Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 L íf mitt tók miklum breytingum fyrir rúmu einu og hálfu ári þegar ég horfðist í augu við þrá- hyggju í hausnum á mér sem kallast fíkn. Ég lærði að ég er með heilasjúkdóm sem heitir alkóhólismi. Eigum við að byrja þetta svona?“ segir Rúnar Freyr Gíslason leikari aðspurður hvað hann geti sagt blaðamanni um líf sitt síðustu árin. Bæði þennan part og svo fleiri. Rúnar Freyr er einn okkar þekktustu leikara á sviði og í sjónvarpi en hefur undanfarið vakið athygli fyrir vaska framgöngu í starfi sínu fyrir SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Hann hefur þar af eigin reynslu að miðla til sjúklinga sem sækja meðferð og stuðn- ing til SÁÁ og nú ætlar hann einnig að leyfa lesendum Morgunblaðsins að heyra af lífi, list og störfum og hvernig það var fyrir hann að átta sig á eigin vanda og taka á hon- um. Rúnar Freyr er hæfileikatól. Það er ekki úr lausu lofti gripið því allt frá því að hann fór að leika í mennta- skólasýningum Verslunarskóla Íslands er hægt að glugga í gamla leikdóma í dagblöðum þar sem skríbentar segja Rún- ar Frey efni í framtíðarleikara. Í einum leikdómnum er Gísli Marteinn félagi hans sagður fara með hlutverkið „ágætlega“ í stykkinu „Láttu ekki deigan síga Guðmundur“ en Rúnar Freyr er „eftirminnilegur“. Óþarfi kannski að stilla þeim félögum svona saman en það sleppur þó því æskuvinirnir úr Breiðholtinu urðu þekktir hvor á sínu svið- inu. Einhverjir voru þó sannfærðir um að Rúnar Freyr myndi fara út í stjórnmál, meðal annars blaðamenn sem sáu hann sigra í Morfís, Ræðukeppni framhaldsskólanna, tvö ár í röð. Þeir eru nokkrir vinirnir úr Hólahverfinu sem halda hóp- inn enn í dag en þeir bjuggu í einum hnapp sem pjakkar, í sömu blokkum jafnvel. Frá þeim hefur Rúnar Freyr alltaf notið stuðnings, einnig á ferð sinni um dýpri dalina, sem og sinni „ótrúlega umhyggjusömu fjölskyldu“ eins og hann orðar það sjálfur. „Æskuvinur minn, Pétur Marteinsson knattspyrnumaður, bjó í sömu blokk og ég. Sigurður Kári, fyrrverandi þing- maður, var einnig í sama húsi og Gísli Marteinn Bald- ursson bjó í blokkinni á móti. Við, ásamt nokkrum fleirum, hittumst vikulega og heyrumst oft þess á milli. Þetta er af- ar sterkt net fyrir mig og þessir frábæru drengir hafa reynst mér ótrúlega vel. Svo breytir miklu að vera heppinn með fjölskyldu.“ Kært með mæðginum Rúnar Freyr segist vera úr venjulegri millistéttarfjölskyldu í Breiðholti. Hann segir að væri hann barn í dag yrði hann greindur ofvirkur, en hann hafi þó verið fyrirmyndar- námsmaður þar sem hann hélt alltaf fullri athygli yfir námsbókunum. „Hegðaði mér vel en masaði of mikið,“ segir hann. „Við bjuggum fyrst í blokk, fluttum svo í raðhús og pabbi, Gísli Sigurðsson, er og var vinnuþjarkur af gamla skólanum – pípulagningameistari, sem byggði sitt hús sjálf- ur og vann frá morgni til kvölds. Góður og pottþéttur mað- ur sem hægt er að treysta. Mamma, Sigurrós Guðmunds- dóttir, ól okkur aðallega upp en hún er æðisleg; ótrúlega hlý og góð kona.“ Rúnar segir mikla kærleika með þeim. „Hún er þó með bein í nefinu þannig að maður komst ekki upp með neitt. Hún var fyrirmynd mín í öllu og ég tel mig afar líkan henni. Hún á einmitt afmæli eftir nokkra daga.“ Sem er einmitt í dag, 16. nóvember, og Rúnar Freyr er þarna nýbúinn að kaupa afmælisgjöfina þegar viðtalið er tekið. Rúnar Freyr fór í Versló og var ekki lengi að koma sér í hreinlega allt sem að félagslífinu sneri. Hvort sem það hét nemendamót, leiklist eða ræðumennska. Eftir útskrift tók við tveggja ára nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en í það nám innrituðust einnig félagar hans Gísli Marteinn og Ólafur Teitur Guðnason. Hann hafði sérstaklega gaman af heimspekilegum pælingum um stjórnmál. John Locke og Ritgerð um ríkisvald hafði mikil áhrif á hann – að fólk ætti það sem það gerði. Úr álögum FYRIR UM TVEIMUR ÁRUM FANN RÚNAR FREYR GÍSLASON LEIK- ARI AÐ ALLS STAÐAR VORU AÐ LOKAST DYR; Á VINNUSTAÐ, HJÁ FJÖLSKYLDU OG Í UMHVERFI HANS. HANN SEGIR AÐ ÞAÐ HAFI HJÁLPAÐ HONUM AÐ TAKA Á SÍNUM VANDA - AÐ FÓLK HAFI EKKI KÓAÐ MEÐ HONUM. Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.