Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013
S
ir Alex Ferguson hlýtur að vera búinn að átta sig á því að
hann hefði aldrei átt að leyfa Paul Pogba að fara frá
Manchester United. Pogba kom til liðsins frá Le Havre
árið 2009 og vissu stuðningsmenn Manchester United,
sem fylgjast með unglingaliðinu, að þarna færi framtíð-
arstjarna félagsins. En Fergie fann aldrei spilatíma fyrir ungstirnið
og þegar Juventus bauð honum samning stökk hann á tækifærið.
Hefur blómstrað þar á meðan miðja Manchester United hefur þótt
frekar veikburða. Phil Jones er látinn spila á miðri miðjunni þrátt
fyrir að vera lítill miðjumaður en stór skrokkur.
Pogba hefur farið á kostum með ítalska stórliðinu og skoraði um
síðustu helgi stórbrotið mark gegn Napólí. Fékk boltann fyrir utan
teig en móttaka hans var slök og boltinn skoppaði upp í loft. Í stað-
inn fyrir að fara á taugum ákvað Pogba að þruma boltanum að
marki og inn fór hann, framhjá Pepe Reina.
Umdeild félagaskipti til Englands
Pogba fæddist í Lagny-sur-Marne-hverfinu í París og eru bræður
hans, Florentin og Mathias, einnig atvinnumenn í fótbolta. Florentin
spilar með Sedan og Mathias með Crewe Alexandra. Foreldrar
þeirra eru frá Gíneu en settust að í París. Pogba var snemma álitinn
afburðaknattspyrnumaður og eftir að hafa verið fyrirliði hverfisliðs-
ins gekk hann í raðir Le Havre. Þá var hann kominn í U16 ára lið
Gömul kona frekar
en rauður djöfull
STUÐNINGSMENN MANCHESTER UNITED GRÁTA ENN AÐ HAFA MISST PAUL POGBA. UNITED
VANTAR MANN SEM ER STÓR OG STERKUR, KEMUR INN Í TEIGINN OG SKORAR NOKKUR MÖRK.
ÞEIR ÁTTU ÞANNIG MANN EN SIR ALEX GAF HONUM ALDREI TÆKIFÆRI. POGBA FÓR ÞVÍ
TIL JUVENTUS ÞAR SEM HANN HEFUR SLEGIÐ Í GEGN.
Það hafa margir franskir meistarar spilað í búningi Juventus; Zidane, Deschamps og auðvitað Platini.
Pogba fæddist 1993 og er
188 sentimetrar. Hann
hefur verið í frábæru
formi með Juventus það
sem af er tímabili.
Frakka. Arsenal, Juventus, Marseille og fleiri stórlið fylgdust
grannt með kauða, sem var bæði stór og sterkur miðað við aldur.
Það kom því ekki á óvart að hann skyldi semja við Manchester
United en það sem kom á óvart var hvernig hann samdi við félagið.
Le Havre hélt að félagið hefði verið með munnlegt samkomulag
ekki bara við drenginn sjálfan heldur einnig foreldra hans. Vegna
aldurs hans mátti franska félagið ekki gera atvinnumannssamning
við hann. United bauð hins vegar gull og græna skóga fyrir hvaða
fimmtán ára pilt sem er og samdi skriflega við Pogba. Le Havre
reyndi að fá félagaskiptabann á Man. Utd en FIFA samþykkti þá
beiðni ekki. Pogba varð því leikmaður Manchester United 8. október
2009.
Scholes dreginn á flot
Pogba var fljótur að stimpla sig inn í unglingaliðið og síðar varaliðið
en tækifærið kom aldrei með aðalliðinu. Ferguson færði hann upp í
aðalliðshópinn fyrir tímabilið 2011-2012 og sagði af því tilefni: „Ef
við höldum aftur af honum mun hann fara. Við verðum að gefa hon-
um tíma og tækifæri til að sjá hvernig hann stendur sig.“
Paul Scholes hafði hætt fyrir þetta tímabil og margir bjuggust við
að Pogba yrði eftirmaður hans á miðjunni. En í staðinn fyrir að gefa
ungum leikmönnum eins og Ravel Morrisson og Pogba tækifæri dró
Fergie Scholes aftur á flot þegar meiðslavandræði bönkuðu á dyr
* Stóru liðin hafa endurnýjaðáhuga sinn á Pogba og er hannverðlagður á 50 milljónir punda. Nú
er það franska landsliðið sem á hug
hans allan enda þarf það á kröftum
Pogba að halda til að komast á HM.
Ímynd franska landsliðsins er enn í
molum eftir síðasta HM, þar sem
leikmenn fóru í verkfall á miðju móti.
„Hann er betri en ég var á hans aldri. Aðeins tíminn mun leiða
í ljós hve langt hann mun ná en hann á möguleika á að eiga
frábæran feril.“ Patrick Vieira um Pogba.
Boltinn
BENEDIKT BÓAS
benedikt@mbl.is