Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 34
Flauta framtíð- arinnar Orp bjall- an, eða flautan, mun leysa af litlu sætu bjölluna sem varar gangandi vegfærendur við að hjólreiða- maður sé að koma. Orp bjallan er gríðarlega há og er einnig með sterkum ljóskastara á en bjallan eða flautan er hugsuð fyrir hjólreiðamenn sem hjóla með umferð- inni. Kemur á markað 2015. *Græjur og tækniTölvuleikurinn Minecraft hefur verið notaður í því skyni að auka skilning á sjálfbærni »36 Háþróað ljós See sense ljósið skynjar umhverfið og eykur eða minnkar birtu eftir þörf- um. Þá blikkar það ef bílar aka á móti og taka ekki háu ljósin af sem getur verið ansi pirrandi. Þróun ljóssins er komið vel á veg, það fékk nægilegt fjár- magn á Kickstarter síðunni og ætti það að koma á markað á næsta ári. Þjófavörn í símanum BikeSpike þjófavörnin er nýjasta tækni í þjófavörn en tækið er fest á hjólið og sendir skilaboð í símann þinn sé eitthvað fiktað við hjólið. Það er að sjálf- sögðu staðsetningartæki í tækinu þannig að takist óprúttnum aðilum að stela hjólinu er auðvelt að senda lögreglunni stað- setninguna. Tækið mun koma í byrjun árs 2014 og kosta 130 dollara eða 16 þúsund krónur Sjálfrennihjól Margir íslendingar hafa látið breyta hjólinu sínu í rafmagnshjól en búnaðurinn er töluvert þungur og enn hálf klunnalegur. Flykly mótorinn er minni í ummáli og passar fyrir 26 og 29 tommu hjól. Segja framleiðendurnir að hjólið muni komast upp í rúmlega 33 kílómetra hraða á klukkustund og fari rúmlega 48 kílómetra á hleðslunni. Flykly er enn á hópfjármögnunarsíðunni Kick- starter en hefur náð markmiðinu sínu og verður sett í framleiðslu. Búist er við að fyrsta gjörðin muni koma í verslanir vestan hafs í maí á næsta ári og muni kosta 590 dollara eða 72 þúsund. TÆKNINÝJUNGAR LÉTTA LÍFIÐ HJÓLREIÐAR ERU ALLRA MEINA BÓT. HREYFING, ÚTIVERA OG ÞAÐ ER MUN ÓDÝRARA AÐ FARA Í VINNUNA Á HJÓLI EN Á BÍL NÚ ÞEGAR BENSÍNVERÐ ER Í HÆSTU HÆÐUM. HJÓLREIÐAR ERU EINN VINSÆLASTI FERÐAMÁTI HEIMSINS OG TÆKNIN HEFUR AÐ SJÁLF- SÖGÐU BANKAÐ ÞAR Á DYR. FJÖLMARGAR SPENNANDI NÝJUNGAR ERU AÐ KOMA Á HJÓLAMARKAÐINN, SUMAR Á FRUMSTIGUM – AÐRAR KOMNAR Í BÚÐIR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ljósadekk og gjarðir Revolights fyrirtækið hefur hannað dekk og gjarðir sem lýsa í myrkri og auka þannig sýnileika hjólreiðarmannsins. Í svarta skammdeginu hér á Íslandi er nauðsynlegt að sjást og vera með góð ljós. Tæknin er að- eins til á 27 tommu dekk, framljósin eru hvít og afturljósin rauð. Er þegar komið í framleiðslu og kostar 299 dollara eða 37 þúsund krónur en hægt er að fá bara framdekkið á 139 dollara sem samsvarar 17 þúsund krónum. Segulljós Magnetic lights passa allsstaðar á hjóla- grindina og kviknar á þeim um leið og þeim er smellt á. Að sama skapi slökknar á þeim þegar þau eru tekin af. Stílhrein og glæsileg en umfram allt lýsa þau vel. Dönsk hönnun sem gefur þeim ákveðin gæðastimpil enda hjóla Kaupmannahafn- arbúar út um allt. Væntanlegt á næsta ári. Pumpusæti BioLogic Post- Pump 2.0 er sæti sem er líka pumpa. Af hverju enginn hefur fund- ið það upp áður er hulin ráðgáta. Sætið á að passa á öll hjól og kostar 50 dollara eða rúmlega sjö þúsund krónur. Hjólahátalari Ef það er ekki nóg að hlusta á tónlistina í eyrunum þá er Turtle Shell hjó- lahátalarinn málið. Hægt er að tengjast sím- anum sínum eða iPodinum með Bluetooth tækninni og hlusta á tónlist á hjólinu sínu og það ansi hátt. Hver vill það ekki? Kostar 100 dollara sem er 12 þúsund krónur. Samanbrjótanlegur hjálmur Það er gríð- arlega mikilvægt að nota hjálm þegar hjólað er. Hjálmur hinsvegar tekur pláss enda stórt og mikið öryggistæki. Dahon Pango hjálm- urinn hefur ekki slakað á neinum öryggiskröfum en hefur tekist að gera hjálm sem hægt er að brjóta saman. Þannig kemst hann inn í skáp mun auðveldara. Hjálmurinn er þegar kominn í búðir og kostar 130 dollara eða 16 þúsund krónur. Kíkt í framtíðina í hjólreiðum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.