Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 46
Viðtal
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
V
atn var föður mínum mikið hjart-
ans mál. Hann var kennari og
fræðimaður og hafði einstakt
lag á að miðla af sinni þekk-
ingu. Í þessari bók fer hann
með okkur út um allan heim, út í geim og
niður í smæstu sameindir. Í þessari bók
kristallast að jörðin er eitt stórt vistkerfi og
þess vegna megum við Íslendingar ekki bara
hugsa um okkur sjálf. Ef vatn er mengað
einhversstaðar í heiminum, kemur það okkur
öllum við. Vatn er ekki óþrjótandi auðlind.“
Þetta segir Blær Guðmundsdóttir um bók
föður síns, Guðmundar Páls Ólafssonar,
Vatnið í náttúru Íslands, sem kom út fyrir
helgina. Um er að ræða fimmta og síðasta
bindið í umfangsmikilli ritröð höfundar sem
hlotið hefur mikið lof.
Blær vitnar í eina söguna í bókinni máli
sínu til stuðnings. Þar hermir af ættbálki við
Amazon-fljót sem þarf að ferðast tvær til
þrjár dagleiðir til að ná sér í drykkjarvatn.
Samt býr ættbálkur þessi við fljót. Það er
hins vegar svo mengað að vatnið er með öllu
ónothæft. „Það er sláandi að lesa svona lag-
að,“ segir hún.
Í bókinni er fjallað um vatn frá ótal hlið-
um. Farið er um gjörvallan heiminn til að
sýna fram á grundvallarhlutverk vatns í þró-
un mannkynsins og framvindu sögunnar,
mótun náttúru og lífs, umhverfis og menn-
ingar. Fjallað er um sambúð manns og vatns,
allt frá því að menn hófu í árdaga að beisla
vatnið í áveitum til að auka frjósemi landsins
til þess er risastíflur síðustu áratuga tóku að
gjörbreyta stórfljótum heimsins og bylta þar
með öllu vistkerfi vatnasvæða þeirra.
„Hér fléttast saman vísindaleg þekking og
persónuleg viðhorf, heimspeki, skáldskapur,
sagnfræði, goðsagnir og vitnisburðir frá ýms-
um skeiðum sögunnar og dregin er fram
heildstæð sýn á tengsl vatns og lífs,“ segir í
kynningu útgefanda bókarinnar, Máls og
menningar.
Alþjóðlegt verkefni
Að sögn Blævar átti vatnið alltaf að vera
hluti af ritröð föður hennar.
Guðmundur Páll lagði mikið á sig til að
bókin yrði að veruleika. Hann vann mark-
visst að henni í um áratug áður en hann féll
frá á síðasta ári. Auk þess að ferðast mikið
innanlands til að safna upplýsingum og
myndefni fór hann í fjölmargar ferðir til út-
landa, til Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, til
að kynna sér vatnsbúskap heimsins. Þannig
að hér er um alþjóðlegt verkefni að ræða.
Blær byrjaði að aðstoða föður sinn við um-
brot á Hálendi í náttúru Íslands sem kom út
árið 2000. Hin bindin í ritröðinni eru: Fuglar
í náttúru Íslands (1987), Perlur í náttúru Ís-
lands (1990) og Ströndin í náttúru Íslands
(1995. Þau unnu einnig saman við umbrot á
nýrri útgáfu Fugla í náttúru Íslands sem
VATNIÐ Í NÁTTÚRU ÍSLANDS, LOKABINDIÐ Í HINNI MIKLU RITRÖÐ GUÐMUNDAR PÁLS
ÓLAFSSONAR NÁTTÚRUFRÆÐINGS, RITHÖFUNDAR OG LJÓSMYNDARA, ER KOMIÐ ÚT RÚMU
ÁRI EFTIR ANDLÁT HÖFUNDARINS. ÞAÐ KOM Í HLUT MARGRA AÐ BÚA VERKIÐ TIL PRENTUNAR
ÞAR Á MEÐAL DÓTTUR HANS, BLÆVAR OG FRÆNDA, LEIFS RÖGNVALDSSONAR.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Frændsystkinin Blær Guðmundsdóttir
og Leifur Rögnvaldsson höfðu umsjón
með því að ljúka við bókina eftir að
höfundurinn féll frá.
Ein af fjölmörgum myndum Guðmundar Páls í bókinni, tekin við Amazon-fljótið í Suður-Ameríku.
Vatn er ekki bara vatn
Á þessa ágætu menn rakst Guðmundur Páll þegar hann var á ferð í Kasmír.