÐSVERÐ: 19.990 KR. Fullt verð 29.990 BAMB Svart birki. Flettuð seta. TILBOÐSVERÐ: 19.990 KR. Fullt verð 25.990 AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 10.000 kRónuR! AfsláttuR 6.000 kRónuR! * TILBOÐIN GILDA TIL SUNNUDAGSINS 3. NÓVEMBER EÐA Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. AfsláttuRAföll uMBoRðstofus tóluMuMhelgin A

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.