Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 1
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Nelson Mandela, frelsishetja og fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lést á heimili sínu í Jóhannesarborg í gær, 95 ára gamall. „Ég heilsa ykkur öllum í nafni friðar, lýðræðis og frelsis til handa öllum. Ég stend frammi fyrir ykkur, ekki sem spámaður, heldur sem auðmjúkur þjónn ykkar, fólksins,“ sagði Mandela þeg- ar hann var látinn laus árið 1990, eftir 27 ára fangels- isvist en frelsun hans markaði þáttaskil í sögu suður- afrísku þjóðarinnar. „Þjóð okkar hefur misst sinn mikilfenglegasta son,“ sagði Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, þegar hann tilkynnti andlát Mandela í gær. „Það sem gerði Nelson Mandela mikilfenglegan er nákvæmlega það sem gerði hann mannlegan,“ sagði hann. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði að Mandela hefði verið innblástur frið- arhreyfinga úti um allan heim og Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, sagði að hann hefði verið hugdjarfur og innilega góður. »27 Nelson Mandela látinn EPA Frelsishetja Barack Obama sagði í gær að Mandela hefði tekið söguna í hendur sér og sveigt boga hins siðræna heims í átt að réttlæti. Leiðtoginn hefði fórnað sínu frelsi fyrir frelsi annarra. F Ö S T U D A G U R 6. D E S E M B E R 2 0 1 3  284. tölublað  101. árgangur  Spennandi leikur á www.jolamjolk.is dagar til jóla 18 ALFREÐ BESTI ÞJÁLFARI HEIMS TÓNLEIKAR OG NÝ PLATA SKRAUTLEGUR HUGARHEIMUR KRISTÍNAR ÁRNI HEIÐAR 48 SÖGUPERSÓNUR 10HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR ÁRA STOFNAÐ 1913 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nærri lætur að á þessu ári og áfram á næstu mánuðum verði unn- ið hér á landi að verkefnum fyrir einn og hálfan milljarð króna við hönnun og smíði tækja og búnaðar í tvö frystiskip sem eru í smíðum í Tyrklandi. Mörg íslensk fyrirtæki koma að verkefnunum og eiga þau öll það sameiginlegt að hafa staðist alþjóðlega samkeppni hvað varðar verð, gæði og tækni. Sum þessara verkefna eru mjög mannaflsfrek, en önnur kalla frekar á tæknivinnu og lausnir. Skilar okkur áfram í þróun og nýsköpun Um er að ræða tvo frystitogara sem verið er að smíða rétt við Ist- anbúl. Annað skipanna er í eigu UK Fisheries í Bretlandi, sem er í helmings eigu Samherja á Ak- ureyri. Hitt skipið er smíðað fyrir þýskt fyrirtæki, en eigendur þess eiga jafnframt helming í UK Fis- heries á móti Samherja. Kristján Vilhelmsson, útgerð- arstjóri Samherja, er annar tveggja verkefnisstjóra við smíði skipanna. Hann segir að það sé vissulega ánægjulegt að íslensk fyrirtæki fái verkefni tengd þessari skipasmíði. Þau skipti miklu máli fyrir fyr- irtækin og fólkið sem þar starfar. „Það skiptir miklu máli fyrir sjáv- arútveg, það er fiskveiðar og fisk- vinnslu að öflugur þjónustuiðnaður sem tengist útgerð og fiskvinnslu sé til staðar á Íslandi,“ segir Kristján. „Meðan við getum sótt trausta vöru, nýjungar, þróun og þjónustu í þessi íslensku fyrirtæki þá er það mikill ávinningur. Slíkt skilar okkur áfram í þróun og nýsköpun, sem skilar sér síðan margfalt til baka í verðmætum, sem landið nýtur góðs af.“ M Sterk og samkeppnishæf »16 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Handtök Sigurður Lárusson og Hjálmar Björnsson í Slippnum á Akureyri í gær. Þar er unnið við smíði á vinnslulínu o.fl. í tvo erlenda frystitogara. Mörg fyrirtæki með stór verkefni  Unnið fyrir 1,5 milljarða króna við hönnun og smíði tækja og búnaðar í tvö er- lend frystiskip  Standast alþjóðlega samkeppni hvað varðar verð, gæði og tækni  Ríkisstjórnin nýtur stuðnings rétt ríflega helmings svarenda sem af- stöðu taka í nýrri netkönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands, sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Af þeim sem tóku af- stöðu sögðust 50,3% styðja rík- isstjórnina en 49,7% sögðust ekki gera það. Könnunin var gerð eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum voru kynntar. »4 Um helmingur styð- ur ríkisstjórnina Styður þú ríkisstjórnina?* *Netkönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 1.-3. desember. Vikmörk voru 3,3%. JáNei 50,3%49,7% Nýr línuhraðall Landspítalans verður væntanlega tekinn í notkun eftir miðjan desember. Í næstu viku munu sérfræðingar frá framleið- andanum kenna starfsfólki spít- alans á tækið. Gangi allt að óskum er reiknað með að fyrsti sjúkling- urinn verði meðhöndlaður í línu- hraðlinum í vikunni þar á eftir. Er- lendu sérfræðingarnir verða þá starfsfólki spítalans til aðstoðar. „Við byrjum rólega,“ sagði Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geisla- meðferðar krabbameina á Land- spítalanum. Til að byrja með verð- ur línuhraðallinn notaður við hefðbundna meðferð. Jakob á von á að línuhraðallinn verði kominn í fulla notkun í febrúar nk. »22 Nýi línuhraðallinn fer brátt í notkun AFP Syrgja Suður-Afríkubúar söfnuðust saman fyrir utan heimili Mandela í gær, til að syrgja „föður þjóðarinnar“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.