Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Page 18
Ljósmyndir/Rúnar G F rændurnir Einar Rúnar Magnússon frá Kjarnholt- um í Biskupstungum og Laugvetningurinn Gestur Gunnarsson fengu þá hugmynd að fara saman í langferð á mót- orhjólum. Eins og fleiri góðar varð hugmyndin að veruleika og þeir hjóluðu um Perú í tæpan mánuð í haust. Með í för voru tveir bræðra Gests, Rúnar og Arnar, og Gunnar faðir þeirra Vilmundarson. Tækifærið var not- að í tilefni þess að Gunnar varð sextugur í sumar. „Þetta var mikið ævintýri,“ seg- ir Rúnar í samtali við Sunnudags- blað Morgunblaðsins. „Okkur langaði að fara lengra en í bak- garðinn.“ Perú var nógu langt í burtu! Þeir fóru utan í lok október. „Þegar við vorum úti var ná- kvæmlega ár liðið síðan pabbi féll fjóra metra ofan af þaki og fót- brotnaði mjög illa. Um tíma var talið að hann næði sér ekki nógu fljótt en komst sem betur fer með og skemmti sér frábærlega eins og við allir. Þessi hópur hef- ur gaman af lífinu; alltaf til í að fíflast, og við gerðum mikið af því...“ Hópurinn skipulagði gróflega hvert fara skyldi og hvað bæri að skoða. „Að morgni var ákveðið hvert við færum þann dag og svo útveguðum við okkur gistingu að kvöldi. Það gekk yfirleitt vel.“ Þeir hittu fáa aðra ferðalanga. „Rigningartímabilið var að byrja og við hittum eiginlega enga aðra ferðamenn nema niðri við strönd- ina, þar sem fólk fór eftir Pan American hraðbrautinni. Rúnar segir mestu upplifun ferðarinnar að koma í fornu Inka- borgina, Machu Picchu. „Það var myndrænast og stórmerkilegt að koma á staðinn. En margt annað er eftirminnilegt, t.d. þegar við gistum í einföldum kofum í Ama- zon innan um tarantúlur og krókódíla. Að keyra hjól í slyddu í 4800 metra hæð yfir And- esfjöllin er líka eitthvað sem ekki gleymist auðveldlega.“ Þeir fóru þó enn hærra; hæst 4.890 m yfir sjávarmáli. „Það kom líka skemmtilega á óvart hve íbúar voru almennt ofboðslega glaðir og kátir, alltaf til í að aðstoða eða gantast og hlæja með hópnum. Svo er umferðarmenningin óvenjuleg; þeir hika ekkert við að keyra fram úr stórum trukkum í blindbeygjum á þessum tæplega mánuði keyrðum við fram á þrjú mjög alvarleg rútuslys.“ Á fjallvegi milli Chivay og Camana. Gestur, Gunnar, Arnar, Rúnar, Einar Rúnar. FEÐGAR OG FRÆNDI SAMAN TIL PERÚ Ævintýri á hjólaför FIMM ÍSLENDINGAR FÓRU Í VÉLHJÓLAFERÐ UM PERÚ Í HAUST; FRÁ BORGINNI CUSCO Í ANDESFJÖLLUM, AUSTUR AÐ BRASILÍU, SUÐUR AÐ BOLIVÍU OG LOKS MEÐ KYRRA- HAFSSSTRÖNDINNI VESTUR AÐ HÖFUÐBORGINNI LIMA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hópurinn við fornu Inka-borgina Machu Picchu. Frá vinstri: Rúnar, Einar Rúnar, Gestur, Gunnar og Arnar. „Það var myndrænast og stórmerkilegt að koma á staðinn.," segir Rúnar Gunnarsson í viðtalinu. * Það sem komlíklega mest áóvart var hve allir voru ofboðslega glaðir og kátir, miðað við það sem maður hafði lesið um ástandið. Einar Rúnar, Arnar og Rúnar á leið niður Wayna Picchu. Rúnar á Puerto Inca ströndinni. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.