Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 56

Morgunblaðið - 21.12.2013, Page 56
Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2013 Munið að slökkva á kertunum Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngsta kynslóðin rekist í þau og að yfirhafnir fullorðinna, sérstak- lega kápur og frakkar fullorðinna sláist í loga þeirra. Slökkvilið höfuborgasvæðisins Mörk skáldskapar og veru-leika renna saman ískáldsögunni 1983. Slíktkemur ekki á óvart þeg- ar rýnt er í verk Eiríks Guðmunds- sonar. Verkið er fyrstu persónu frásögn sem hverfist um unglingsdreng sem aldrei er nefndur á nafn. Hann er bú- settur í litlu þorpi á landsbyggðinni og velkist um bæinn ásamt félögum sínum, brallar ýmislegt, fiktar við vímuefni og síðast en ekki síst hristir ástin verulega upp í tilveru piltsins. Þorpið sem um ræðir er Bolung- arvík þar sem Eiríkur sjálfur ólst upp. Enda hefur höfundur hvorki far- ið í grafgötur með sögusviðið né hvað- an persónan er sprottin. Bygging verksins skiptist á milli frjáls vitundarflæðis og snarpari kafla. Þar eru beinar lýsingar á þorpsbúum og samskiptum hans við þá. Textinn er þéttur, ljóðrænn, kald- hæðnislegur og fullur af tónlist. Innra líf drengsins endurspeglast í texta þar sem setningarnar eru langar, geta orðið allt að tíu línur, afmark- aðar af ótal kommum. Sumar eru hreint mergjaðar á köflum. „[Þ]að eru tvær sólir á lofti, önnur skín á þig, hin á mig, en tunglskinið sameinar okkur, í silfrinu sínu.“ (s. 183) Pilturinn er milli tveggja heima – unglingur. Í kofa í fjallshlíð kemur vinahópurinn saman og sýpur á gör- óttum drykkjum. „Þetta voru feil- sporin, en stundum eru þau mik- ilvægust. Þau mega bara ekki vera of mörg og ekki koma hvert á eftir öðru eins og þegar maður gengur upp stiga.“ (s. 122) Þá er áhugavert að skoða samband feðganna. Þeir eru jafnólíkir og tón- listin sem þeir hlusta á. Eru hvor á sinni bylgjulengd. Sögumaðurinn er hraðlyginn. Hann á það til að hagræða sannleik- anum og ljúga gamalt fólk uppfullt af vitleysu. Þær lýsingar eru óborg- anlegar. „[A]ð lifa er að færa lífið til bókar, jafnóðum og því vindur fram,“ (s. 96) segir hrekkj- ótti sögumaðurinn sem keppist við að fanga veru- leikann. Sjálfs- söguleg einkenni verksins birtast í athöfnum drengs- ins en segulbandstæki er aldrei langt undan því hann er að skrásetja sögu einnar persónunnar. Í lok verksins birtist söguhetjan, þá fullorðinn að heimsækja þorpið. Dægurmenning skipar stóran sess, tónlist, tíska, tölvuleikir, fyrsta ástin og spennufíkn eru drifin áfram af taktföstum tónum með vísunum í poppmenningu áttunda áratugarins. Endurtekningarnar í verkinu sýna allt að því þráhyggjukennda hugsun drengsins sem virðist lokast sífellt meira inni í eigin heimi. Kanarífugl skýtur upp kollinum og er söguhetjan sjálf, lítill, pervisinn og rammvilltur. Fuglinn er náskyldur flamengóanum í eldra verki Eiríks Undir himninum. Þunginn og þögnin stigmagnast þegar líður á söguna og einsemdin verður nánast áþreifanleg. Þá verða lýsingar á fólkinu í plássinu ekki eins fyrirferðarmiklar og hugsanir sögu- persónunnar taka yfir. Meðal kosta verksins eru hnyttnar lýsingar og þéttir ljóðrænir kaflar. Kápa bókarinnar er ekki bara töff heldur nær hún að endurspegla inni- hald verksins. Þessi endalausi leikur höfundar að mörkum veruleika og skáldskapar verður seint þreyttur. Textaleikur „Dægurmenning skip- ar stóran sess, tónlist, tíska, tölvu- leikir, fyrsta ástin og spennu- fíkn …“ segir um skáldsögu Eiríks Guðmundssonar, 1983. Leikur að mörkum Skáldsaga 1983 bbbbn Eftir Eirík Guðmundsson. Bjartur, 2013. 302 bls. ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR BÆKUR Fréttir frá átakasvæðumheimsins eru oft fram-andi. Við þekkjum nöfnþeirra sem berast á bana- spjót, borgarheiti og vitum að barist er um áhrif, landamæri, trúarbrögð og olíu. Stríð ganga yfirleitt út á þetta fernt. Fáum hins vegar ekki tilfinningu fyrir heildarmyndinni sem best fæst þó með því að heyra sögu fólksins á götunni. Nú er úr því bætt og fengur er í bókinni Von – sögu Amal Tamimi. Eitt atvik leiðir af öðru og öldur örlaganna báru Yonnes Tamimi, bróður Amal, til Íslands árið 1966. Amal kom til Íslands mörgum árum seinna og bast landinu tryggðabönd- um. Hingað til lands, í skjól bróður síns, flúði hún með börnum sínum árið 1995, þá sem brotin manneskja í hjónabandi hvar hún var sem leik- soppur feðraveldis og kúgunar þess. Fjölskyldan var Amal sannarlega skjól en allt baklandið var mótað af aðstæðum og menningarhefðum sem gerðu vel upplýstri konu, sem þurfti stuðning, lífið erfitt. Í bókinni er brugðið upp greinar- góðri mynd af aðstæðum í Palestínu. Þar í ríki hefur fólk í áratugi verið höfuðsetið af Ísraelsmönnum og átökum sem hafa drepið eðlilegt mannlíf í dróma. Fyrir vikið er sag- an lærdómsrík; einnig af því hvað Amal átti auðvelt með að ná áralag- inu á Íslandi. Stuðningsnet samfélagsins kom henni á beina braut og falleg framtíð blasti við. Kristjana Guð- brandsdóttir er höfundur Vonar. Söguna skráir hún af mikilli sam- viskusemi og leggur vinnu og þaul- hugsun í hverja setningu. Hefði þó stundum aðeins mátt gefa sér laus- an tauminn; krydda stílinn, sviðsetja frásagnir af einstaka atburðum, skerpa á atriðum og jafnvel bæta inn fleiri milliköflum með afmörk- uðum efnisatriðum. Þá hefði mátt leggja meira í myndir; leyfa þeim betur að njóta sín því slíkt hefði aukið heimildagildi bókar, sem þó eykur hróður bæði sögukonu og höf- undar. Heildarmyndin ljós Endurminningar Von – Saga Amal Tamimi bbbmn Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur. Bókaútgáfan Hólar, 2013, 184 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Ný ljóðabók Bjarna Bern-harðs skiptist í þrjá hlutasem kenndir eru viðfrumlitina þrjá. Bókin hefst á Gulum, á ljóðinu „Svif“: Á vængjasvifi fara draumar á vit lífsins í djúpum hyl hverfist óskin um andrána við sjónarrönd í hvítri birtu er strönd vonar. Draumar og vonir eru hér í fyrir- rúmi og víða í þessum fyrsta hluta bókarinnar, og jafnframt þeim heild- stæðasta, ríkir viss sátt og hlýja, í anda gula litarins. Og þá er fallega ort. Í einu ljóðinu fellur ljóðmæland- inn í brunn og sofnar, nóttin er sögð „umvafin þeli / draumheims“ og „í birtingu / fer vindgára um vitundina // það skrjáfar / í nýjum degi.“ Ljóðmælandinn er líka á ferð og þá má sjá að ekki er jafn bjart yfir öllu; í „Landslag“ er talað um fegurð sem „fer mjúkum höndum um tímann“ en á „Veginum endalausa“ finnist „skarn og hismi / en líka brot af æðri sann- leik.“ Fegurðarþráin er svo nærri, eins og sést í „Svanasöng“ þar sem ort er um upplifun uppi á heiði „þegar svanirnir fögru / sungu sig inn í sál mína.“ Í miðhluta bókarinnar, Rauðum, breytir um tón og ákveðin ógn tekur yfir. Í „Skurn“ birtist Dauðinn í hús- inu á miðnætti og „fór ránshendi / um líf mitt“, í öðru ljóði segir af ung- mennum sem ánetjuð eru fíkniefnum og Dauðinn mætir þar aftur og tekur stúlkuna, og í „Róninn“ er lýst auðnu- litlum manni sem eigrar um strætin. Í lokahlutanum, Bláum, er boð- skapurinn nokkuð misvísandi. Í fyrsta ljóðinu segir af rödd sem mun óma um veröldina og boða nýja tíma og fylkja þjóðum undir fána frelsis. Sú bjartsýna mynd er rifin niður strax í því næsta, þar sem nakinn maður í „blindri sturlun / stormar … um myrk borgarstrætin“ eftir næturflug á vængjum óttans. Í þessum hluta eru líka nokkur mislöng prósaljóð, að hluta í súrrealískum anda. Í einu, „Myrkur“, segir af mis- ræmi í sálarbyggingu mannsins sem veldur því að hann „stígur ekki í takt við náttúruna og heimsmyndin verð- ur honum sálrænn hnútur“. Það skrjáfar í nýjum degi er ekki gallalaust verk og ljóðin misáhrifa- mikil. En eftir rússibanareið milli ólíkra tilfinninga lýkur bókinni á bjartsýnan hátt á ákalli til hinna gleymdu og týndu, að þeim „auðnist að stíga út úr myrkri fásinnis og finni lífi sínu tilgang í kærleiks- og frið- arboðskap“. Umvafin þeli draumheims Ljóð Það skrjáfar í nýjum degi bbmnn Eftir Bjarna Bernharð. Ego útgáfan, 2013. 47 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.