Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 „Gallexier bjargvættur jólanna“ Nú getur maður leyft sér meira en bara dreyma um jólamatinn!!! Gallexier er sérhönnuð jurtablanda frá Salus sem hjálpar líkamanum við meltingu á feitum og þungummat og heldur meltingunni gangandi. Þrátt fyrir að borða alltaf passlega þá er oft á boðstólummatur sem líkaminn er ekki vanur og ræður ekki svo auðveldlega við að melta. Lausnin er komin ef þú tekur 20 ml af Gallexier fyrir máltíð og/eða 20 ml strax eftir máltíð þá örvast meltingin og þér líður betur fljótt. Jurtirnar í þessari blöndu, eru vatnslosandi, örva meltingu og hjálpa einstaklega vel við niðurbrot á fitu í fæðunni. Njóttu jólanna og matarins, láttu þér líða vel alltaf. Nánar áwww.heilsa.is hljomsyn.com Módel 2014 Verð frá 37.000.- Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið alla daga til jóla til kl. 20.00 Sunnusjóður afhendir árlega styrki sem nýttir eru til kaupa á náms- og þjálfunartækjum handa fjölfötluðum námsmönnum. Að þessu sinni fékk Fjölmennt styrk úr sjóðnum til að þróa og efla boðskiptakennslu með iPad fyrir hóp fjölfatlaðra nemenda. Í tilkynningu frá Sunnusjóði segir, að hjá Fjölmennt hafi verið boðið upp á námskeið um notkun iPad sem boðskiptatækis fyrir fatlaða. Stöðugt sé verið að þróa námskeiðið og útbúa kennslu- gögn og hafi sýnt sig að iPad sé stórkostlegt tæki til boðskipta fyrir fatlað fólk. Frá byrjun hafi þetta námskeið verið vel sótt og Fjölmennt þurft að fjölga kennslutímum til að anna eft- irspurn. Verkefnastjóri á vegum Fjölmenntar hafi auk þess annast ráðgjöf til þeirra sem vinna við aðstoð og umönnun fjölfatlaðra. Sunnusjóður var stofnaður árið 1984 til að bæta aðstæður til kennslu og örvunar fjölfatlaðra barna á grunnskólaaldri og stuðla að áframhaldandi lík- amlegum og andlegum þroska þeirra. Hjónin Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Sverrir Sigurðs- son stofnuðu sjóðinn í nafni Ingi- bjargar Sunnu Vilhjálmsdóttur, dótturdóttur þeirra. Árlegt ráð- stöfunarfé sjóðsins er um 1,5 milljónir króna og hefur sjóð- urinn getað veitt umtalsvert fé í styrki til tækjakaupa, starfs- menntunar kennara eða á annan hátt bætt aðstæður fjölfatlaðra til þroska. Fyrr á þessu ári afhenti Sunnu- sjóður skynörvunarbúnað til Fjöl- brautaskólans í Ármúla til notk- unar í kennslu fyrir fjölfatlaða nemendur á sérnámsbraut FÁ. Kökudropar í Sunnusjóð Á sínum tíma var ákveðið að láta einkaleyfisgjald af átöppun kökudropa renna í Sunnusjóð. Þetta breyttist ekki þegar Katla matvælaiðja tók árið 1995 við framleiðslu kökudropanna af ÁTVR. Fram kemur í tilkynn- ingu, að í hvert sinn sem bakað er á Íslandi og kökudroparnir frá Kötlu notaðir, renni nokkrar aur- ar í sjóð handa þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Með lið- sinni Kötlu hafi sjóðurinn eflst og honum tekist að stuðla að veru- legum endurbótum á aðstæðum til að stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan og þroska fjöl- fatlaðra einstaklinga bæði meðan á skólagöngu stendur og eftir brautskráningu þeirra úr grunn- skóla. Afhending Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var viðstaddur styrk- veitinguna ásamt fulltrúum Sunnusjóðs, Fjölmenntar og Ingibjörgu Sunnu. Fjölmennt fékk góðan styrk úr Sunnusjóði Boðið verður upp á stærsta pott Ís- landssögunnar í Getraunum í dag þegar áætluð vinningsupphæð er 390 milljónir króna fyrir 13 rétta á enska getraunaseðlinum. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að þar sem vinningsupphæð fyrir 10 rétta gekk ekki út síðasta laugardag hafi 66 milljónir bæst við 13 rétta og ætti vinningsupphæðin að vera um 195 milljónir. Í tilefni jólanna hafa Getraunir og sænsku getraunirnar ákveðið að tvöfalda þá upphæð þannig að áætl- aður vinningur fyrir 13 rétta er 390 milljónir króna. Stærsti getrauna- pottur frá upphafi Enski boltinn Gylfi Þór Sigurðsson, Tott- enham og Alou Diarra, West Ham, kljást. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum; Framsýn, Starfsmannafélag Húsa- víkur og Þingiðn, í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík, færðu Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga veglega gjöf í gær. Um er að ræða Icare augnþrýstimæli. Nýja tækið kemur í staðinn fyrir úrelt tæki sem er orðið yfir 20 ára gamalt. Tækið kostar tæpar 800 þúsund krónur. ICARE pro tonometer er not- aður til að mæla augnþrýsting en hækkaður augnþrýstingur er eitt helsta einkenni gláku. „Tækið er auðvelt í notkun, rannsóknin er fljótleg og auðveld fyrir sjúkling- inn og tækið gerir starfsfólki auð- velt að greina hækkaðan augn- þrýsting. Líkur á gláku aukast með hækkandi aldri og einnig eru auknar líkur á gláku ef gláka ligg- ur í ættum. Tækið mun auðvelda greiningu gláku á frumstigi og þannig koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla gláku ss. skerta sjón eða jafnvel blindu,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélögunum. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum gáfu heil- brigðisstofnuninni nýjan augnþrýstimæli Ljósmynd/Framsýn Gjöf Aðalsteinn Á. Baldursson og Jón Helgi Björnsson féllust í faðma við afhendinguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.