Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
„Pabbi hvatti okkur til verka og sagði við
mig að ég ætti að vera óhrædd og djörf og
Leifur átti að vera djarfur og óþekkur,“ seg-
ir Blær og brosir.
Hún viðurkennir að það hafi verið mikil
pressa að fá slíkt stórvirki í hendurnar og
vera treyst fyrir því að fylgja því eftir allt til
enda. Þess utan voru miklar tilfinningar í
spilinu enda var það enginn venjulegur sam-
starfsmaður sem lá fyrir dauðanum heldur
faðir hennar.
Eitt stórt fjölskylduverkefni
Blær segir aldrei annað hafa komið til
greina en að virða hinstu ósk föður síns.
Bókin skyldi koma út, hvað sem það kostaði.
Hún segir samstarfið við Leif og Guðmund
Andra hafa verið yndislegt og gengið
hnökralaust fyrir sig enda gjörþekktu þau öll
Guðmund Pál. Þá lögðu systur hennar báðar,
Halla og Ingibjörg, sitt af mörkum við gerð
bókarinnar. Halla gerði skýringarmyndir og
Ingibjörg vann heimildavinnu og sá um hin
ýmsu verkefni og Ingunn, kona Guðmundar
Páls var stoð og stytta. „Í raun má segja að
þetta hafi verið eitt stórt stórfjölskylduverk-
efni,“ segir Blær.
Fólk vann hvert í sínu lagi, auk þess sem
smærri og stærri hópar komu reglulega
saman til skrafs og ráðagerða. Umbrotið
hófst í maí og átti að taka hálfan þriðja mán-
uð. „Þeir urðu sjö,“ viðurkennir Blær. „Það
er nefnilega meira en að segja það að kom-
ast með bók af þessu tagi alla leið í mark
enda þótt aðeins hafi verið nokkrir metrar
eftir þegar við tókum við keflinu. Það segir
margt um umfang ritraðarinnar allrar.“
Guðmundar Páls var að vonum sárt sakn-
að og Blær viðurkennir að hópnum hafi á
köflum fundist sig sárvanta ráðgjöf hans og
leiðbeiningar. Þegar upp er staðið er hún
eigi að síður ekki í minnsta vafa um að vel
hafi tekist til og að faðir sinn hefði orðið
stoltur af útkomunni. Ekki síst með loka-
vinnsluna hjá Oddaverjum, vinum hans í
Prentsmiðjunni Odda.
Ást, vinátta, samvinna
„Ég trúi því eiginlega ekki að þessu sé lokið.
Ég er ennþá um borð í tilfinningalegum
rússíbana. Ég er ofsalega stolt af því að okk-
ur skuli hafa tekist að klára þessa glæsilegu
bók og það eina sem skyggir á gleðina er að
við getum ekki deilt henni með pabba. Áður
en hann dó sagði hann við mig að ég myndi
finna á mér hvort við værum á réttri leið og
það gerði ég. Hann hefur örugglega haldið í
höndina á okkur. Þau gömlu góðu gildi sem
pabbi stóð fyrir alla tíð, ást, vinátta og sam-
vinna manna á milli voru höfð að leiðarljósi
við vinnslu bókarinnar og eru hennar ein-
kunnarorð.“
Bókinni Vatnið í náttúru Íslands er fylgt
úr hlaði með sýningu í Hörpu á ljósmyndum
sem Guðmundur Páll tók meðan á vinnslu
hennar stóð. Mun hún standa fram yfir ára-
mót.
G
uðmundur Páll lét fagurfræðina alltaf skipta miklu
enda ekki bara fræðimaður heldur líka ljósmyndari
og myndlistarmaður. Þess vegna eru bækurnar
hans svona fallegar.
Þetta segir Leifur Rögnvaldsson ljósmyndari og
systursonur Guðmundar Páls heitins en það kom í hans hlut að
myndstýra Vatninu eftir fráfall höfundar.
Leifur kom raunar að verkefninu áður en frændi hans veiktist en
þeir ferðuðust saman til Laós og Kambódíu snemma árs 2010 til að
afla heimilda og taka myndir í bókina. Hann segir það hafa verið
ógleymanlegt að ferðast með Guðmundi. Þvílk elja og dugnaður.
Guðmundur unni sér hvergi hvíldar. Vann alltaf fram í rauðamyrk-
ur.
Stundum ferðaðist Guðmundur Páll einn, stundum með öðrum og
þá kom fyrir að hann mælti sér mót við fólk hér og þar í heiminum.
Hann talaði um það strax í þessari ferð að Leifur yrði honum inn-
an handar varðandi myndaval og myndvinnslu í þessari bók. Þannig
að Leifur þekkti verkefnið vel þegar hann svo fól mér að fylgja því
eftir.
Svipuð myndsýn
Guðmundur Páll og Leifur sammæltust um það meðan sá fyrrnefndi
lá banaleguna að ljósmyndum yrði gert hátt undir höfði í bókinni.
Leifi var ljúft og skylt að fylgja því eftir. Þeir Guðmundur unnu mik-
ið saman og höfðu afskaplega svipaða myndsýn. „Segja má að við
höfum hugsað eins myndrænt. Það fann ég strax,“ segir Leifur. Þess
vegna treysti Guðmundur honum til að velja úr öllu því myndefni
sem úr var að moða og leita eftir fleiri myndum, gerðist þess þörf.
Leifur þurfti að fara í gegnum hátt í þrjú hundruð þúsund myndir áður en
hann valdi myndir endanlega til birtingar. Hann hafði hjálpað Guðmundi með
skipulag á stafræna myndasafninu hans en þeir voru ekki búnir að fara gegn-
um það allt. Langt í frá. Síðan þurfti hann að leita að öðrum myndum sem ekki
voru til í myndasafninu. Það var mikið verk að velja myndir sem komu til
greina og ennþá meira verk að velja myndir til að hafa í bókinni.
Guðmundur Páll hafði þann sið í öllum sínum bókum að leita til annarra ljós-
myndara ættu þeir betri myndir af tilteknum hlutum. Sami háttur var hafður
við að þessu sinni. Nú var líka leitað út fyrir landsteinana.
Var mér mikil fyrirmynd
Leifur segir þá frændur aldrei hafa orðið ósammála. Sum atriði hafi ef til vill
þurft að ræða en ávallt hafi þeir komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Guð-
mundur var mér mikil fyrirmynd í leik og starfi en við áttum margt fleira sam-
eiginlegt en ljósmyndunina; höfðum báðir brennandi áhuga á smíðum, mat-
argerð, köfun og umhverfisvernd.“
Hann segir samstarfið við Blæ hafa gengið alveg jafn vel fyrir sig. Hún deili
sýn og skilningi föður síns. Mjög ánægjulegt hafi verið að ljúka þessari vinnu í
samstarfi við hana.
Leifur er að vonum hæstánægður með að bókin sé komin út. Það var aldrei
neinn vafi í hans huga. Klára varð þetta óhemju mikilvæga verk sem sé eins-
konar samantekt á lífsfílósófíu Guðmundar og sannfæringu hans um að allt
tengist í þessum heimi. Vatnið er, að sögn Leifs, forsenda lífsins og því fari
fjarri að það sé einkamál okkar Íslendinga. Vatnið sé sameign alls lífs á jörð-
inni – og jafnvel í alheiminum.
Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að Leifi þyki Vatnið í náttúru Íslands eiga
erindi við fleiri málsvæði. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum „en það er
full ástæða til að þessi bók fari sem víðast,“ segir Leifur.
Sameign alls
lífs á jörðinni
Við Skóginn fljótandi í Ton Lesap í Kambódíu. Þar renna híbýli og bátar nánast saman. Yfirborð Mekong-fljótsins á það til að hækka um 8-10 metra.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
1
3
2
9
5
9
HLÝTT Í VETUR
MEÐ DEVOLD
DEVOLD ACTIVE
Stærðir S–XXL
10.990 KR.
DEVOLD ACTIVE
Stærðir S–XXL
11.990 KR.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
1
3
3
4
6
3