Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 33
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
2 chorizopylsur, fást meðal
annars hjá Pylsumeist-
aranum
1 stórt fennel, saxað
1 stór laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk. tómatmauk
2 glös hvítvín
4 bollar fiski-, humar- eða
kjúklingasoð
2-3 þroskaðir tómatar
500 g þorskur
500 g kræklingur, ferskur ef
hann er til
500 g hrá risarækja, skelflett
nýmalaður svartur pipar
fersk steinselja, u.þ.b. hand-
fylli
1 sítróna
Hitið olíu í stórum og góðum
potti og brúnið chorizopylsuna.
Fjarlægið pylsuna úr pottinum
og geymið. Út í pottinn fer þá
fennel, laukur og hvítlaukur.
Mýkið við miðlungshita í 5-10
mínútur. Bætið tómatmauki út í
pottinn og brúnið það í nokkrar
mínútur til að dekkja og dýpka
bragðið og ná úr því beiskjunni.
Lækkið undir, hellið hvítvíni út
í og hrærið þar til áfengið gufar
upp. Blandið soðinu saman við
ásamt tómötum og steiktu cho-
rizopylsunni og látið malla í hálf-
tíma til klukkutíma með loki.
Korteri áður en rétturinn er
borinn fram má taka lokið af og
leyfa sósunni aðeins að þykkna.
Rétt í lokin má setja fiskinn,
rækjurnar og kræklinginn út í og
hafa lokið á í nokkrar mínútur.
Kryddið með svörtum pipar,
hellið sítrónusafa yfir og stráið
ferskri steinselju yfir allt saman.
Gott er að hafa súrdeigsbrauð
með, smjör eða hvítlauks-
majónes.
Bouillabaisse
með spænsku ívafi
Morgunblaðið/Eggert
Ekki eftir öðru að bíða en að brosa til ljósmyndara og hefja svo sjávarfangsveisluna í Vesturbænum.
Frá vinstri; Signý Kolbeinsdóttir,
Rakel Garðarsdóttir, Ingibjörg Dal-
berg, María Björg Sigurðardóttir,
Guðrún Björg Sigurðardóttir, Hlín
Reykdal og Ragnheiður Pálsdóttir.
Gestir hjálpast að við að hella í glös og bera fram föt.María Björg segist aldrei mikla matarboð fyrir sér.
500 g smokkfiskur
1 bolli hveiti
1 msk. sítrónupipar
½ msk. svartur pipar
1 msk. salt
raspaður börkur af ½ sítrónu
(má sleppa)
1-2 lítrar djúpsteikingarolía
ferskt dill
radísuspírur
Hitið djúpsteikingarolíuna vel í
potti. Skerið smokkfiskinn þvert svo
það myndist hringir en einnig er
hægt að kaupa hann niðurskorinn,
sem sparar tíma. Veltið smokkfisk-
inum upp úr hveiti, salti, sítrónupip-
ar, pipar og sítrónuberki. Skellið
honum svo í pottinn og djúpsteikið
þar til hann er orðinn fallega gylltur.
Berið fiskinn fram með dilli, rad-
ísuspírum og límónusneið.
LÍMÓNUMAJÓNES MEÐ
LAVASALTI
3-4 msk. majónes
raspaður börkur af ½ límónu
safi úr ½ límónu
hnífsoddur af hvítlauk
hnífsoddur af lavasalti
Hrærið allt vel saman og
kryddið með lavasalti.
Sítruspipar-calamari