Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 49

Morgunblaðið - 21.12.2013, Síða 49
heilsuhæli en síðan á grænmetisveit- ingastað í hjarta Kaupmannahafnar.“ Sigrún lauk stúdentsprófi frá MH 1983, stundaði ritaranám í Newbold College í Englandi næsta vetur, stundaði síðan nám í ensku við HÍ, hóf nám við KHÍ 1990 og lauk þaðan B.Ed.-prófi af smíðadeild 1993. Sigrún kenndi við Grunnskólann á Blönduósi 1993-2001, var starfs- ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun Norð- urlands vestra á Blönduósi og síðan aðstoðarskólastjóri við Húnavalla- skóla 2002-2003. Sigrún hóf kennslu við Salaskóla í Kópavogi 2003, kennir þar enn og er umsjónakennari á miðstigi. Hún er nú í námsorlofi, stundar MA-nám við menntavísindasvið HÍ, með áherslu á námsefnisgerð, og sinnir námsefn- isgerð fyrir Námsgagnastofnun. Hún hefur samið námsefni fyrir stofnun- ina í umferðarfræðslu og kennsluleið- beiningar með samfélagsfræðiefni, og einnig er jólaleikrit eftir hana á vef stofnunarinnar. Í skólamálum hefur Sigrún einkum áhuga á námsefnisgerð og nýrri nálg- un í námsmati sem hún hefur þróað, ásamt samkennurum: „Um er að ræða einstaklingsmiðuð próf sem taka mið af einstaklingsmiðuðu námi. Það gefur augaleið að slíkum kennslu- háttum hlýtur að fylgja að prófað sé úr þeim áherslum sem haldið er að hverjum nemanda fyrir sig. Ég hef haldið um þetta fyrirlestra í ótal skól- um nánast um allt land og margir kennarar hafa tekið upp þessi vinnu- brögð.“ Olíumálun og leirmótun En áhugamál eftir vinnu? „Ég kenndi sjálfri mér á ukulele og gítar fyrir nokkrum árum. Ég er al- veg hræðileg en skemmti mér samt vel við að spila fyrir sjálfa mig. Börnin mín spila hins vegar vel á þessi hljóð- færi en þau eru ákaflega músíkölsk. Sonurinn lærði á kornett, túbu og raf- magnsgítar en dóttirin á þverflautu og píanó. Ég hef einnig farið á námskeið í ol- íumálun og módelteikningu, í leir- mótun og í ýmsu handverki. Það hef- ur komið mér á óvart að geta málað olíumálverk án þess að þurfa að skammast mín fyrir það. Síðan prjóna ég og hekla, án þess að vera nokkur sérfræðingur á þeim sviðum.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar var Björgvin Þór Þórhallsson, f. 17.6. 1966, skóla- stjóri. Þau skildu. Börn Sigrúnar og Björgvins eru Ísafold Björgvinsdóttir, f. 10.12. 1991, nemi í Reykjavík, og Kolbjörn Björg- vinsson, f. 22.3. 1994, verslunarmaður hjá Bónus í Reykjavík. Hálfsystir Sigrúnar, sammæðra: Steinunn Björk Bjarkardóttir Pieper, f. 2.7. 1973, verkefnisstýra á Mann- réttindaskrifstofu Íslands. Uppeldissystur Sigrúnar, dætur Ólafs, stjúpföður hennar, eru Lilja Olafsson, f. 20.3. 1975, markaðs- hagfræðingur í Hafnarfirði, og Anja Stella Ólafsdóttir, f. 28.6. 1976, list- málari og listasögunemi í Danmörku. Hálfsystkini Sigrúnar, samfeðra, eru Nanna María Cortes, f. 3.1. 1971, óperusöngvari í Noregi; Garðar Thór Cortes, f. 2.5. 1974, óperusöngvari í Reykjavík; Aron Axel Cortes, f. 25.9. 1985, óperusöngvari í Austurríki. Foreldrar Sigrúnar eru Rafnhildur Björk Eiríksdóttir, f. 1.1. 1943, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, og Garð- ar Cortes, f. 24.9. 1940, óperusöngvari í Reykjavík. Eiginkona Garðars er Krysztyna Cortes, f. 31.7. 1948, píanóleikari. Eiginmaður Rafnhildar Bjarkar var Ólafur Ólafsson, f. 20.1. 1940, d. 24.8. 1994, húsvörður. Úr frændgarði Sigrúnar Cortes Sigrún Björk Cortes Emanúel Cortes yfirprentari í Gutenberg í Rvík. Björg Zöega húsfr. í Reykjavík Axel Cortes húsasm. í Rvík Nanna Cortes skrifstofum. hjá Raf- magnsveitu Rvíkur Jón Magnússon húsasmíðam. í Rvík, frá Hrauni í Ölfusi. Kristjana Friðjónsdóttir húsfr. Reykjavík, ættuð úr Dölunum Einar Þorsteinsson b. í Suður-Hvammi í Mýrdal af ætt sr. Jóns Steingrímssonar Ingveldur Eiríksdóttir húsfr. Suður-Hvammi, af Presta-Högna ætt Eiríkur Einarsson b. í Réttarholti í Sogamýri í Rvík Sigrún Benedikta Kristjánsdóttir húsfr., ein af 15 Réttarholtssystrum Rafnhildur Björk Eiríksdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Kristján Jónsson b. í Bræðraminni á Bíldudal Rannveig Árnadóttir húsfr. í Bræðraminni Jón Kristinn Cortes, tónlistarkennari, kórstjóri og bókaútgefandi Garðar Cortes óperusöngvari í Reykjavík Garðar Thór Cortes óperusöngvari Nanna María Cortes söngkennari og óperusöngvari Unnur rithöfundur og skáld Rannveig Löve sérkennari og rithöfundur Leó Löve hrl. og rithöfundur ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Þorsteinn fæddist á Hurðarbakií Kjós 21.12. 1904 en ólst uppí Hólabrekku við Skerjafjörð. Foreldrar hans voru Ögmundur Hansson Stephensen, ökumaður og bóndi í Hólabrekku, og k.h., Ingi- björg Þorsteinsdóttir húsfreyja. Ögmundur var sonur Hans Steph- ensen, b. á Hurðarbaki, bróður Sig- ríðar, ömmu Helga Hálfdanarsonar þýðanda og langömmu Hannesar Péturssonar skálds. Ingibjörg var dóttir Þorsteins, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð, bróður Hjálms, alþm. í Norðtungu, langafa Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþm. og Ingibjargar, móður Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrv. hæstarétt- ardómara. Systkini Þorsteins: Hans, múrari í Neskaupstað; Sigríður, í Reykjavík; Stefán, formaður Prentarafélagsins; Guðrún, móðir Ögmundar Jón- assonar, fyrrv. ráðherra; og Einar, formaður Þróttar. Eiginkona Þorsteins var Dóróthea Guðmundsdóttir Breiðfjörð og eign- uðust þau fimm börn, leikkonurnar Guðrúnu og Helgu, Ingibjörgu kennara og tónlistarkennarana og hljóðfæraleikarana Stefán og Krist- ján. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1925, stundaði nám í leiklist við Konunglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn og útskrifaðist þaðan 1935. Eftir leikaranámið varð Þorsteinn þulur, leikari og leikstjóri við Rík- isútvarpið. Þá sá hann tvisvar um barnatíma þess, fjögur ár í senn. Hann hætti þularstarfinu 1946 og var eftir það leiklistarstjóri Rík- isútvarpsins þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir 1975. Þorsteinn lék mikinn fjölda ólíkra hlutverka hjá Ríkisútvarpinu, Leik- félagi Reykjavíkur og nokkur hlut- verk sem gestur Þjóðleikhússins. Af fjölda hlutverka Þorsteins hjá LR má nefna hlutverk hans í Brown- ingþýðingunni og pressarann í Dúfnaveislunni en fyrir bæði þessi hlutverk hlaut hann Silfurlampann. Hann var kjörinn í heiðurslauna- flokk listamanna af Alþingi 1988. Hann lést 12.11. 1991. Merkir Íslendingar Þorsteinn Ö. Stephensen Laugardagur 85 ára Árni Scheving Stefánsson Jónas Sigurður Steinþórsson Ragna Iðunn Björnsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Trausti Aðalsteinsson 80 ára Gunnar Gunnarsson Ingvar Einar Valdimarsson Jón Helgi Hálfdanarson Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Sigrún S. Waage Þórunn Jónsdóttir 75 ára Brynjar S. Antonsson Guðmundur Karl Ásbjörnsson Valgerður Fríða Guðmundsdóttir 70 ára Eiríkur K. Kristófersson Erla Sverrisdóttir Valdimar Karlsson 60 ára Anna Kristín Ólafsdóttir Finnbogi U. Gunnlaugsson Friðrik Pétur Sigurðsson Hildur Jórunn Agnarsdóttir Jóhann Svanur Hauksson Kristín Gylfadóttir Pétur Haukur Ólafsson Sighvatur Sveinbjörnsson Þórdís Guðmundsdóttir 50 ára Ásgeir Baldursson Gísli Gylfason Margrét Dröfn Ósk- arsdóttir Róbert Steinn Haraldsson Sigurður Viðar Jónasson Þorvaldur Jacobsen 40 ára Aðalheiður Bragadóttir Atli Már Traustason Bergur Þór Þórðarson Birna Sif Atladóttir Brynjar Nikulás Benediktsson Friðrik Friðriksson Hafdís Snorradóttir Hafþór Snorrason Hilda Dröfn Eichmann Íris Arna Jóhannsdóttir Jórunn Magnúsdóttir Kolbeinn Marteinsson Selma Kristjánsdóttir Sigríður Dögg Guðjónsdóttir Slawomir Sylwester Górecki 30 ára Auður Dögg Pálsdóttir Bernharður Guðmundsson Daði Freyr Bæringsson Joanna Bykowska Julie Fleischmann Oleg Cherepkov Sæunn Sæmundsdóttir Þóra Kristín Sævarsdóttir Sunnudagur 95 ára Hjálmar B. Gíslason 90 ára Sigríður Guðmundsdóttir 85 ára Anna Jónsdóttir Ingunn Kristjánsdóttir Rebekka Guðmann 80 ára Bogi Ragnarsson Edda Kristjánsdóttir Grímur Davíðsson Halldóra Áskelsdóttir Inga Guðrún Vigfúsdóttir Jón Gunnarsson 75 ára Guðjón Erlendsson Ingibjörg Þorvaldsdóttir Svava Halldórsdóttir Þuríður Lára Ottósdóttir 70 ára Erla Óskarsdóttir Guðmundur Viggósson Hulda Björk Guðmundsdóttir Ólafur Einir Einarsson 60 ára Baldur Gunnarsson Edda Andersdóttir Gísli Bergsson Grétar Hrafn Harðarson Guðbjörg Berglind Joensen Guðrún Hafdís Karlsdóttir Gulsum Biketova Kristín Bára Jörundsdóttir Ludvik Rudolf Kemp Margrét Þorvaldsdóttir Maria Grazyna Jachymiak Þorvaldur Helgi Þórðarson Þórey Rut Jónmundsdóttir 50 ára Friðrik Pétur Guðmunds- son Guðbjörg Marinósdóttir Gunnar Jóhann Viðarsson Hörður Már Karlsson Jóhanna Bárðardóttir Jóhann Björn Ævarsson Sigríður Pálsdóttir Styrmir Guðlaugsson 40 ára Guðrún Erna Rudolfsdóttir Halldór Páll Jónsson Jóhann Kristján Valdórsson Jóhann Rúnar Kristjánsson Katarzyna Malgorzata Lubczynska Oleksandr Baldys Róbert Magnús Kristmundsson Sebastian Krzysztof Kaminski Sóldögg Hafliðadóttir 30 ára Anna Einarsdóttir Anna Helga Benedikts- dóttir Ásthildur Eygló Ástudóttir Benna Fjóludóttir Edyta Przybysz Joost Haandrikman Kamil Szymon Barnet Páll Árnason Pétur Már Sveinsson Sveinn Eiríkur Ármannsson Vala Björk Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ilmur af jólum Jólasmákökurnar færðu hjá Bakarameistaranum Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.