Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 R omário fór í pólitík eftir að ferlinum lauk og hef- ur látið til sín taka á þeim vettvangi – svo eftir hefur verið tekið. Hvort hann er á atkvæðaveið- um skal ósagt látið en allavega er hann mjög á móti öllum þeim milljörðum sem fara í heims- meistaramótið sem fram fer í heimalandi hans næsta sumar. Pelé, Ronaldo og Bebeto, auk annarra goðsagna frá Bras- ilíu, eru í forsvari fyrir heimsmeistaramótið en á meðan er Romário rödd fólksins og rödd fólksins er ansi hávær eins og sást á mótmælum sem stóðu yfir meðan álfukeppnin fór fram fyrr í ár. Hann hefur pottþétt veitt nokkur atkvæði út á að vera sýnilegur í mótmælunum. „Það getur enginn sagt mér að þegja, jú fólk getur reynt það en það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Romário í við- tali við New York Times fyrir skemmstu. „Þegar ég var leik- maður var ég goðsögn. Ég komst á toppinn og var bestur í heimi um stund. Í pólitík verð ég kannski ekki besti pólitíkusinn í heimi en ég mun gera mitt allra besta.“ Pólitíkin hans Romários er ansi fjölbreytt; frá íþróttum til heilbrigðismála. Hann hefur verið í miklu stríði við knattspyrnusamband landsins, CBF, um langa hríð og það hljóp á snærið hjá Romário þegar for- seti sambandsins, Ricardo Teixeira, sagði af sér vegna spill- ingar og mútuþægni. „Allt sem hefur verið að brasilískum fótbolta undanfarinn áratug kristallaðist í Teixeira. Hann var djöfullinn. José Maria Marin (eftirmaður Teixeira) er jafnvel verri,“ sagði Romario við stórblaðið. Þegar New York Times reyndi að fá viðbrögð við þessum ummælum frá knattspyrnu- sambandinu neitaði það að tjá sig. „FIFA er einnig sökudólgurinn. Þeir eru að ræna bras- ilíska þjóð. Sepp Blatter hefur engan áhuga á að skilja við þjóðina í betri málum. Þeir komu hingað til þess eins að ná í peninga. Það tókst þeim.“ 20 mínútna hlé til að fagna marki Romário er einn besti framherji sögunnar og skoraði yfir þúsund mörk á ferlinum. Reyndar taldi hann mörkin sín sjálfur og tók æfingaleiki og yngriflokkamörkin með en það er sama. Þúsund mörk eru þúsund mörk. Hápunktur ferils hans var í Bandaríkjunum 1994 þar sem mörk hans og leikni tryggðu Brasilíumönnum heimsmeist- aratitilinn í fjórða sinn. Var hann valinn leikmaður ársins af FIFA sama ár enda hafði hann skorað 30 mörk í 33 leikjum með Barcelona það tímabil. Ferill hans er glæsilegur. 70 landsleikir og 55 mörk segja sitt og hann var alltaf vinsæll meðal áhorfenda. Þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark var gert 20 mínútna hlé á leiknum til að Romário gæti fagn- að með aðdáendum sínum. Hann fór ótroðnar leiðir í nálgun sinni að leiknum og í raun ótrúlegt að hann hafi spilað þang- að til hann var nánast fertugur. Hann stundaði næturlífið grimmt, borðaði það sem hann vildi og drakk gríðarlega. „Ef ég fer ekki út á kvöldin þá skora ég ekki,“ sagði hann þegar hann var á forsíðu slúðurblaðs í Barcelona daginn fyrir mik- ilvægan leik liðsins. Romário skoraði þrennu í þessum leik og var frábær. Þá mætti hann stundum á þyrlu á æfingar, nennti ekki að vera fastur í umferð. Fáfróðir fornir félagar En víkjum aftur að stjórnmálamanninum Romário. Þegar Álfukeppnin fór fram voru gríðarleg mótmæli víða um Bras- ilíu þar sem fólk mótmælti leikvöngunum sem byggðir eru sérstaklega fyrir mótið. Á meðan er heilbrigðisþjónustan í lamasessi en Romário þekkir heilbrigðiskerfið í Brasilíu vel eftir að hafa þurft að ganga þann erfiða stíg með dóttur sinni, sem fæddist með downs heilkennið. Ronaldo sagði, þegar mótmælin stóðu sem hæst, að HM væri haldið með leikvöngum, ekki sjúkrahúsum. Bebeto jánkaði þessari setn- ingu í beinni útsendingu. „Þeir tveir vita ekkert. Annað hvort vita þeir ekki hvað er í gangi í þessu landi eða þeir eru að þykjast ekki vita það. Hvort sem er, þá eru þeir fáfróðir.“ Ástæðan fyrir mótmælum var að þegar Brasilía fékk HM var skattborgurunum lofað að enginn peningur færi úr hag- kerfi landsins til að halda mótið. Núna er reikningurinn orð- inn þrír milljarðar dollara. Endanlegur reikningur mun hljóða upp á 13,8 milljarða dollara. Inni í þessum reikningi er Romário skoraði 55 mörk í 70 landsleikjum. Syndir á móti straumnum ROMÁRIO DE SOUZA FARIA, BETUR ÞEKKTUR SEM ROMÁRIO, ER EINN BESTI LEIKMAÐUR SÖGUNNAR. HANN HEFUR EKKI ALLTAF FARIÐ HEFÐBUNDNAR LEIÐIR Í LÍFINU OG NÚ ÞEGAR AÐRAR FYRRVERANDI KNATTSPYRNUHETJUR SYNGJA LOFSÖNG UM MIKILVÆGI HM Í BRASILÍU ER ROMÁRIO ALFARIÐ Á MÓTI PENINGAAUSTRI STJÓRNVALDA TIL MÓTSINS. Að teygja með Ronaldo. Árin tvö með Barcelona voru Evrópubúum eftirminnileg. Pólitíkusinn Romário. Stefnir á borgarstjórastólinn í Rio. Stórkostleg stund. Með HM bikarinn 1994 eftir sigur á Ítalíu. * „Hann er tækifærissinni en þvílíkur markaskorari.Afgerandi hæfileikar og ótrúlegur í teignum. Ég lærðimikið af því að spila með honum.“ Ronaldo um Romário. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.