Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Matur og drykkir M ig langaði að gera eitthvað pínulítið vetrarlegt, en á sama tíma ekki hafa matseðilinn of þungan því framundan eru jólin með öllu því kjötáti sem tilheyrir. Ég ákvað því að nota fiskmeti í forrétt og aðalrétt,“ segir matgæðingurinn María Björg Sig- urðardóttir. María Björg er fatahönnuður sem hefur mikla ástríðu fyrir eldamennsku og eftir að hafa deilt uppskriftum og matarmyndum með vinum og fjölskyldu á Instagram ákvað hún að útbúa bloggsíðu; krydda- eftirsmekk.tumblr.com, sem er sérlega falleg, bæði myndir og heildarútlit. María Björg er önnum kafin í ýmsum hönnunartengdum verkefnum og bauð heim til sín konum sem eru flestar í sama geira og hún og hafa kynnst og hist í gegnum hönnunarbransann hérlendis. Þar sem annir eru miklar notaði hún ofureinfaldar en flottar aðferðir við að útbúa eftirrétt- inn og notaði til að mynda frosna franska súkkulaðiköku sem hún útbjó þó að heimilislegum hætti. „Aðalréttinn, sjávarréttapottréttinn, hafði ég í hálfspænsku þema þótt þetta sé franskur pottréttur í grunninn. Það er pínu tapaslegt að blanda saman kryddpylsu og sjávarréttum og mjög gott. Hvað forréttinn varðar þá hef ég mikið verið að elda smokkfisk undanfarið, hann er til í öllum búðum og kostar ekki mikið. Eftirrétturinn er svo mjög einfaldur og ég mæli með honum fyrir þá sem eru á síðustu stundu.“ María Björg segist alltaf reyna að elda allt frá grunni, hafa heita máltíð einu sinni á dag og hún sé óþreytandi við að halda matarboð, finnist það yfirleitt lítið mál. „Ég er hrifin af matargerð sem er fljótleg og tilgerð- arlaus og ekkert bull. Það er óþarfi að vera að reyna að finna upp hjólið alltaf heldur einblína á að hafa hráefnið gott. Góð ráð? Ég segi bara; láta verða af því. Matarboð snýst fyrst og fremst um góðan félagsskap, ekki að heimilið sé glerfínt heldur bara að elda góðan mat og setja á sig smá- varalit.“ ½ frönsk súkkulaðikaka, fæst frosin ½ l skógarberjaís 1 peli rjómi ber að eigin vali; til dæmis blanda af brómberum, hindberj- um, jarðarberjum og bláberjum smávegis flórsykur eða kakóduft Skerið kökuna í litla teninga, þeytið rjóma og blandið jafnmiklu af ís við í matvinnsluvél. Setjið smávegis af blöndunni í glas eða skál handa hverjum gesti fyr- ir sig, svo köku og skiptist á að leggja ísinn og kökuna í nokkur lög hvað ofan á annað. Endið á ísnum og setjið berin ofan á. Gott er að sigta flórsykur eða kakó yfir. Einfaldasti eftirrétturinn Kræklingurinn leit ljómandi vel út á diski og gott súrdeigsbrauð með stökkri skorpu passar að sögn húsfreyjunnar afar vel með. MATARBOÐ Í VESTURBÆ Vetrarlegt en létt fyrir jólin * „Sjávarrétta-pottréttinnhafði ég í hálf- spænsku þema þótt þetta sé franskur pottréttur í grunn- inn. Það er pínu tapaslegt að blanda saman kryddpylsu og sjávarréttum“ SMOKKFISKUR, SJÁVARRÉTTAPOTTRÉTTUR OG UNAÐSLEGUR EFTIRRÉTTUR ER ÞAÐ SEM MARÍA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR BAUÐ UPP Á Í VESTURBÆNUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Hópurinn var vel skipaður og glatt á hjalla en fremst er móðir Maríu Bjargar; Ingibjörg Dalberg, þá næst Ragnheiður og Guðrún Björg, systir Maríu Bjargar. Það kom vel út að nota smjörpappír sem umgjörð utan um forréttinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.