Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 12
A ð labba inn á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er mögnuð upplifun. Þarna er góð ára og gott að vera, það finnst alveg um leið og kom- ið er inn. Dvalargestir eru á öllum aldri og dvelja að meðaltali um fjórar vikur samkvæmt tilvísun frá lækni. Um þriðjungur sjúk- linga er yfir sjötugu enda hefur öldrunar- endurhæfing verið mikilvægur þáttur í starfsemi Heilsustofnunar. Það er stutt í brosið, ekki bara hjá dvalargestum heldur einnig hjá starfsfólki – þrátt fyrir fréttir um yfirvofandi niður- skurð sem stjórnendum finnst óréttlátur en stofnuninni er gert að taka á sig allan niðurskurð endurhæfingarstofnananna. Stjórnendurnir skilja að það þurfi að skera niður enda tímarnir þannig. „En það er ekki eðlilegt að ein stofnun beri allan niðurskurðinn. Ég hefði skilið það ef þjónustan væri slæm eða Sjúkratrygg- ingar hefðu gefið okkur slæma einkunn en það var gerð úttekt á stofnuninni hjá Sjúkratryggingum Íslands árið 2011 í undanfara nýs þjónustusamnings. SÍ mæltu með okkur því við veitum svo góða og ódýra þjónustu. Það er enginn vafi á því en spurningin sem við fáum ekki svar við er: Af hverju er verið að herja á okkur meira en aðra? Það er engin skýr- ing á því,“ segir forstjóri HNLFÍ, Har- aldur Erlendsson, ákaflega hissa. Púkó í byrjun með þessar baunir Sunnudagsblað Morgunblaðsins fór í bíltúr austur fyrir fjall með sjálfan Ragnar Ax- elsson, RAX, með sér í farteskinu til að fanga þá stemningu sem þarna er. Stuðið var mikið þegar við mættum, matur á borðum og þeir sem dvelja þarna nú voru að seðja hungrið með hollu fæði. „Fáið ykkur endilega,“ sagði Haraldur og það varð úr. „Við erum búin að vera öflug í tæp 60 ár en þóttum ægilega púkó þar til fyrir 10-15 árum með grænmetisfæði og baun- um og ýmsu hollustufæði. Við erum búin að vera í þessum nútíma í mörg ár,“ bætir Haraldur við. Fólkið á Heilsustofnuninni hefur tuggið góðan og heilsusamlegan mat síðan hún var stofnuð 1955. „Jónas Kristjánsson læknir setti þessa stofnun á laggirnar – þá 85 ára, hann var langt á undan sinni samtíð. Jónas var brautryðjandi náttúru- lækningastefnunnar á Íslandi, hafði for- ystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 gestum en á síðasta HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í HVERAGERÐI HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í HVERAGERÐI ER MEÐ SAMNING UM ENDURHÆFINGARÞJÓNUSTU VIÐ RÍKIÐ SEM UNDIRRITAÐUR VAR 2011 TIL FIMM ÁRA. NÚ ER NIÐURSKURÐARHNÍFURINN Á LOFTI OG ÚTLIT FYRIR AÐ DRAGA ÞURFI SAMAN UM FIMM PRÓSENT. STJÓRNENDUR STOFNUNARINNAR ERU ÓSÁTTIR VIÐ AÐ TAKA Á SIG NIÐURSKURÐ UMFRAM AÐRAR ENDURHÆFINGARSTOFNANIR. Texti: Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ljósmyndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Lækna ekki bara með brosi ári komu yfir 1.600 manns til dvalar í Heilsustofnun,“ bætir Haraldur við. Helsti gallinn er gleðin Þessir dvalargestir fara flestir heim á ný með gleði í hjarta og meiri styrk bæði andlegan og líkamlegan. „Skilaboðin frá fólki sem kemur hingað og dvelur eru oftast þau sömu: Góður matur, frábært starfsfólk og sundlaugin svo fín og náttúr- an falleg og það var svo gaman. Við lít- um svo á að það sé helsta vandamál stofnunarinnar; það er svo gaman hérna hjá okkur. Fólk talar frekar um lífs- þjálfun en segir jafnvel ekki frá sjúkra- þjálfuninni eða annarri endurhæfingu. Það hljómar eins og það hafi ekki fengið neina meðferð en því fer fjarri. Þetta hljómar eins og skemmtiferð en það er ekki hægt að lækna bara með brosi þó að það sé vissulega partur af 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Bjarni skellti sér í ballskák í tilefni dagsins. Hress og kátur. Gríðarlegur munur á nokkrum vikum Bjarni Guðmundsson fagnaði 68 ára afmæli sínu sama dag og Morgunblaðið leit í heim- sókn. Hann var allur hinn hressasti. „Ég er hér á minni þriðju viku, verð alls í sex. Ég hef komið hingað áður og þetta er algjör paradís, gerir mér ofboðslega gott. Ég er ómögulegur í mjóbakinu og hef alltaf verið að drepast í bakinu. Hér fæ ég allan þann styrk sem ég þarf, andlegan og líkamlegan,“ segir Bjarni. Hann er ekki lengur að vinna og segist hafa verið máttlaus og ómögulegur þegar hann kom. Það var ekki að sjá á honum nú þremur vikum síðar. „Það er svo mikil hreyfing hérna. Það lyftir mér upp en það hefur verið erfitt að halda því við þegar maður er ekki hérna. Þegar maður þarf að standa sig sjálfur er það miklu erfiðara, þá er freistandi að setja sængina bara upp fyrir haus og liggja aðeins lengur. Ég var alveg eins og drulla þegar ég kom hingað fyrst; máttlaus og ómögulegur. En ég finn hvernig orkan er öll að koma. Ég er á eftirlaunum og það fer svolítið í mig að þurfa ekki að vakna á morgnana. Þá drolla ég í bælinu og eyðilegg daginn. En ekki hér og það ætla ég að taka með mér þegar ég fer héðan. Þetta gengur ekki svona. Hér er búið að breyta hugsun minni og ég þakka það þessum stað.“ Fleiri sem urðu á vegi okkar höfðu sömu sögu að segja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.