Morgunblaðið - 21.12.2013, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013
✝ Sigvaldi Jóns-son fæddist 1.
júlí 1928 í Svínadal
í Kelduhverfi. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga, Húsavík, 8.
desember 2013.
Foreldrar hans
voru Jón Pálsson, f.
29. ágúst 1900 í
Svínadal í Keldu-
hverfi, d. 2. mars
1966, og Kristín Sigvaldadóttir,
f. 25. október 1906 á Gilsbakka í
Öxarfirði, d. 1. desember 1996.
Systkini Sigvalda: Áslaug, Páll
Þór, Eysteinn, öll látin, og Jó-
hann, búsettur í Vestmanna-
eyjum. Sigvaldi fluttist með for-
eldrum sínum að Þórunnarseli í
Kelduhverfi árið 1936.
Sigvaldi kvæntist Ásthildi
Guðmundsdóttur, f. 1. júlí 1928,
1. júlí 1953 á Reykhólum í Reyk-
hólasveit. Ásthildur fæddist í
Dufansdal við Arnarfjörð og
ólst upp á Eysteinseyri í Tálkna-
firði.
Börn þeirra eru: 1) Guð-
mundur, f. 1954, fyrri eiginkona
Álfheiður J. Styrmisdóttir, d.
1977, seinni eiginkona Torfhild-
frá Bændaskólanum á Hvann-
eyri árið 1950. Fyrir og eftir
það, þangað til hann stofnaði
heimili, stundaði hann hefð-
bundin sveitastörf á búi for-
eldra sinna og víðar, auk ým-
issa annarra starfa.
Sigvaldi og Ásthildur áttu
heima á Esjubergi á Kjalarnesi
fyrst eftir giftingu, hófu síðan
búskap á Hafurbjarnarstöðum
á Miðnesi vorið 1954, keyptu
Garð I í Kelduhverfi vorið 1955
bjuggu þar til ársins 1977 þegar
þau fluttu til Húsavíkur. Sam-
hliða búskapnum var Sigvaldi
mjólkurbílstjóri í Kelduhverfi
og á Tjörnesi í mörg ár og rak
síðan um skeið vöruflutningabíl
frá Húsavík, auk þess að vera
umboðsmaður OLÍS. Eftir það
var hann bensínafgreiðslumað-
ur og bílstjóri í ígripum í nokk-
ur ár.
Sigvaldi hafði ánægju af
vísnagerð, útskurði og öðru
handverki, auk þess að hafa un-
un af ferðalögum, góðum sög-
um og góðri tónlist. Þá þekkti
hann vel til víða um land. Hann
átti sæti í landsnefnd hagyrð-
inga um skeið og einnig í stjórn
Félags eldri borgara á Húsavík.
Útför Sigvalda fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 21. des-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
ur Stefánsdóttir,
hann á þrjú börn
og fimm barna-
börn, 2) Kristín, f.
1955, eiginmaður
Vilberg R. Jónsson,
hún á tvo syni og
fimm barnabörn, 3)
Páll, f. 1960, fyrri
sambýliskona
Heiðrún Davíðs-
dóttir, seinni sam-
býliskona Margret
Björk Björgvinsdóttir, hann á
tvær dætur og tvö barnabörn,
fimm stjúpbörn og sex stjúp-
barnabörn, 4) Óskar, f. 1962,
eiginkona Linda H. Leifsdóttir,
hann á fjögur börn og tvö
barnabörn. Stjúpsynir Sigvalda:
Bjarni Jónsson, f. 1946, eigin-
kona Elín Sigurðardóttir Ham-
mer, hann á fjögur börn, sjö
barnabörn og eitt barna-
barnabarn, og Einar Gunnar
Jónsson, f. 1950, d. 1993, eig-
inkona Anna G. Halldórsdóttir.
Hann á fimm börn og ellefu
barnabörn. Fóstursonur Sig-
valda: Hjörtur L. Jónsson, f.
1960, eiginkona Sunna Sveins-
dóttir, hann á tvo syni.
Sigvaldi varð búfræðingur
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Þetta gerist allt svo fljótt, allt í
einu komið að kveðjustundinni,
elsku Valdi bróðir. Þegar við töl-
uðum saman í síma í október sl.
varst þú frekar óhress. Eiginlega
í fyrsta skipti sem ég heyrði þig
kvarta. Það setti að manni ónota-
legan grun. En við spjölluðum um
heima og geima og barst talið að
skáldinu góða frá Fagraskógi
sem þú dáðir svo mikið. Þá fannst
mér röddin þín breytast og létt-
ast, hljóma eins og fyrr og þú
værir frískur og liði vel. Varla
viku eftir þetta samtal fóru að
berast dapurlegar og vondar
fréttir af heilsufari þínu. Í nóv-
ember áttum við þrátt fyrir bágt
ástand þitt afar góðar stundir
saman, sögustundir. Takk fyrir
það.
Þegar mamma okkar var jörð-
uð í desember 1996 var ég í tvo
daga á eftir hjá ykkur Ástu, þá á
Uppsalaveginum. Þessir dagar
munu aldrei líða mér úr minni.
Þetta voru dagar minninga. Nán-
ast samfelldar sögustundir langt
fram á rauðanætur. Þetta var í
raun í fyrsta skipti sem við bræð-
ur höfðum fengið svona gott tóm
til að tala saman. Frásögur úr
þínum ótæmandi minninga-
brunni, um atburði sem gerðust
löngu fyrir mína tíð og mitt
minni. Flest hafði ég ekki heyrt
eða hreinlega ekki haft áhuga á
að meðtaka á bernsku- og ung-
linsárum. Mögnuð var frásögn
þín af því þegar þú, varla orðin
tvítugur, keyrðir á eigin vörubíl
með ullarfarm heiman úr Keldu-
hverfi til Reykjavíkur í tveimur
áföngum. Seinni áfanginn, nær
samfelld keyrsla frá Akureyri,
tók hátt í sólarhring. Sumar ár og
sprænur á leiðinni óbrúaðar. Já,
bílar, litlir bílar, stórir bílar,
mjólkurbílar, olíubílar, allar sort-
ir af rútum, trukkar, tíu hjóla
með keðjur á öllum og svona
mætti lengi telja, nær öll bílaflór-
an samofin þínu lífi og starfsævi.
Svo þegar fór að hægjast um
byrjaðir þú að sinna tréskurðin-
um af miklu listfengi ásamt því
sinna akstri með hópa, farar-
stjórn og leiðsögn. Kryddað með
vísnagerð og yrkingum. Alltaf
virkur, eftirsóttur og ljúfmennsk-
an ein.
Þar sem þú ert nú, hvar sem
það er, þá er þar engin þjáning,
engin þreytandi verkur og tak
eins og þú orðaðir það um daginn.
Það er bara gleði og fjör. Þú ert
þarna eldhress í rétta gírnum,
ekkert tvíkúpl, engin vandamál.
Daufur ilmur af half-and-half.
Þarna er samferðafólk þitt hvað-
anæva að.
Fjöldi vina og kunningja,
frændfólk, skólabræður frá
Hvanneyri og nú birtast hagyrð-
ingarnir hver af öðrum. Andrés
Valberg, Hákon Aðalsteins.,
Sveinbjörn Beinteins. og Elís
Kjaran svo örfáir séu nefndir.
Það fjúka kviðlingar og snjallar
stökur. Allt í einu heyrast harm-
onikkutónar, já, það er Friðrik á
Halldórsstöðum, stendur fattur
með fullkomið vald á stóru nikk-
unni og glottir út í annað. Allt í
einu er byrjað að syngja. Þið öll
systkini mín syngið saman í sátt.
Raddaður söngur, þá kemur
pabbi okkar og bætist í kórinn.
Mamma kemur þarna líka, hlær
og vill fara að dansa.
Elsku Ásta, nú á þessum
dimmu dögum bið ég almættið að
hugga og styrkja þig og þína.
Jóhann.
Valdi stjúpi minn er fallinn frá
eftir erfið veikindi og vonandi
kominn á góðan stað og laus við
þjáningar.
Leiðir okkar lágu saman þegar
hann giftist mömmu fyrir 60 ár-
um og tók þennan fylgifisk með,
þannig að okkar kynni eru ekki
alveg ný en hafa staðið með mikl-
um ágætum þótt oft hafi verið
langt á milli okkar.
Ég vil þakka Valda fyrir hlýju
og velvild í minn garð og fjöl-
skyldu minnar. Alltaf var hann
tilbúinn að hjálpa, það stendur ef
til vill hæst að flytja fólk, bíla og
búslóð norður og suður svo eitt-
hvað sé nefnt. Ella talar oft um
hvað hún hafði gaman af að
hlusta á fróðleik hans og ekki síst
frá fyrri tíma. Valdi var hæglátur
maður, ekki mikið fyrir að segja
nei.
Hann var handlaginn og þraut-
seigur sem sést best á því að hann
byggði sér bílskúr þegar hann
var kominn um áttrætt og hafði
svo vinnuaðstöðu þar. Við Ella
erum þakklát fyrir samvistir við
hann bæði í Garði og svo þann
tíma sem við bjuggum öll á Húsa-
vík og einnig þegar þau mamma
dvöldu hjá okkur í Kópavoginum.
Við Ella samhryggjumst
mömmu og systkinum mínum á
þessum erfiða tíma.
Bjarni og Elín.
Eftir langa og farsæla jarðvist
lagði tengdafaðir minn, Sigvaldi
Jónsson, í sína hinstu för hinn 8.
desember sl. Hlýr og glettinn
gekk hann lífsbrautina, velviljað-
ur sínum samferðamönnum,
ávallt tilbúinn að taka á sig krók
til að greiða götu náungans. Hag-
ur á orð, tré og eiginlega alla
hluti. Handtökin fumlaus en af-
köstin drjúg. Minnið með ólíkind-
um, mundi menn sem hann hafði
hitt í svip fyrir áratugum, staði
sem hann hafði séð, veður, að-
stæður og atburði einstakra daga
allt frá barnsaldri. Það er sann-
færing mín að flest gengi betur
hér á jörð ef fleiri líktust Sig-
valda.
Honum verður heimkoman
ljúf. Mínar bestu þakkir fyrir
samfylgdina, greiðvikni, góðvild
og skemmtan um nær 40 ára
skeið.
Ljós og friður fylgi þér.
Vilberg.
Bragaþing hafa leitt saman
vini Jóa í Stapa sl. 24 ár og við
nefndum þau í fyrstu hagyrðinga-
mót eða jafnvel landsmót hagyrð-
inga. Sigvaldi Jónsson kom til liðs
á þriðja ári, alla leið vestur í Dali
og þeir Guðmundur sonur hans
stóðu fyrir mótinu árið eftir og
héldu það norður í Skúlagarði
1992. Bragaþingið hlaut sterkt og
gott mótunarár hjá þeim Þingey-
ingum og hefur búið að því lengi.
Þeir Jói og Sigvaldi voru skóla-
bræður frá Hvanneyri, endurnýj-
uðu forna vináttu til heiðurs
Braga en þar eru þó sumir inn-
vígðari en aðrir, yrkja margir,
sumir njóta en allir tengjast.
Sigvaldi var maður alúðar og
hlýju, hann skipulagði ekki að-
eins mótið í Skúlagarði 1992, sem
og mótið í Miðgarði fimm árum
síðar ásamt Jóa í Stapa, þau hjón-
in tóku þátt í rómaðri Skáleyjar-
ferð landsnefndar og fleiri til-
tækjum.
Hann var í senn traustur leið-
togi og þolinmóður félagi en gekk
yfir engan mann. Bóndinn úr
Kelduhverfinu flutti til Húsavík-
ur meðan hann var enn í fullu
fjöri, stundaði þar akstur og önn-
ur störf og kom um árabil akandi
á rútubíl til mótanna með þing-
eyska hagyrðinga og vísnavini
hvar sem Bragaþingin voru hald-
in á landinu. Hann orti líka eina
og eina vísu en önnur verkefni
hans meðal félaganna voru næg.
Hlutskipti hans var að liðsinna,
stundum stóð hann í stafni en
stundum miðskips. Mikill ávinn-
ingur hefur það verið okkur sem
Bragaþingin sóttum að fá að
kynnast þessum öðlingi.
Ingi Heiðmar Jónsson.
Sigvaldi Jónsson, Iðavöllum 8,
Húsavík, er látinn. Fyrir hönd
okkar, núlifandi skólabræðra
hans frá Bændaskólanum á
Hvanneyri, útskráðir búfræðing-
ar vorið 1950, sting ég niður
penna til að minnast góðs drengs.
Í rúm 60 ár höfum við átt því
láni að fagna að vera samtíða Sig-
valda og njóta mannkosta hans
eftir því sem tími og aðstæður
gáfust. Árið 1975 áttum við skóla-
bræðurnir frá Hvanneyrarskóla
okkar fyrstu samverustund, til að
styrkja samband okkar og gera
okkur glaðan dag ásamt eigin-
konum, og urðu fundirnir ellefu,
sá síðasti 2012.
Ég get þessa funda vegna
þeirrar þátttöku sem Sigvaldi gaf
af sér á þeim, meðal annars góður
vísnasmiður og söngmaður ágæt-
ur ásamt því að vera hvers manns
hugljúfi og greiðvikinn með fá-
dæmum. Á vissan hátt var hann
okkar lífskúnstner.
Ég átti þess kost að heimsækja
Sigvalda á FSA er hann dvaldi
þar í veikindum sínum og rædd-
um við um lífið og tilveruna, jafn-
framt að veikindi hans gætu tekið
slæma stefnu, en við því brást
hann á þá lund að sjálfur gæti
hann vel við unað þótt hann hefði
vistaskipti, það væru að ein-
hverju leyti viðbrigði fyrir þá sem
næst sér stæðu í sinni fjölskyldu.
Þessi viðbrögð voru sannur
Sigvaldi að hugsa til fjölskyldu og
vina, sem hann gæti ekki lengur
greitt götu, sem hans háttur var
alla tíð.
Við horfum til liðins lífsmunst-
urs Sigvalda og kveðjum hann
með þessari stöku:
Lánsamur og laus við stress
ljúfur yrkir syngur
ætíð glaður ætíð hress
ætíð Þingeyingur.
Að lokum þökkum við fé-
lagarnir þér góðu kynnin. Ást-
hildi Guðmundsdóttur og fjöl-
skyldu Sigvalda vottum við
dýpstu samúð.
Þorgils Gunnlaugsson.
Sigvaldi Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Kæri afi minn. Það sem
kemur fyrst í hugann þegar
ég hugsa til þín er hlátur,
pípa, handahlaup, stríðni
og gleði. Ég mun sakna þín
og geymi ég minningar um
þig í hjarta mínu.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur)
Sólborg.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför elsku-
legar móður minnar og ömmu okkar,
FJÓLU HALLDÓRU HALLDÓRSDÓTTUR,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
áður Skaftahlíð 4.
Sérstakar þakkir til starfsfólks þjónustuíbúðanna í Lönguhlíð 3,
starfsfólks á deild 13E á Landspítala við Hringbraut og einnig til
Helgu Soffíu Konráðsdóttur prests.
Hafdís Ingvarsdóttir,
Ingvar Örn Hilmarsson,
Svana Fjóla Hilmarsdóttir,
Birna Svanhvít Hilmarsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Eiríksbakka,
Biskupstungum,
Ofanleiti 11,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 17. desember á
Landspítala, Háskólasjúkrahúsi.
Útför verður auglýst síðar.
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Hafliði Benediktsson,
Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir, Magnús Kristinsson,
Danfríður Skarphéðinsdóttir,
Kristján Skarphéðinsson, Guðrún B. Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
vottuðu okkur samúð og vináttu vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐBJARGAR E. SIGVALDADÓTTUR,
Gógó.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 5. hæðar á
Skjóli fyrir góða umönnun.
Guðrún R. Rafnsdóttir, Tryggvi Kárason,
Örn Rafnsson, Þórdís Þórarinsdóttir,
Rannveig Rafnsdóttir,
Rafn Rafnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýnt hafa okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
móður okkar og tengdamóður,
SIGRÍÐAR HÖLLU EINARSDÓTTUR,
Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ.
Auður Ingvarsdóttir, Snorri Gestsson,
Hildur Ingvarsdóttir, Leifur V. Eiríksson,
Björg Ingvarsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson,
Rósa Ingvarsdóttir, Ólafur Björnsson
og fjölskyldur.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐFINNU ERLU JÖRUNDSDÓTTUR,
Arahólum 2,
Reykjavík.
Elín Jónsdóttir, Ólafur Hallgrímsson,
Anna Sigríður Jónsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson,
Jörundur Jónsson, Sigrún Erla Þorleifsdóttir,
Þorbjörg Elínóra Jónsdóttir, Árni Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna
fráfalls ástríks föður okkar, tengdaföður og
afa,
STEFÁNS HALLDÓRS HELGASONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
deildarinnar Víðihlíðar, Grindavík, og
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Droplaug G. Stefánsdóttir, Kristinn L. Matthíasson,
Margrét Stefánsdóttir, Bjarni Árnason
og barnabörn.