Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 39
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Þ að eru eflaust einhverjar hús- mæður að anda í poka akkúrat núna yfir öllu sem þær eiga eftir að gera fyrir jólin. Ég segi hús- mæður því ég þekki afar fáa karla sem fara upp á afturlappirnar þegar jólin ganga í garð. Þeir ná nefnilega einhvern veginn að sigla í gegnum desembermánuð alveg afslappaðir og rólegir þótt hvirfilbyl- urinn hreinlega hringsnúist í kringum þá. Þetta er svona þangað til þeir hrökkva í jólagírinn, korter í jól (þegar „allt“ hefur græjað sig sjálft …). Þá verða þeir alveg alsælir og brosa svo hringinn öll jólin. Það eru eflaust til fyrirmyndarjólamenn sem gera og græja allt, eru sveittir allan desember að búa til hina einu sönnu jóla- stemningu og stjana í kringum sitt fólk. Málið er bara að ég hef aldrei hnotið um þannig menn. Mennirnir í kringum mig komast flestir í jólastuð um svipað leyti og þeir eru búnir að skola Þorláksmessusköt- unni niður með hressandi drykkjum. Þeg- ar þeir eru búnir að borða eru þeir til í slaginn og þá hringja þeir í mig – ýmist til að fá mig til að græja einhverjar jólagjafir fyrir sig eða fá jólagjafahugmyndir. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá kemst ég alltaf í dálítið mikið jólastuð við þessi sím- töl og fengi líklega höfnunartilfinningu ef þau kæmu ekki. Mínir menn eru svo vandaðir að þeir myndu náttúrlega ekki láta sjá sig í næt- uropnunum í stórmörkuðum eða apótek- um að redda jólagjöfunum. Vinkona mín hringdi akkúrat þegar þessi pistill var í smíðum og þegar ég fór að segja henni frá jólaanda karlpeningsins hló hún og var alveg sammála mér. Hún hefur heldur ekki hnotið um neinn karl sem sér um að töfra í desember. „Þú verður að skrifa um að konur vilja alls ekki neitt úr Saga Boutique- bæklingnum í jólagjöf. Þetta var agalegt eitt árið. Við erum ennþá að hlæja að því fjölskyldan þegar mamma átti allt úr bæklingnum. Þetta var árið sem pabbi var hvað mest á ferðalögum,“ sagði vinkona mín og við hlógum báðar mjög mikið. Enda vilja svona kerlingar eins og við bara eitthvað ekta í jólagjöf – minna fyrir feik. Þótt maður sé upptekinn af því að allir sem manni þykir vænt um fái eitthvert fí- nerí í jólagjöf þá er þetta líka tíminn til að staldra við og meta stöðuna. Horfa yfir farinn veg og reyna að gera örlítið betur á næsta ári en á því liðna. Það er þess vegna sem ég verð alltaf svolítið væmin í desember og einn af föstu punktunum er að fara með eitthvert fínerí í Konukot. Konurnar sem gista í Konukoti eiga ekkert og vantar allt sem okkur venjulegu konunum finnst sjálfsögð mannréttindi að eiga. Það býst líklega enginn við því að hitta ættingja sína fyrir utan Konukot og því brá mér töluvert þeg- ar ég hitti frænku mína þar í fyrra. Ég vissi að hún hafði verið í óreglu en ég átt- aði mig ekki á því að ástandið væri orðið svona slæmt. Sumir eru fæddir undir lukkustjörnu og er ég viss um að frænka mín er það því síðan við hittumst fyrir ut- an Konukot er hún komin út af óregluveg- inum. Það er alveg ekta – ekkert feik. Fallega innpakkaðar jólagjafir. Jól í Konukoti Stórir glitrandi eyrna- lokkar eru eitthvað sem passar vel í jólapakkann. KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra. Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða ww www.gilbert.is fundið íslenskt úr w.jswatch.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.