Morgunblaðið - 21.12.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.12.2013, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Ungir gestir skoða jólasvein og fleira fallegt fólk á sýn- ingunni „Bin ich schön?“ (Er ég falleg/ur?) í póst- og fjarskiptasafninu í Berlín. Á vefsíðu þess kemur fram að safnið var stofnað árið 1872 og er elsta póstsafn í heiminum. Markmiðið með sýningunni er að vekja fólk til um- hugsunar um fegurðina og velta fyrir sér spurningum á borð við: hver eða hvað er fallegt? Er það sem er fallegt líka gott? Á sýningunni eru meðal annars tæki sem gestir geta notað til að breyta andliti fólks og röddum í samræmi við eigin fegurðarsmekk, að því er fram kemur á vefsíðu safnsins, mfk-berlin.de. AFP Hver eða hvað er fallegt? Þing Úganda samþykkti í gær um- deilt frumvarp um stórhert viðurlög við samkynhneigð. Í frumvarpinu er m.a. ákvæði um að dæma megi samkynhneigða í lífstíðarfangelsi í sumum tilvikum, m.a. ef þeir hafa mök við fólk undir lögaldri eða ef þeir hafa smitast af HIV-veirunni. Þingmaður, sem lagði frumvarpið fram, David Bahati, hafði lagt til að brot á lögunum gæti varðað dauða- refsingu, en fallið var frá þeirri til- lögu. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að það geti varðað fangelsi að láta hjá líða að kæra þá sem brjóta lögin um bann við samkynhneigð. „Þetta er sigur fyrir Úganda,“ sagði Bahati í viðtali við AFP. „Við erum guðhrædd þjóð og virðum allt líf sem Guð skapaði. Það er vegna þessara gilda sem þingmenn hafa samþykkt þetta frumvarp.“ Frumvarpinu mótmælt Mannréttindasamtök og stjórn- málamenn víða heim, þ. á m. Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti, hafa mótmælt frumvarpinu. Til að frum- varpið verði að lögum þarf forseti Úganda að staðfesta það. Algengt er að samkynhneigt fólk sé ofsótt í Úganda. David Kato, sem barðist fyrir réttindum sam- kynhneigðra, var barinn til bana á heimili sínu árið 2011 eftir að dag- blað birtir myndir og upplýsingar um samkynhneigða Úgandamenn. Vilja hert lög um samkyn- hneigð Mikil mildi þykir að fleiri skyldu ekki hafa slasast alvarlega þeg- ar þak Apollo- leikhússins í London hrundi í fyrrakvöld. Um 76 manns slösuðust, þar af sjö alvar- lega og tveir voru enn á sjúkrahúsi í gær. Leikhúsið er 112 ára gamalt. Yfirvöld rannsökuðu í gær hvað olli því að þakið hrundi. Ausandi rign- ing var og eldingum laust niður í London þegar þakið gaf sig. Öryggi allra gamalla leikhúsa í borginni var kannað í gær í varúðarskyni, að sögn breska ríkisútvarpsins. BRETLAND Mikil mildi að fleiri skyldu ekki hafa slasast í leikhúsinu Umhverfis- verndarsamtök í Svíþjóð sögðust í gær vera stað- ráðin í því að hindra áform um að heimila tak- markaðar veiðar á úlfum til að stemma stigu við fjölgun þeirra. Sænska stjórnin hef- ur heimilað veiðar á 30 úlfum á næsta ári, en úlfaveiðar hafa ekki verið leyfðar frá árinu 2011. Veiði- menn og bændur vilja að úlfunum verði fækkað vegna þess að þeir drepi sauðfé, elgi og fleiri dýr. SVÍÞJÓÐ Einsetja sér að hindra úlfaveiðar Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | act@actehf.is Jólagjafir fyrir hann Rakvél Lithium rafhlaða RakvélRakvél Lithium rafhlaða Hárklippa Lithium rafhlaða Hárklippa Skeggsnyrtir Lithium rafhlaða Alhliða snyrtitæki Lithium rafhlaða S9600-Remington SILK sléttujárn Digital LCD skjár sem sýnir hitan 150-240˚C Hitnar á 10 sek. Hægt að læsa hitastilli, digital skjár sem sýnir hitastig, alþjóðlegur Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum á Íslandi Ci96W1-Silk keilujárn 25mm-13mm, 120-220˚C, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur Bylgju járn, 16mm x 26mm töng, Digital skjár 120-220˚C, slekkur sjálfkrafa straumur 120-240V straumur 120-240V á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur straumur 120-240V Ci96Z1 – Silk Waving Wand Ci96S1 – Silk alhliða hár-mótunartæki 25mm klofin töng sem býr til margar tegundir af hárgreiðsl- um, meðalstórar krullur, lausar krullur, bylgjur, mjúka liði. Digital skjár 120-230˚C, hitnar upp á 30 sek., læsing á hitastillir, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur s traumur 120-240V AC 9096 – Remington Silk hárblásari Kraftmikill 2400W hárblásari, AC motor, blæs 140 km/h, kaldur blástur Jólagjafir fyrir hana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.