Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 12
un á höfundinum hefur lengi tíðkast og því sem hann er að reyna að segja eða lýsa. En hvað end- urspeglar fólk og samfélagshópa eins vel og brandarar, orðrómar og flökkusagnir?“ Hún segir unglinga hafa sér- stakan áhuga á að læra um brand- ara og flökkusagnir enda samsami þeir sig gjarnan við efni af því tagi. „Þeir tengja það við sína stöðu í samfélaginu. Þeir eru á jaðrinum og upplifa sig oft skör lægra en full- orðna fólkið. Þeir fara því ósjaldan á flug þegar þeir finna þjóð- fræðaefni sem hefur snertifleti við þeirra eigið líf, ekki síst þegar þeir geta notað það til að tjá sig um eig- in stöðu. Brandarar virka til dæmis oft vel þegar lýsa þarf áhyggjum. Það hentar sumum betur að tala um áhyggjur undir rós. Tjá sig óbeint.“ Bryndís hefur sérstaklega rann- sakað brandara sem gengið hafa fólks á milli hér á landi síðustu tíu árin og greint þá út frá hópum, körlum, konum og svo framvegis. Efnið er oftar en ekki komið að ut- an en aðlagað íslenskum aðstæðum. Hún segir niðurstöður sínar sam- bærilegar við erlendar rannsóknir sem hún hefur kynnt sér. Sögurnar í sögunni Sögur og frásagnir hafa löngum verið Bryndísi hugleiknar og því blasti við að hún ritaði sig inn í sagnfræði í Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi. Til að byrja með fann hún sig vel í náminu en að S ú var tíðin að þjóðfræði þótti undarlegt áhuga- mál fámenns hóps sem snerist aðallega um álfa, huldufólk, drauga og ásatrú. Þetta hefur breyst. Það er ekki bara áhuginn sem hefur aukist, viðfangsefnin eru líka önnur en áð- ur. Þjóðfræði er orðin viðurkennt svið innan háskólasamfélagsins og snýst um miklu meira en bara ís- lenska þjóðmenningu. Í því ljósi er líklega við hæfi að fyrir framan mig sitji ekki roskinn rykfallinn karl heldur ung og orkumikil kona, Bryndís Björgvinsdóttir. Hún er þjóðfræðingur. Helsta áhugasvið Bryndísar ligg- ur býsna fjarri álfum og huldufólki. „Ég hef sérhæft mig í samtím- anum,“ segir hún. „Það er hvers- dagslega borgarmenningin sem heillar mig mest. Menning sem okk- ur finnst oft vera ómerkileg, svo sem brandarar og flökkusagnir. Efni af því tagi hefur ekki mikið verið notað sem heimild gegnum tíðina en ég geri það – óhikað. Brandarar og flökkusagnir segja nefnilega býsna margt um fólk, lýsa til dæmis oft ótta sem fólk á ekki auðvelt með að láta í ljósi með öðr- um hætti.“ Hún útskýrir þetta nánar. „Brandarar og flökkusagnir end- urspegla hugmyndir sem annars eru bældar niður eða ritskoðaðar. Þetta efni er oftar en ekki hneykslanlegt og í því birtist kvenfyrirlitning, kyn- þáttafordómar og ýmislegt fleira sem alla jafna er ekki vel séð í sam- félaginu.“ Þetta hefur ekki verið mikið skoðað hér heima til þessa en þjóð- fræðingar hafa lengi safnað efni af þessu tagi erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem rannsóknir á bröndurum og flökkusögnum ná þrjá til fjóra áratugi aftur í tímann. Drengurinn er sonur minn Bryndís leggur fyrir mig gátu: „Faðir og sonur lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er fluttur mikið slasaður á spítala. Hann er drifinn beint í aðgerð en skurðlæknirinn fórnar höndum og kveðst ekki geta framkvæmt að- gerðina, drengurinn sé sonur sinn. Hvernig má það vera?“ Bryndís horfir í augun á mér. Bíður eftir svari. Drengurinn á tvo feður eða hefur verið rangfeðraður, hugsa ég með mér. Það er ekki rétt. „Skurðlæknirinn er kona,“ segir Bryndís og glottir. Les mig eins og opna bók. Það datt mér ekki í hug. Skammast mín. „Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ segir Bryndís hughreyst- andi áður en ég síg niður fyrir borð- brúnina. „Mjög margir myndu svara þessu með sama hætti. Við hugsum oft í staðalmyndum og á svart/ hvítan máta. Í þessu tilviki sjáum við bara fyrir okkur karlmann í hvítum sloppi.“ Svona má nota þjóðfræðina til að skoða hvernig við hugsum – um konur, litaða, samkynhneigða, út- lendinga og þar fram eftir götunum. Bryndís tekur annað dæmi: „Af hverju eru konur með fætur?“ Mig rekur í vörðurnar. „Svo þær standi ekki á gati.“ Einmitt. Brandarinn karllægt form Bryndís tekur þetta sem dæmi um birtingarmynd kvenna í efni af þessu tagi. „Konur koma mun sjaldnar fyrir í bröndurum en karl- ar. Þeir eru iðulega hugsaðir út frá körlum. Það er helst ef það hefur sérstaka þýðingu fyrir uppbyggingu brandarans og að hann gangi upp að kona komi við sögu. Þá er höfð í honum móðir, gleðikona eða líkams- partar sem aðeins konur hafa, þá helst brjóst eða píka og gátuformið ósjaldan notað.“ Enn leggur Bryndís fyrir mig gátu: „Hvað þarf marga svertingja til að skúra handboltavöll?“ Nú fellur mér allur ketill í eld. Þori ekki að svara. Þori ekki að hugsa. Það geta ekki blundað í mér kynþáttafordómar. Ég finn kaldan svitann brjótast fram. Hugsa um æskuvin minn, Kunta Kinte, og bið hann auðmjúklega að fyrirgefa mér. „Engan,“ segir Bryndís þegar hún sér varirnar á mér herpast saman. „Það er kvenmannsverk.“ Ég er svo aldeilis ... „Annars er þessi brandari órök- réttur,“ heldur Bryndís áfram. „Hann gerir ekki ráð fyrir því að til séu svartar konur. Þegar sagt er kvenmannsverk sjáum við bara fyrir okkur hvítar konur.“ Nú er heilinn í mér kominn á yf- irsnúning. Þarf ég að endurskoða alla mín tilvist frá grunni? En Bryndís hefur sannað mál sitt. Brandaraformið er gott innlegg í umræðu um kvenfyrirlitningu, ras- isma og sitthvað fleira sem við alla jafna höfum skömm á. „Mín trú er sú að fátt sé betur til þess fallið að gera þessa umræðu heiðarlegri,“ segir Bryndís. Ekki nægilega merkilegt? Bryndís finnur fyrir vaxandi áhuga á rannsóknum af þessu tagi hér á landi en segir þær á sama tíma fara kannski örlítið í taugarnar á sum- um, ekki síst ef nýta á efnið sem heimildir. „Einhverjum þykir þetta efni ekki nægilega merkilegt til að nota megi það sem greiningartæki. Hvað þá sem fræði eða til listsköp- unar. Skýringin gæti legið í ákveð- inni stéttafyrirlitningu. Þetta efni er alþýðuhefð og eflaust hefur Jón Árnason orðið fyrir barðinu á sams- konar fordómum þegar hann fór um landið og safnaði þjóðsögunum – bá- biljum og kellingabókum, eins og sagt var. Það vinnur líka gegn þessu efni að það er enginn höf- undur á bak við það. Enginn reffi- legur karl eins og Halldór Laxness á bakvið okkar þekktustu nútíma- bókmenntir. Enginn ber ábyrgð á þessu efni. Það dregur líklegast úr vægi efnisins í huga margra. Dýrk- því kom að hún áttaði sig á því að hinar stóru línur voru ekki fyrir hana. „Mér fór að þykja stórsagan leiðinleg, langaði miklu frekar að skoða litlu sögurnar. Sögurnar í sögunni. Þær segja oft meira um samfélagið og menninguna á hverj- um tíma,“ útskýrir Bryndís. Hún tekur heimsstyrjöldina síðari sem dæmi. Sagnfræðin fjalli mikið um heildir, svo sem hversu margir voru ofsóttir og útrýmt af nasistum. „Í stað þess að gleyma mér í töl- fræðinni langaði mig að skoða per- sónulegu sögurnar. Fólkið á bak við tölurnar. Gyðingana, sígaunana, hommana og alla hina sem týndu lífi. Hver er þeirra saga?“ Þetta varð til þess að Bryndís skellti sér í tíma í þjóðfræði og eftir það varð ekki aftur snúið. Hún hafði fundið sitt svið. „Það eru litlu hvers- dagslegu sögurnar sem við höfum tilhneigingu til að afgreiða sem ómerkilegar eða ómarktækar. En þær geta einnig sagt okkur svo margt um okkur sjálf, hvernig það er að vera manneskja og tilheyra samfélagi.“ Eftir að hafa lokið BA-prófi í sagnfræði hóf Bryndís meistaranám í þjóðfræði á þessum forsendum. Ekki voru margir í því námi á þeim tíma, rétt um tíu manns, en sá fjöldi hefur líklega þrefaldast síðan, að sögn Bryndísar. Á örfáum árum. Hún kann ekki einhlíta skýringu á því en bendir á að þjóðfræðingar hafi verið duglegir að halda faginu að fólki á umliðnum árum. Það sé Margt býr í brandar- anum HVERS VEGNA ERU KONUR MEÐ FÆTUR OG HVAÐ ÞARF MARGA SVERTINGJA TIL AÐ SKÚRA HANDBOLTAVÖLL? ÞETTA ERU DÆMI UM BRANDARA Í GÁTUFORMI SEM BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR ÞJÓÐFRÆÐINGUR HEFUR RANNSAKAÐ EN SÉRSVIÐ HENNAR INNAN FAGSINS ERU BRANDARAR OG FLÖKKUSAGNIR. HÚN SEGIR ÞETTA EFNI GETA SAGT BÝSNA MARGT UM FÓLK, ENDURSPEGLA TIL DÆMIS OFT ÓTTA SEM FÓLK Á EKKI AUÐVELT MEÐ AÐ LÁTA Í LJÓSI MEÐ ÖÐRUM HÆTTI. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Ómar Óskarsson omar@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.