Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 38
Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Þegar ég ákveð í hverju ég ætla að klæðast byrja ég oftast að hugsa út frá skónum, í hvaða skóm ég ætla að vera og púsla síðan fötunum í kringum skóna sem ég er í. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Alexander Wang, Riccardo Tisci og Marc Jacobs eru í uppáhaldi hjá mér. Annars eru Gummi Jör og strákarnir í JÖR uppáhalds íslensku hönnuðirnir mínir þótt hann Gummi geti oft verið helvíti erfiður. Hvað var fyrsta hönnunarflíkin sem þú keyptir þér? Ég er ekki alveg klár á því en ætli það hafi ekki verið Gucci-veski sem ég keypti þegar ég var 14 ára. Ég keypti mér síðan Prada-skó á svipuðum tíma. Það var ekki keyptur hádegismatur í nokkra daga eftir þessi kaup man ég. Ætlar þú að fá þér eitthvað sérstakt fyrir vorið? Mig langar mikið í skó sem nefnast Air Jordan 6. Þeir voru gefnir fyrst út árið 1991 og nú er verið að endurútgefa þá núna í byrjun árs og vonandi verð ég nógu heppinn til að eignast þá en þeir koma í mjög takmörkuðu magni. Hverju er mest af í fataskápnum? Skóm. Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Frekar erfitt að lýsa honum en ég myndi segja að hann væri mjög litríkur og fjölbreyttur. Mér finnst gaman að fara mínar eigin leiðir og er óhræddur við að henda mér út í djúpu laugina og prufa eitthvað nýtt og öðruvísi. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á eiginlega ekki neina uppáhaldsflík en svo ég nefni eitthvað fann ég Lacoste bomber-jakka í París fyrir nokkrum árum sem var framleiddur bara í 6 eintökum sem er frekar töff. JÖR bi- ker-jakkinn minn er í miklu uppáhaldi þessa dagana og sömuleiðis Hols- ter eftir Bóas Kristjánsson sem er mjög skemmtileg og falleg flík. Svo fá nokkrir Jordan-skór sem ég held mikið upp á sér hillu inni í herbergi. Hvað er uppáhalds „trendið“ þitt fyrir vorið? Ég er eiginlega aldrei með einhver ákveðin trend í gangi. Ég klæði mig bara eftir veðri og geng í því sem mér líður vel í. Skiptir mig engu máli þótt hlutirnir séu í tísku eða ekki. Mér er alveg sama. Ég klæðist því sem mér finnst flott hverju sinni. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Jájá, ég gæti skrifað heila BA-ritgerð um tískuslysin mín en það fyrsta sem kemur upp í hugann varðandi tískuslys eru fermingarfötin mín sem voru hvít jakkaföt. Til þess að vera fullviss um að enginn myndi vera eins og ég valdi ég mér túrkisbláa skyrtu innanundir, skelfilegt! Stundum þeg- ar ég sé fermingarmyndina mína spyr ég móður mína af hverju í ósköpunum hún hafi ekki stöðvað þessa vitleysu. Ég hélt ég væri langflottastur en svo var ekki. Svo tók ég smárapparatímabil í 7. bekk þar sem ég gekk bara í G-unit fötum, mjög fyndið þegar ég lít til baka. Hvaða tískublöð lestu? GQ, Complex, Hypebeast og einhver fleiri. ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ HENDA SÉR Í DJÚPU LAUGINA Skórnir fyrst og fötin svo BERGUR GUÐNASON STARFAR Í TÍSKUVERSLUNINNI JÖR Á LAUGAVEGI. BERGUR HEFUR LENGI HAFT ÁHUGA Á TÍSKU OG VERIÐ DUGLEGUR AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM Í GEGNUM TÍÐINA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Bergur klæðir sig eftir veðri og gengur bara í fötum sem honum líður vel í. Alexander Wang er einn af eftirlætis- hönnuðum Bergs. AFP Lacoste bom- ber-jakkinn er ein af uppáhalds- flíkum Bergs. Holster eftir Bóas Kristjánsson. Á óskalistanum fyrir vorið er endurútgáfa Air Jordan 6 skónna. *Föt og fylgihlutir Fyrir þá sem sakna tíunda áratugarins er lítið mál að dressa sig upp í tískuverslunum nútímans »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.