Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 19
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 „Það er hæpið að draga ályktanir um Indland og þjóðina eftir aðeins tveggja vikna ferðalag. Indverjar eru svo brjálæðislega margir og að- stæður þeirra mismunandi,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvenna- athvarfsins. Hún var meðal Indíafaranna í leið- angri Bændaferða nú í október og þótti ferðin áhugaverð. Sigþrúður segir að þótt líkaminn sé kominn heim neiti hugurinn að yfirgefa Indland. Með einbeitingu geti hún þó enn fundið lykt af jas- mínu, kryddi, kræsingum, skít og úrgangi. Geti í huganum framkallað litadýrðina og myndir af fallegustu konum í heimi; saríklæddum, búrkuklæddum, sýrubrenndum, agnarsmáum, vöfðum slæðum, betlandi með barn á hand- leggnum, sofandi á umferðareyjum og vinn- andi á hrísgrjónaökrum. Samviskubit yfir nægtum mínum „Svo get ég líka séð karla með túrban og dýra skartgripi, karla með þriðja augað, karla með engar hendur eða bara einn fót, karla í kjól- um, allsbera karla baða sig í Ganges, grátandi karla í líkfylgd, ágenga sölukarla, stritandi erf- iðismenn. Krakka sem engin orð ná yfir, segir Sigþrúður og heldur áfram. „Ég get heyrt ærandi umferðarniðinn, enda- lausar bílflautur, hvæsandi apakött, bænakall, brúðkaupsgleði, hvininn í söngskálum, grát- kórinn, hlátrasköll og prútt og prang. Fundið fyrir brennandi sólinni, musterisgólfi undir berum fótum, veltinginn á fílabaki, karríbragði, hristingnum í rútu á ónýtum vegi, samviskubiti yfir allsnægtum mínum, biti moskítóflugunnar og agnarsmárri hendi laumast í mína.“ Feðraveldið er sterkt En aftur að aðstæðum kvenna á Indlandi. Töl- fræði um kynbundið ofbeldi þar eu misvíandi en almennt má, segir Sigþrúður, reikna með að skráning sýni bara hluta vandans. „Nokkrar rannsóknir benda til þess að allt að 70% kvenna upplifi ofbeldi í nánum sam- böndum á fullorðinsárum. Ég held að feðra- veldið sé gríðarlega sterkt á Indlandi og það birtist meðal annars í kynbundnu ofbeldi, í skipulögum hjónaböndum.“ HUGURINN YFIRGEFUR EKKI Bílflautur, bænir og búrkukonur „Indverjar eru svo brjálæðislega margir,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir ferðalangur. Indverjar sem ég hafði tal af voru slarkfærir í ensku. Í fjarlægu landi er áhugavert að spjalla við fólkið sem byggir landið og fræðast um viðhorf þess og aðstæður. „Iceland, volcano, Eyjafjallajökull,“ sagði Kirlzal Sinal minja- gripasali. Landkynning í lagi, sagði ég við sjálfan mig um Sinal sem sníkti íslenskan 500-kall af einum úr hópnum. Kvaðst vilja eiga einn slíkan fyrir dóttur sína sem væri heimshornaflakkari. Skáldað í skörðin í draugahöll Þetta atvik gerðist í þorpi sunnan við Delí. Þá vorum við á leiðinni til Jaipur, bleiku borgarinnar svonefndu. Frá 1853 hafa bygg- ingar í elsta hluta borgarinnar verið málaðar bleikar, hús þar sem heilagar kýr stóðu við útidyr og apakettir stukku milli syllna. Þetta sáum við á leiðinni i Amer Fort, höllina sem áður var virki konungsfjölskyldunnar í Jaip- ur. Musterið er uppi á hárri klettaborg, þangað sem farið var á fílsbaki. Heimsókn í draugahöllina Fetepur Sirki, sem var yfirgefin árið 1584 eftir aðeins fjórtán ára búsetu, var þó ef til vill áhuga- verðari – sakir þess hve margt er óljóst í sögunni og fyrir vikið getur maður betur skáldað í skörðin með frjálsu ímyndunarafli. Virki þetta er skammt frá borginni Agra, þar sem er ástarhofið Taj Mahal. Það þykir ein fegursta bygging heims og þangað koma um þrjár milljónir gesta á ári, svo stórbrotin er þessi bygging. Að koma þang- að var sérstök upplifun rétt eins og að fylgjast með helgiathöfn pílagríma í Gang- es-fljótinu helga í borginni í Varanasi. Í prísund fátæktar „Give me money. I have no mother and no father,“ sagði drengjahópur í Agra einum rómi. Eitthvað í þessum dúr heyrðum við oft í ferðinni. Vorum þó beðin um að reyna eftir megni að leiða fólkið hjá okkur. Smá- mynt dugar skammt til að frelsa fólk úr ósnertanlegri prísund fátæktar. Indland er ringulreið. Öllu ægir saman og umferðin á götunum, sem á sinn hátt gefur innsýn í þjóðfélagið, virðist lúta eigin lögmálum. Og þó. Í kraðaki og mýgrút mannhafs er flest í föstum skorðum. „Innviðir samfélagsins eru nokkuð sterk- ir. Fólk hefur aðgang að heilbrigðisþjón- ustu, skólum í einhverri mynd og fólki er tryggð lágmarksframfærsla en Indverjar eru um 1,1 milljarður. Af þeim eru um tvær milljónir manna undir allra lægstu fá- tæktarmörkum sem eru 200 rúpíur á dag, sem mér skilst að séu 400 krónur íslenskar. Annars er fátækin mest úti á landi og í sveitunum þar sem 80% þjóðarinnar búa,“ sagði leiðsögumaðurinn Shah. Hann lagði annars áherslu á að ölmusufólkið í borg- unum væri oft gert út af til dæmis síg- unamafíum sem fara stað úr stað og stunda hnupl, smábrask og sýndarleiki. Og þar er- um við komin að einu því sem allir Ind- íafarar skyldu hafa í huga, að ekki er allt sem sýnist þótt bliki í augum betlarans. AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK BORÐSTOFU- STÓLADAGAR G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili – MANTONI PU-grátt. Viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 9.990 KR. Fullt verð 15.990 TANGO Ljósgrátt áklæði. Viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 23.990 KR. Fullt verð 29.990 ENIGMA PU-svart og svartlökkuð viðargrind. TILBOÐSVERÐ: 19.990 KR. Fullt verð 29.990 BAMB Svart birki. Flettuð seta. TILBOÐSVERÐ: 19.990 KR. Fullt verð 25.990 AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 10.000 kRónuR! AfsláttuR 6.000 kRónuR! * TILBOÐIN GILDA TIL SUNNUDAGSINS 3. NÓVEMBER EÐA Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. AfsláttuRAföll uMBoRðstofus tóluMuMhelgin A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.