Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 57
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í bókinni Bernskudagar – Æskuminningar Óskars í Sunnubúðinni segir Óskar Jó- hannsson, fyrrverandi kaup- maður í Sunnubúðinni, frá bernsku sinni og uppvexti á Vestfjörðum á kreppuárunum og í Reykjavík á heimsstyrjald- arárunum síðari. Óskar fæddist í Bolungarvík árið 1928. Hann var ungur þeg- ar hann missti föður sinn og fór sex ára gamall að vinna fyrir sér á sumrin í sveit hjá ókunn- ugum. Tólf ára flutti hann að heiman til Reykjavíkur. Eins og lesa má af framan- sögðu hefur Óskar mikla og fróðlega sögu að segja af lífs- háttum fátæks alþýðufólks fyrr á tíð. Fróðleg saga um lífsbaráttu Freyju saga – Múrinn eft- ir Sif Sig- mars- dóttur er fyrsta bókin í sagnabálk- inum Freyju sögu sem ætlaður er unglingum og gerist í harðneskjulegri veröld þar sem þeir sem eru vægðarlausir lifa af. Borgin Dónol er í helj- argreipum einvaldsins Zheng og líf- varðasveita hans. Freyja elst upp hjá ömmu sinni og þegar hinir Ut- anaðkomandi birtast innan borg- armúrsins umturnast líf hennar. Bókin hefur fengið mjög góðar við- tökur og er tilnefnd til Íslensku barnabókaverðlaunanna. HARÐNESKJU- LEGUR HEIMUR Sigríður Kristín Þorgríms- dóttir er höfundur bókarinnar Alla mína stelpu- spilatíð. Þar lýsir hún því hvernig var að alast upp í norðlenskri sveit á sjöunda og áttunda áratug síð- astu aldar þar sem foreldrarnir voru kommúnistar og móðirin, Jakobína Sigurðardóttir, skrifaði umdeildar bækur. Höf- undur dregur upp mynd af ætt- ingum sínum, sérstaklega kon- unum, og veltir fyrir sér hlutskipti kynjanna í fortíð og nútíð. HLUTSKIPTI KYNJANNA Lygi er nýjasta bók Yrsu Sig- urðardóttur og vitanlega of- arlega á metsölulista. Í Lygi skiptist Yrsa á að segja þrjár sögur sem virðast alls ekki tengjast en gera það þó á óvæntan hátt. Spennan er í fyr- irrúmi í þessari bók Yrsu þar sem ýmislegt óhuggulegt gerist og margt kemur mjög á óvart. Þetta er alveg örugglega ein af bestu bókum Yrsu. Aðdáendur hennar munu sannarlega kæt- ast. Háspenna í nýjustu bók Yrsu Yrsa, æviminningar og matur NÝJAR BÆKUR LYGI EFTIR YRSU SIGURÐARDÓTTUR VERÐUR ÖRUGGLEGA EIN AF METSÖLUBÓKUM ÁRSINS, EN ÞAR ER YRSA UPP Á SITT BESTA. ÆVIMINN- INGAR ERU FYRIRFERÐARMIKLAR UM ÞESSI JÓL, ÞAR ER SANNARLEGA ÚR NÓGU AÐ VELJA OG ÞAÐ SAMA MÁ SEGJA UM HINAR SÍVINSÆLU MATREIÐSLUBÆKUR. 1983 er fjórða skáldsaga Eiríks Guðmundssonar, en bókin er til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Eiríkur er ekki ókunnur því að vera tilnefndur til verðlauna en skáldsaga hans Sýrópsmáninn var tilnefnd til menningarverðlauna DV. Bókin gerist á fyrri hluta níunda áratugarins. Tólf ára drengur er á hraðri ferð inn í heim hinna full- orðnu og uppgötvar ástina. Ástin og heimur hinna fullorðnu Yesmine Olsson er þjóðþekkt fyrir mat- reiðsluþætti sína og matreiðslubækur. Í bókinni Í tilefni dagsins sækir hún innblástur til ólíkra heimshorna og byggir á eigin reynslu. Hún segir sjálf að flestar uppskriftirnar séu innblásnar af minningum um bestu réttina og bestu kökurnar sem hún hefur borðað á ferðalögum um heiminn. Bókin er sneisafull af girnilegum uppskriftum. Heimur krydds og góðra rétta * Þegar allir hugsa eins hugsar enginnmikið. Walter Lippmann BÓKSALA 2.-8. DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 2 SkuggasundArnaldur Indriðason 3 Veisluréttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir 4 LygiYrsa Sigurðardóttir 5 Guðni: léttur í lundGuðni Ágústsson 6 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 7 Útkall: lífróðurÓttar Sveinsson 8 Hemmi Gunn: sonur þjóðarOrri Páll Ormarsson 9 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 10 TímakistanAndri Snær Magnason Íslensk skáldverk 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 LygiYrsa Sigurðardóttir 3 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 4 GrimmdStefán Máni 5 DísusagaVigdís Grímsdóttir 6 SæmdGuðmundur Andri Thorsson 7 MánasteinnSjón 8 Glæpurinn ástarsagaÁrni Þórarinsson 9 Stúlka með magaÞórunn Erlu- ogValdimarsdóttir 10 AndköfRagnar Jónasson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Misjafnir sauðir finnast í mörgu fé. Lærlingur djöfulsins eftir danska rtihöfundinn Kenneth Bøgh And- ersen er af- ar hug- myndarík og skemmtileg barna- og unglingabók. Fyrir misskilning lendir Filip, sem er mikill fyrirmyndardrengur, í þeirri aðstöðu að verða lærlingur djöfulsins. Þetta er viðburðarík saga sem kemur oft á óvart. Skemmtilegar spennubækur njóta vinsælda hjá ungmennum og þessi bók fellur vel inn í þann flokk. Bók- in, sem er verðlaunabók, er fyrsta bókin í bókaflokki sem notið hefur mikilla vinsælda. DÖNSK VERÐ- LAUNABÓK VON - SAGA AMAL TAMIMI www.holabok.is/holar@holabok.is Sem ung stúlka var Amal fangelsuð af Ísraelsmönnum. Síðar flúði hún heimilisofbeldi eiginmanns síns og fór með börnin sín 5 til Íslands. Flóttinn var ævintýralegur og hún óttaðist um líf sitt. VON - Saga Amal Tamimi er bók sem lætur engan ósnortinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.