Morgunblaðið - 06.12.2013, Page 42

Morgunblaðið - 06.12.2013, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Það er ým-islegtbetra en að eiga afmæli í prófum. Svo fær maður líka yf- irleitt saman af- mælis- og jóla- gjafir. Fyrirfram meira að segja. Í fyrra fékk ég úlpu. Og upp í þvottavél. Mér finnst því sanngjarnt að ég kaupi mér viskí í afmælisgjöf,“ segir Hermann Hermannsson. „Þetta var allt í lagi þegar ég var í MA, þá voru prófin allt- af eftir jól. Þá tók maður bara góða lotu eftir jólafríið, þannig að desember var ljúfur. Það var því svolítil að- lögun að fara í Háskóla Íslands.“ Hermann lauk BA-gráðu í mann- fræði í vor, en stundar nú nám í mannauðsstjórnun. Hann flutti til Akureyrar til að sækja Menntaskólann á Akureyri, en býr nú í Reykjavík. Hermann og kærasta hans, Sunna Guðný Högnadóttir, eiga dótturina Arndísi, sem verður tíu mánaða gömul á morgun. Hermann fer í próf í dag sem lýkur klukkan fjögur. „Sunna fer að vinna þá þannig að ég fæ mér örugglega einn bjór á Stúdentakjall- aranum eftir prófið og fer svo heim, elda og svæfi dömuna. Þannig að ég ætla bara að hafa það náðugt.“ Hann á ekki von á heimsókn frá foreldrum sínum úr Stykkishólmi. Móður sína segir hann hins vegar hafa verið hjá þeim síðustu tvær helgar til að líta eftir dóttur þeirra meðan þau sinna námi. „Það er lúmskur kostur að vera upp- tekinn á afmælisdaginn – í fyrra varð svona hálfgerð innrásarveisla. Ég nenni aldrei að halda veislur sjálfur, en það vildu svo margir koma til mín þennan dag og ég gat ekki neitað því, þannig að ég varð bara að halda eitthvert kaffiboð.“ gunnardofri@mbl.is Hermann Hermannsson er 24 ára í dag Innrásarveisla á afmælisdaginn Upp í loft Hermann Hermannsson og dóttir hans, Arndís. Hún verður tíu mánaða á morgun. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Írena Mist fæddist 29. mars kl. 9.10. Hún vó 3.582 gr og var 49 cm löng Foreldrar hennar eru Ásdís Gunn- arsdóttir og Sigurður Steinberg Stefánsson. Nýr borgari M atthías fæddist á Landspítalanum 6.12. 1973 en ólst upp á Seltjarn- arnesinu: „Þegar ég var níu ára flutti fjölskyldan til Tallahassee í Florída í Bandaríkjunum. Þar stunduðu foreldrar mínir framhaldsnám en ég nam við Lillian Ruediger Elementary School hjá fröken Wilson. Sú reynsla kom mér ansi vel enda naut ég þess að hafa bæði mjög elskulegan en jafnframt agaðan kennara sem hafði þá föstu reglu að hafa stafsetning- arpróf í hverri viku. Sú þekking hefur reynst mér vel í því al- þjóðlega umhverfi sem ég nú starfa.“ Matthías var einnig í Ísaks- skóla, Mýrarhúsaskóla, Valhúsa- skóla og Tjarnarskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1993. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og MSc.-prófi í hagfræði frá Co- penhagen Business School árið 2002. Eignuðust danska tvíbura! „Við Saga fórum til Kaup- mannahafnar í framhaldsnám og vorum þar búsett í fimm ár. Þar eru tvíburarnir okkar fæddir á Ríkisspítalanum og virðast hafa sterkar taugar til Danmerkur, þrátt fyrir ítrekaðar útskýr- ingar foreldranna þess efnis að þeir séu Íslendingar en ekki Danir.“ Áður en Matthías hóf nám í Kaupmannahöfn starfaði hann við greiningardeild Kaupþings á Íslandi. Að loknu hagfræðinámi var Matthías lánasérfræðingur í málefnum fjármálafyrirtækja hjá HSH Nordbank í Kaup- mannahöfn og síðar við- Matthías H. Johannessen, framkvæmdastjóri hjá Actavis – 40 ára Fjölskyldan Matthías og Saga, tvíburarnir Haraldur og Daníel, Tómas og Eva. Fjölskyldumaður og vinsamlegur húmoristi Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.