Morgunblaðið - 21.12.2013, Side 37

Morgunblaðið - 21.12.2013, Side 37
MESSUR 37á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 AKRANESKIRKJA | Messa kl. 14. Tveir drengir, búsettir í Svíþjóð, verða fermdir. AKURINN | Samkoma kl. 14 í Núpal- ind 1, Kópavogi. Ræðumaður er Jógv- an Purkhús. Söngur, bæn og Biblíu- fræðsla. ÁSKIRKJA | Jólastund barnanna kl. 11 í umsjá sr. Sigurðar, Kristnýjar djákna og Magnúsar organista. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11 í umsjá sr. Bryn- dísar Möllu Elídóttur. Sungnir verða jólasöngvar sem Örn Magnússon org- anisti mun leiða. Lesin verður jóla- saga og tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar og hægt verð- ur að kaupa friðarkerti þegar stundinni lýkur. Öll börn fá glaðning í poka og síðan verður boðið upp á djús, te, kaffi og piparkökur í safnaðarheim- ilinu. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11 í anda jóla með fjölbreyttum söng og jólasögum. Stund fyrir alla fjölskylduna. Ein messa þennan dag. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sunnudaga- skóli. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði |Jóla- söngvar fjölskyldunnar í jólaþorpinu á Thorsplani kl. 11. Hljómsveit kirkj- unnar leiðir dagskrána ásamt góðum gestum. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Jólatrés- skemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík kl. 14. Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknafélags Íslands, Frí- kirkjunnar og Kærleikssetursins kl. 17. GRAFARVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Umsjón hefur Þóra Björg og Didda. Undirleikari: Stef- án Birkisson. Jólasveinar koma í heimsókn. GRENSÁSKIRKJA | Jólahátíð fjöl- skyldunnar kl. 11. Helgustund og jóla- skemmtun barnanna. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Opin kirkja kl. 11-14. Lestur, bæn, orgel á 15 mínútna fresti. Kakó í safn- aðarheimili. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Jólakór Hallgríms- kirkju syngur, stjórnandi Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Fiðlusveit leikur. Áróra Gunnarsdóttir leikur á horn. Organisti Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur, þjónar. Félagar úr Kammerkór Há- teigskirkju syngja. Organisti er Kári All- ansson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Jólin sungin inn kl. 11. Kór Hjallakirkju und- ir stjórn Jóns Ó. Sigurðssonar syngur. Gestakór: Kór Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði syngur undir stjórn Helgu Þ. Guðmundsdóttur. Almennur söngur. Ritningarlestur. Nemendur úr Tónlist- arskóla Kópavogs leika. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Kl. 11. Syngjum jólin inn. Signý Guð- bjartsd. talar. Heitt súkkulaði eftir samkomu. Kl. 14. Samkoma hjá Al- þjóðakirkjunni. Kl. 18. Kvöld- samkoma. KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa kl 14. Sr. Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét sjá um tónlistina. KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syng- ur. LANGHOLTSKIRKJA | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Jóhanna Gísla- dóttir æskulýðsfulltrúi leiðir stundina ásamt Snævari Magnússyni og Krist- ínu Sveinsdóttur sunnudaga- skólaleiðbeinenda. Graduale Futuri syngur undir stjórn Rósu Jóhann- esdóttur og undirleik Jóns Stef- ánssonar organista. LAUGARNESKIRKJA |Messa kl. 11. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson þjónar fyrir altari. Tónlist Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Efni messunnar: Er stjúp- blinda í jólaguðspjallinu? Messukaffi á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Skírnarguð- sþjónusta kl. 11. Sr. Ragnheiður Jóns- dóttir. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Samfélag og veit- ingar eftir messu. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Að- ventuguðsþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir stjórnar almennum safnaðarsöng og spilar á orgel. Söng- hópur syngur jólalög. Prestur sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Grensáskirkju. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kveikt verður á englakertinu. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson prédikar. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Selkórinn syngur undir stjórn Olivers Kentish. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Nokkrir textar Sigurðar Björnssonar, verkfræðings, sungnir. Jón Karl Einarsson, kórstjóri, heiðr- aður í lok athafnar. Kaffiveitingar. Þor- láksmessa: Organisti leikur á jóla- tónlist og jólasálma á orgelið við kertaljós frá kl. 22 til 23. Eygló Rún- arsdóttir syngur einsöng. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa á Þorláksmessu kl. 12. Sr. Kristján Val- ur Ingólfsson Skálholtsbiskup annast prestsþjónustuna. VEGURINN kirkja fyrir þig | Sam- koma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, pré- dikun og fyrirbæn. Högni Valsson pré- dikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar þjónar. Garðakórinn syngur. Skírn. Organisti Jóhann Baldvinsson. Vitnisburður Jóhannesar. Jóh. 1. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSúðavíkurkirkja. www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Eitt fjall á viku Gakktu á eitt fjall í viku með Ferðafélagi Íslands á nýju ári. Nýársgjöfin frá þér til þín er bætt líðan og betra form á nýju ári. Upplifðu íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap undir öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið. Esjan, Keilir, Helgafell, Botnssúlur, Eyjafjallajökull, Akrafjall, Réttarfell, Löðmundur og 44 önnur fjöll. Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki. Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu. Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson ásamt Rósu Sigrúnu Jóns- dóttur, Hjalta Björnssyni, Guðmundi Sveinbirni Ingimarssyni og Brynhildi Ólafsdóttur. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00 2. janúar n.k. Sjá nánar um „Eitt fjall á viku“ á www.fi.is Eitt fjall á viku m eð FÍ 2014 Upplifðu náttúru Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.