Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra setti formlega söfnunarátakið „Græn framtíð farsíma.“ Gamlir og bilaðir símar í skúffum og geymslum geta fengið framhaldslíf um leið og landsmenn styrkja gott málefni. Græn framtíð, Pósturinn og Síminn standa að söfnunarátak- inu. Söfnunarpokar verða sendir inn á öll heimili landsins á næstu dögum á vegum Póstsins og er fólk hvatt til að finna gamla síma, setja í poka og skila þeim til sölustaða Símans. Á pokanum má merkja við málefni sem fólk vill styrkja og all- ur ágóði rennur óskiptur til þess fé- lags sem fólk kýs. Málefnin eru: Hjálparsími Rauða krossins 1717, Samhjálp, Skógræktarfélag Ís- lands, Stígamót eða annað félag sem fólk kýs. Átakið stendur dag- ana 6. til 16. desember. Græn framtíð mun sjá um að koma öllum símununum í endur- vinnslu og endurnýtingu. Gamlir símar fá framhaldslíf ADHD samtökin fagna 25 ára af- mæli í ár og af því tilefni fengu allir starfsmenn grunnskóla á landinu, rúmlega 7 þúsund manns, bækling- inn „ADHD utan skólastofunnar“ Bæklingurinn er ætlaður öllu starfsfólki skóla, til þess að skilja betur hegðun og líðan barna og unglinga með ADHD og hvernig hægt er að styðja þau og styrkja, segir í tilkynningu. Börn og unglingar með ADHD eiga oft mjög erfitt í aðstæðum ut- an hefðbundinnar skólastofu, eins og t.d. í frímínútum, á göngum, í matsal, búningsklefum, íþróttum, opnum rýmum, vettvangsferðum o.s.frv. þar sem umhverfi og að- stæður eru ekki eins skipulagðar og fyrirsjáanlegar. Starfsmenn grunn- skólar fá bækling Hópur áhugamanna um bætt mann- líf í Vesturbænum og á Seltjarn- arnesi hefur komið á fót flóamark- aði á Eiðistorgi í samstarfi við bæjaryfirvöld. Eiðistorg hefur ver- ið endurnýjað að undanförnu og nú er allt til reiðu til að skapa skemmtilega markaðsstemningu. Næsti markaður verður haldinn á morgun, laugardaginn 7. desem- ber. Rúmlega 40 básar verða á markaðinum þar sem boðið verður uppá fjölbreytt úrval af vörum. Flóamarkaður á Eiðistorgi á morgun STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Hér greinast fleiri karlmenn með krabbamein á hverju ári heldur en konur. Það deyja líka færri konur á Íslandi vegna krabbameins heldur en karlar. Samt er ekkert skipulagt forvarnastarf vegna krabbameins í karlmönnum,“ sagði Jóhannes V. Reynisson, stofnandi Bláa naglans. Hann benti einnig á að samkvæmt krabbameinsskráningu deyi fleiri ís- lenskir karlar vegna krabbameins í æxlunarfærum en konur og eru þá meðtalin andlát kvenna sem rekja má til brjóstakrabbameins. Jóhannes sagði að skipulegar for- varnir gegn leghálskrabbameini hefðu byrjað hér árið 1964, fyrir bráðum hálfri öld. Þetta forvarna- starf hafi skilað miklum árangri og orðið fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Á sama tíma hafi ekki verið skipulagð- ar neinar sambærilegar krabba- meinsforvarnir fyrir íslenska karl- menn. Hann kvaðst hafa rætt þetta við lækna og sagði að þeir væru sam- mála sér. Karlar eru illa upplýstir „Tökum blöðruhálskrabbamein sem dæmi. Það er ekkert gert skipu- lega í að leita að því,“ sagði Jóhann- es. Krabbamein í blöðruhálskirtli var algengasta krabbameinið hjá ís- lenskum körlum á árunum 2007- 2011. Hann sagði að mörgum þætti skrítið að körlum skuli ekki vera boðið með skipulegum hætti að fara í PSA-mælingu, en hún getur gefið vísbendingu um hvort blöðruháls- kirtilskrabbi sé til staðar. „Karlmenn eru almennt mjög illa upplýstir um PSA-mælingar og blöðruhálskrabbamein. Það vantar upplýsingar um afleiðingar þess að fara í geislameðferð, lyfjameðferð eða skurðaðgerð vegna blöðruháls- krabbameins. Líka hvað gerist eftir aðgerðina. Það er ekkert verið að fræða karlmenn skipulega um það. Þeir eiga alveg eins rétt á forvörnum gegn krabbameini og kvenfólkið,“ sagði Jóhannes. „Ég hef hitt fullt af mönnum sem eru í bullandi þung- lyndi út af þessu. Þeir hafa greinst með blöðruhálskrabba og farið í að- gerð. Þeir eru lausir við krabbann en það er komið nýtt vandamál. Þetta er ekki einfalt mál.“ Söfnun Bláa naglans Jóhannes gekk sjálfur í gegnum krabbameinsmeðferð og þekkir því vel kjör krabbameinssjúklinga. Hann stofnaði Bláa naglann, sem hefur barist gegn blöðruhálskrabba- meini og safnað fé til kaupa á línu- hraðli fyrir Landspítalann. Söluátak Bláa naglans hófst á sumardaginn fyrsta 2012. Því var hrint af stað í kjölfar samnefndrar heimildarmyndar um glímu Jóhann- esar við blöðruhálskrabbamein. Nú er búið að texta heimildarmyndina á ensku og þýsku, í lok desember kem- ur myndin einnig með frönskum og spænskum texta og í mars með rúss- neskum og arabískum skýringar- texta. Söfnuninni er ekki að fullu lokið og er unnið að því að innheimta söfn- unarloforð og vefsíða söfnunarinnar (www.blainaglinn.is) er enn opin. „Söfnunin mun væntanlega skila um 19 milljónum á þessu ári,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að söfnunar- fénu yrði skilað í tvennu lagi. Fyrri greiðslan kemur á næstu dögum og sú síðari fyrir áramótin. Peningarnir verða lagðir inn á söfnunarreikning hjá Landspítalanum. Nánari upplýs- ingar um það verða birtar á mánu- daginn kemur. Næsta söfnunarátak „Ég ætla að halda áfram að vekja athygli á forvörnum fyrir karlmenn vegna krabbameins,“ sagði Jóhann- es. Hann sagði að næsta stóra söfn- unarátakið hlyti að verða skurð- stofuþjarki (robot) fyrir Landspítalann. Tækið muni auð- velda mjög nákvæmnisskurðlækn- ingar, meðal annars við aðgerðir vegna blöðruhálskrabbameins. Ekkert forvarnastarf fyrir karla  Jóhannes V. Reynisson, stofnandi Bláa naglans, vill að íslenskir karlar fái að njóta skipulags for- varnastarfs gegn krabbameini  Hann bendir á að fleiri karlar veikist af krabbameini en konur Morgunblaðið/RAX Blái naglinn Jóhannes V. Reynisson, stofnandi Bláa naglans, hefur staðið fyrir söfnun til tækjakaupa fyrir Land- spítalann. Nú er nýr línuhraðall í sjónmáli og næst vill Jóhannes safna fyrir skurðstofuþjarki (robot). Krabbamein kynjanna » Á árabilinu 2007 til 2011 greindust að meðaltali 739 karlar og 685 konur með krabbamein á hverju ári, sam- kvæmt Krabbameinsskrá Ís- lands. » Á þessu sama árabili greind- ust 214 karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli og 202 konur greindust með brjósta- krabbamein. » Í árslok 2011 var 11.841 Ís- lendingur á lífi sem greinst hafði með krabbamein, 5.228 karlar og 6.613 konur. Stefnt er að því að Þjóðkirkjan af- hendi söfnunarfé til kaupa á nýjum línuhraðli Landspítalans undir lok þessa mánaðar. Blái naglinn og Framför, krabbameinsfélag karla, hafa einnig safnað. Einstaklingar hafa einnig lagt sitt af mörkum. Guðrún Ísleifs- dóttir safnaði einni milljón króna á Facebook og hefur afhent hana. Maður sem var í meðferð á Land- spítalanum gaf hálfa milljón. Fólk hefur einnig safnað í tengslum við af- mæli sín. Jakob Jó- hannsson yf- irlæknir sagði að sér kæmi ekki á óvart ef söfn- unarféð næmi samtals tugum milljóna þegar upp yrði staðið. Nemur líklega tugum milljóna MARGIR HAFA SAFNAÐ FÉ TIL KAUPA Á NÝJUM LÍNUHRAÐLI Jakob Jóhannsson Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Hönnun: Jahn Aamodt Stóll + skemill kr. 379.000 NÚ Á JÓLATILBOÐI STÓLL + SKEMILL kr. 315.000 TIMEOUT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.