Morgunblaðið - 21.12.2013, Side 14

Morgunblaðið - 21.12.2013, Side 14
Tillögur verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða útbúið tillögu að flokkun virkjunarkosta og óskar nú eftir umsögnum um tillöguna í samræmi við 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Tillöguna og fylgigögn má nálgast á vef áætlunarinnar, www.rammaaaetlun.is. Umsagnarferlið mun standa til miðnættis miðviku- daginn 19. mars 2014. Umsögnum má skila á net- fangið rammaaaetlun@rammaaaetlun.is, í bréfapósti til starfsmanns verkefnisstjórnar, Herdísar Schopka, í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, IS-101 Reykjavík, eða á vef áætlunarinnar á þar til gerðum umsagnarvef sem mun verða opnaður í byrjun mars 2014. Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi Á aðventunni blómstrar tónlistin, sem aldrei fyrr. Tónlistarskóli Húnaþings vestra heldur fjölmarga tónleika, enda með starfsstöðvar á þremur stöðum í héraðinu, á Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri. Skólinn er með yfir 100 nemendur, eða um tíunda hluta hér- aðsbúa.    Karlakórinn Lóuþrælar hélt jólatónleika á Borðeyri og Hvamms- tanga, sem Landsbankinn á Hvammstanga styrkti og bauð hér- aðsbúum ókeypis aðgang. Kórinn er að gefa út geisladisk, sem boðinn verður til sölu á nýju ári. Kórinn stefnir að ferð til Ítalíu í sumar, en hann hefur áður farið í söng- og menningarferðir til Kanada og Fær- eyja.    Kirkjukór Hvammstanga varð 70 ára þann 8. des, stofnaður af Sigurði Birkis, þáverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Í tilefni afmælisins bauð kórfélagið núverandi og fyrr- verandi félögum til veglegs kaffi- samsætis í safnaðarheimili Hvammstangakirkju. Kórinn heldur síðan tónleika í kirkjunni 27. des með góðum gestum.    Vegamót hringvegar 1 og Hvammstangabrautar voru upplýst nú í nóvember. Rætt hefur verið um þessa framkvæmd um árabil, en ekki komist á fyrr en nú. Yfir tutt- ugu ljósastaurar voru settir upp og lýsa vel þessi fjölförnu gatnamót. Þetta verður að kalla góða sam- göngubót, enda er þarna skiptistöð Strætó fyrir farþega til Hvamms- tanga og Miðfjarðar. Rarik lagði raf- streng á svæðið, samtímis því að taka niður loftlínu frá Laugarbakka yfir hálsinn til Múla og hluta til Hvammstanga. Fróðlegt verður að sjá, hvernig lýsingin kemur út, þeg- ar slæmar hríðar ganga yfir svæðið.    Það hefur ekki farið fram hjá Vestur-Húnvetningum að mikið mannvirki er í byggingu á Miðdeg- ishól, sem er nýbýli úr landi Lækja- móta í Víðidal. Þar er í dag orðin fokheld stórbygging, um 2.700 fer- metrar, sem verður hestamiðstöð. Framkvæmdir hófust snemma sl. sumar og hafa tugir Húnvetninga haft þarna mikla vinnu, aðallega við smíðar og jarðvinnu.    Reiðhöllin er um 1.200 fm og einnig er þarna hesthús, starfs- mannaaðstaða og þjónustuhús. Þá er mikið og vandað útisvæði, reiðvöllur og önnur aðstaða. Tveir smiðir ehf. eru aðalverktakar við bygginguna, en hönnun annaðist Ráðbarður sf. á Hvammstanga. Starfsemi mun hefj- ast síðar í vetur.    Annatími er nú hjá sauð- fjárbændum, hrútabókin aðallesning og spáð og spekúlerað um þau fræði öll. Almennt eru hrútar settir í hjörðina nú um 20. des og á þá sauð- burður að hefjast um 10. maí. Vest- ur-Húnavatnssýsla telst með bestu sauðfjárræktarhéruðum landsins og eru nokkrir bændur hér í topp 20 yf- ir landið.    Fréttaritari óskar lesendum Morgunblaðsins gleðilegrar jólahá- tíðar. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Reiðhöll Hestamiðstöðin á Miðdegishól er mikið mannvirki sem hefur verið í byggingu frá því snemma í sumar. Samgöngubót þegar gatnamót voru upplýst Kaj Egede, ræðis- maður Íslands á Græn- landi, lést í Qaqortoq 11. desember síðast lið- inn. Kaj Egede var 62 ára þegar hann lést. Hann var fyrrverandi ráðu- nautur og tilraunastjóri í landbúnaði á Suður- Grænlandi og síðar þingmaður og ráðherra í grænlensku lands- stjórninni. Hann hafði náið samstarf við Ís- lendinga um margra ára skeið, meðal annars við rannsóknir á beitilöndum og möguleika til landbúnaðar á Suður- Grænlandi. 1976 samdi Jonathan Motzfeldt við stjórnvöld á Íslandi um að Ísland tæki þátt í rannsókn- um á sauðfjárhögum á Grænlandi og var Kaj Egede umsjónarmaður verkefnisins af Græn- lands hálfu. Kaj Egede tók virk- an þátt í stjórnmálum. Hann var þingmaður 1991-1995, landbún- aðarráðherra í lands- stjórninni 1987-1991 og ráðherra sjávar- útvegsmála og iðnaðar 1991-1992. Hann var formaður landbún- aðarnefndar 1993- 2008. Kaj Egede var auk þess í bæjarstjórninni í Qaqor- toq, síðar Kujalleq, frá 2005 og var stjórnarformaður Tele Grænland 2003-2010. Hann var jarðsettur 18. desember. Andlát Kaj Egede Hágæða LED útiseríur www.grillbudin.is Frá Svíþjóð 120 ljós 180 ljós 40 ljós 80 ljós 120 ljós 200 ljós 240 ljós 300 ljós 1000 ljós LED LED VELD U SEM E NDAS T OG Þ Ú SPAR AR JÓLA LJÓS Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Opið 11-16 laugardag og 13-16 sunnudag LED 50 ljós 100 ljós 120 ljós 150 ljós 200 ljós 300 ljós 1000 ljós10 og 20 ljósGamaldags Komdu og fáðu ráðleggingar 30% afsl áttu r af jóla ljós um Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Útlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur og tekur samningur- inn gildi í janúar næstkomandi. Hann er „liður í hlutverki stjórn- valda í að tryggja þjónustu við hæl- isleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum,“ segir í tilkynningu frá Reykjavík- urborg. Í samningnum er gert ráð fyrir að borgin taki að sér þjónustu við allt að 50 hælisleitendur en þjónustan felst m.a. í húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum. Einn annar samningur af þessu tagi er í gildi, við Reykjanesbæ, en hann verður endurnýjaður öðrum hvorum megin við áramót, að sögn Kristínar Völ- undardóttur, forstjóra Útlendinga- stofnunar. „Við erum bara búin að ganga frá þessum tveimur samningum en síð- an hefur Kópavogsbær sýnt áhuga,“ segir Kristín. Viðræður séu þó ekki hafnar við bæjarfélagið. „Við erum opin fyrir öllu en þetta er spurning um framboð og eftirspurn og mín sýn á þetta er, að ef hælisleitendum fjölgar þá sé æskilegt að þeim mun fleiri sveitarfélög komi að þessu,“ segir hún. Kristín segir að það stefni í að fjöldi hælisleitenda 2013 verði á bilinu 170-180. Hún segir að tvö til fjögur sveitarfélög ættu að geta sinnt þeim fjölda en endurskoða þurfi þjónustuþörfina eftir því hve margir sækja um hæli. Samningurinn við Reykjavíkur- borg er öðruvísi upp settur en gamli samningurinn við Reykjanesbæ, sem verður endurnýjaður til sam- ræmis við Reykjavíkursamninginn. „Þarna erum við að setja inn auknar skyldur Útlendingastofnunar og sveitarfélagsins, skýra betur það sem hefur verið í verklagi hjá okk- ur. Þetta er betra vinnuplagg,“ seg- ir Kristín. Hún segir að enn eigi eftir að ganga frá því hversu mörgum hæl- isleitendum Reykjanesbæ verði skylt að taka við samkvæmt nýja samningnum en þeir verði líklega á bilinu 50-70. Borgin þjónustar hælisleitendur  Nýr samningur betra vinnuplagg  Kópavogsbær hefur sýnt áhuga Kristín Völundardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.