Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2013
Bros í hverju hjarta,
bros á hverri vör
Jólagjafir fjölskyldunnar
eru hjá Vodafone
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
Samsung
Galaxy Young
19.990 kr.
eða 1.890 kr á mánuði.
Greiðsludreifing í 12 mánuði.
Vodafone 1000 fylgir með í einn mánuð
Urbanears
Plattan heyrnartól
11.990 kr.
Til í 8 flottum litum
Samsung
Galaxy S4 Mini
69.990 kr.
eða 6.490 kr á mánuði.
Greiðsludreifing í 12 mánuði.
Vodafone 1000 fylgir með í einn mánuð
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
„Það var gaman að gera eitthvað svona með ömmustelpunni
sinni. Maður finnur hvernig það styrkir tengslin, að vera ekki
bara amman heldur vorum við tvær manneskjur að búa eitt-
hvað til saman,“ segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Rithöf-
undurinn hefur skrifað barnabókina Músin sem flaug á skott-
inu en Jóhanna Líf Kristjónsdóttir, sonardóttir hennar,
myndskreytti bókina. Jóhanna er í Fjölbrautaskóla Suður-
lands og hefur vakið athygli á Facebook fyrir fallegar mynd-
ir.
Rithöfundurinn segir bókina vera hennar fyrstu eiginlegu
barnabók. „Bókin á rætur að rekja til ársins 2004 þegar ég
fór á leikritanámskeið á Írlandi og dvaldi hjá konu í einu af-
skekkasta þorpi landsins. Hún átti sex dætur sem voru hinar
glæsilegustu og voru alltaf að skottast í kringum mig. Mig
langaði svo að semja sögu handa einni þeirra, Claudiu, og
byrjaði þar að möndla þessa sögu saman.“
Bókin hentar lesendum frá 5-7 ára og upp úr. Elísabet
naut einnig dyggrar aðstoðar fimm ára ömmustelpu
sem var hennar tilraunadýr og var hæstánægð með
afrakstur ömmunnar.
„Maður er oft svolítið kaldhæðinn í skrifum fyrir
fullorðna þannig að þarna þurfti ég að setja mig í allt
annan gír til að fá góðan tón. Ömmustelpan mín litla
var samt að spyrja mig ýmissa spurninga, eins og
hvað væri einmanaleiki. Ég ætlaði fyrst að taka slík
orð út en hætti svo við og fór frekar þá leið að út-
skýra þau hugtök. Bókin fjallar um einmanaleikann,
músina sem á enga vini og stingur öðru hverju
hausnum upp og hrópar: „Hæ vinir“. Ævintýrin fara
svo að gerast þegar hún fer að fljúga á skottinu. El-
ísabet gefur bókina út sjálf og að venju mun hún
vera í Melabúðinni með bókina og einnig selja hana
eftir pöntunum. Hægt er að hafa samband við El-
ísabetu á ellastina@hotmail.com.
Vinkonurnar, listamennirnir og amman og ömmustelpan, Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Jóhanna Líf Kristjónsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
ELÍSABET KRISTÍN JÖKULSDÓTTIR MEÐ SÍNA FYRSTU BARNABÓK
Amma og sonardóttir
Það er ýmislegt lagt á sig fyrir
jólamatinn. Hér á landi ganga
menn til rjúpna í allskonar veðra-
vítum en á Spáni eru til ofurhugar
sem sækja hnossgæti úr sjó. Selja
það svo dýrum dómum á fiskmörk-
uðum.
Þessir menn eru kallaðir Perce-
beiros og þeir ganga meðfram hál-
um klettum í sjónum til þess eins
að sækja svokallaða gæsahrúður-
karla á jólaborð Spánverja.
Þeir byrja á því að negla sig
fasta við klettana og láta sig svo
síga í öldurótið þar sem allt getur
gerst. Í aðfallinu vinna þeir en
halda sér dauðahaldi þegar næsta
alda gengur yfir.
Gæsahrúðurkarlar eru eðlilega
mjög dýr matur á Spáni enda ákaf-
lega erfitt að sækja þá og hættu-
legt.
Fernando Marino er einn af of-
urhugunum sem veiða við norð-
vesturströnd Spánar, við bæinn
Costa de la Vela. Hann hefur
stundað þessar veiðar í 19 ár.
Hann segir við AFP að áhættan sé
mikil. „Hættan er ekki aðeins fólg-
in í köldu hafinu heldur einnig í því
að við þurfum oft að stökkva á hála
klettana. Það eru stundum margra
metra öldur og fólk hefur farist við
þessa iðju.“
FURÐUR VERALDAR
Hætta lífi
og limum
fyrir jólamat
Fernando Marino berst við öldurnar. Kílóverð af gæsahrúðurkarli er 162
evrur eða 26 þúsund krónur. Síðasta ár seldust 17,5 tonn af góðmetinu.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Chad Smith
trommari Red Hot Chili Peppers
Ryan Giggs
knattspyrnumaður
Benedikt Brynleifsson
trommari