Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 34
Flauta framtíð- arinnar Orp bjall- an, eða flautan, mun leysa af litlu sætu bjölluna sem varar gangandi vegfærendur við að hjólreiða- maður sé að koma. Orp bjallan er gríðarlega há og er einnig með sterkum ljóskastara á en bjallan eða flautan er hugsuð fyrir hjólreiðamenn sem hjóla með umferð- inni. Kemur á markað 2015. *Græjur og tækniTölvuleikurinn Minecraft hefur verið notaður í því skyni að auka skilning á sjálfbærni »36 Háþróað ljós See sense ljósið skynjar umhverfið og eykur eða minnkar birtu eftir þörf- um. Þá blikkar það ef bílar aka á móti og taka ekki háu ljósin af sem getur verið ansi pirrandi. Þróun ljóssins er komið vel á veg, það fékk nægilegt fjár- magn á Kickstarter síðunni og ætti það að koma á markað á næsta ári. Þjófavörn í símanum BikeSpike þjófavörnin er nýjasta tækni í þjófavörn en tækið er fest á hjólið og sendir skilaboð í símann þinn sé eitthvað fiktað við hjólið. Það er að sjálf- sögðu staðsetningartæki í tækinu þannig að takist óprúttnum aðilum að stela hjólinu er auðvelt að senda lögreglunni stað- setninguna. Tækið mun koma í byrjun árs 2014 og kosta 130 dollara eða 16 þúsund krónur Sjálfrennihjól Margir íslendingar hafa látið breyta hjólinu sínu í rafmagnshjól en búnaðurinn er töluvert þungur og enn hálf klunnalegur. Flykly mótorinn er minni í ummáli og passar fyrir 26 og 29 tommu hjól. Segja framleiðendurnir að hjólið muni komast upp í rúmlega 33 kílómetra hraða á klukkustund og fari rúmlega 48 kílómetra á hleðslunni. Flykly er enn á hópfjármögnunarsíðunni Kick- starter en hefur náð markmiðinu sínu og verður sett í framleiðslu. Búist er við að fyrsta gjörðin muni koma í verslanir vestan hafs í maí á næsta ári og muni kosta 590 dollara eða 72 þúsund. TÆKNINÝJUNGAR LÉTTA LÍFIÐ HJÓLREIÐAR ERU ALLRA MEINA BÓT. HREYFING, ÚTIVERA OG ÞAÐ ER MUN ÓDÝRARA AÐ FARA Í VINNUNA Á HJÓLI EN Á BÍL NÚ ÞEGAR BENSÍNVERÐ ER Í HÆSTU HÆÐUM. HJÓLREIÐAR ERU EINN VINSÆLASTI FERÐAMÁTI HEIMSINS OG TÆKNIN HEFUR AÐ SJÁLF- SÖGÐU BANKAÐ ÞAR Á DYR. FJÖLMARGAR SPENNANDI NÝJUNGAR ERU AÐ KOMA Á HJÓLAMARKAÐINN, SUMAR Á FRUMSTIGUM – AÐRAR KOMNAR Í BÚÐIR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ljósadekk og gjarðir Revolights fyrirtækið hefur hannað dekk og gjarðir sem lýsa í myrkri og auka þannig sýnileika hjólreiðarmannsins. Í svarta skammdeginu hér á Íslandi er nauðsynlegt að sjást og vera með góð ljós. Tæknin er að- eins til á 27 tommu dekk, framljósin eru hvít og afturljósin rauð. Er þegar komið í framleiðslu og kostar 299 dollara eða 37 þúsund krónur en hægt er að fá bara framdekkið á 139 dollara sem samsvarar 17 þúsund krónum. Segulljós Magnetic lights passa allsstaðar á hjóla- grindina og kviknar á þeim um leið og þeim er smellt á. Að sama skapi slökknar á þeim þegar þau eru tekin af. Stílhrein og glæsileg en umfram allt lýsa þau vel. Dönsk hönnun sem gefur þeim ákveðin gæðastimpil enda hjóla Kaupmannahafn- arbúar út um allt. Væntanlegt á næsta ári. Pumpusæti BioLogic Post- Pump 2.0 er sæti sem er líka pumpa. Af hverju enginn hefur fund- ið það upp áður er hulin ráðgáta. Sætið á að passa á öll hjól og kostar 50 dollara eða rúmlega sjö þúsund krónur. Hjólahátalari Ef það er ekki nóg að hlusta á tónlistina í eyrunum þá er Turtle Shell hjó- lahátalarinn málið. Hægt er að tengjast sím- anum sínum eða iPodinum með Bluetooth tækninni og hlusta á tónlist á hjólinu sínu og það ansi hátt. Hver vill það ekki? Kostar 100 dollara sem er 12 þúsund krónur. Samanbrjótanlegur hjálmur Það er gríð- arlega mikilvægt að nota hjálm þegar hjólað er. Hjálmur hinsvegar tekur pláss enda stórt og mikið öryggistæki. Dahon Pango hjálm- urinn hefur ekki slakað á neinum öryggiskröfum en hefur tekist að gera hjálm sem hægt er að brjóta saman. Þannig kemst hann inn í skáp mun auðveldara. Hjálmurinn er þegar kominn í búðir og kostar 130 dollara eða 16 þúsund krónur. Kíkt í framtíðina í hjólreiðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.