Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaUngur Bandaríkjamaður lét peningana vinna fyrir sig og gat fljótlega hætt að vinna Vetrarstarfið er í fullum gangi hjá Skylmingafélagi Reykjaví- ur og Nikolay Ivanov Mateev framkvæmdastjóri er að leggja lokahönd á undirbúning Reykjavíkurleikanna í skylm- ingum. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur. Ég og kona mín Amelía og synir okkar tveir, Alexander og Andri. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til nóg af mjólk og ávöxtum fyrir boozt og safa. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlæt- isvörur á viku? Held það sé í kringum 30 til 35 þúsund krónur. Hvar kaupirðu helst inn? Ég versla hjá þessum dæmigerðu matvörubúðum: Bónus og Hagkaupum. Einstaka sinnum fer ég í Istanbúl Market í Ár- múlanum. Hvað freistar í matvörubúðinni? Strákarnir okkar eru alltaf svangir þannig að ég kaupi allt það sem þarf til að fóðra þá og þagga niður í þeim. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Nú til dags er erfitt að spara mikið en ég borða oft í mötu- neytinu hjá ÍSÍ. Góður og ódýr matur þar. Hvað vantar helst á heimilið? Okkur vantar nýtt salerni og bíðum nú eftir pípulagna- meistarann til þess að setja það upp. Einnig langar okkur strákana í nýjan Honda Civic en konan mín er ekki búin að samþykkja það plan enn. Eyðir þú í sparnað? Til að fjármagna utanlandsferðir. Skothelt sparnaðarráð? Aldrei að eyða peningum þínum áður en þú hefur eignast þá. NIKOLAY MATEEV SKYLMINGAÞJÁLFARI Strákarnir eru alltaf svangir Nikolay langar í nýjan Honda Ci- vic en á eftir að fá eiginkonuna til að samþykkja kaupin. Morgunblaðið/Ómar Aurapúkinn hefur það fyrir reglu að skoða umsagnir og dóma á net- inu áður en hann kaupir hvort heldur stóra eða smáa hluti, dýra eða ódýra. Hann hefur lært að þeim tíma er vel varið sem fer í smá rannsóknir áður en látið er verða af kaup- unum. Auðvelt er að skoða t.d. stjörnugjöf á Amazon og sjá hvort betri valkostir eru á markaðinum. Margar vefsíður sérhæfa sig líka í vöruprófunum og samanburði. Því dýrari sem hluturinn er, því meira leggur Aurapúkinn á sig. Til dæmis er tölva ekki keypt fyrr en eftir vandlegan samanburð þar sem umsagnir almennings og sérfræð- inga eru vegnar og metar. En að rannsaka litlu og ódýru hlutina borgar sig líka, sér í lagi vörur sem við notum oft og mikið. Notaði Púkinn t.d. netið nýlega til að gera upp við sig hvaða svitalykt- areyðir væri bestur. púkinn Aura- Hvað segja netverjar? M argir sjá þann dag í hillingum að þurfa ekki lengur að mæta til vinnu. „Ef ég væri ríkur“ raula ef- laust margir með morgunverk- unum, áður en þeir halda af stað út í kalt vetr- armyrkrið til að mæta á réttum tíma á vaktina. Að setjast í helgan stein þarf ekki endilega að vera svo fjarlægur draumur. Með lagni og góð- um fjárhagslegum venjum er mögulegt að kveðja hið daglega brauðstrit löngu áður en líf- eyrisaldri er náð. Vinnur þegar hann langar Fjármálavefur Wall Street Journal, Market- Watch, birti nýlega forvitnilegt viðtal við ungan Bandaríkjamann sem tókst einmitt það. Hann kallar sig Pete, en gefur ekki upp fullt nafn til að vernda einkalíf fjölskyldu sinnar. Pete, sem í dag er 39 ára, giftur og á 8 ára gamlan son, hætti að vinna við þrítugt. Hann heldur úti fjár- málablogginu www.mrmoneymoustache.com og tekur ekki að sér launuð störf nema þegar hann langar, og þá á sínum eigin forsendum. Og hvernig fór Pete svo að því að koma sér í þessa þægilegu stöðu? Í viðtali WSJ kemur fram að Pete tamdi sér strax sem unglingur að fara skynsamlega með peninga. Hann eyddi ekki um efni fram og átti auðvelt með að spara. Sömu sögu er að segja af eiginkonu hans, og eftir að hafa búið saman í nokkur ár og rekið heimilið á fjárhagslega ábyrgan hátt var dágóður sjóður tekinn að myndast. Þau hjónin fóru að huga að barneignum og komust að þeirri niðurstöðu að best væri að geta hætt að vinna áður en fjölgaði í fjölskyld- unni. Þau settu sér markmið um að bæði eiga húsnæðið sitt skuldlaust og eiga nægilega stórar vaxtaberandi fjárfestingar til að getað lifað af vöxtunum. Ekki hefur skemmt fyrir að bæði Pete og kona hans störfuðu í hugbúnaðargeiranum. Tekjur þeirra hafa því sennilega verið vel yfir meðallagi. Um þrítugt höfðu þau greitt upp all- ar skuldir af heimili sínu og áttu til viðbótar jafnvirði 600.000 dala í fjárfestingum, jafnvirði um 69 milljóna á gengi dagsins í dag. Pete hafði reiknað út að stóla mætti á að lág- marki 4% ársávöxtun af fjárfestingunum og fá þannig 25.000 dali árlega í arð, jafnvirði um 2,9 milljóna króna. Ekki fylgir sögunni hvort verð- bólga er hluti af dæminu. Búandi skuldlaust og verandi neyslugrönn á fjölskyldan ekki í miklum vanda með að fram- fleyta sér fyrir þá upphæð, rétt röskar 240.000 kr á mánuði að meðaltali. Útgjöldin eru vandinn Pete segir lykilinn að því að setjast snemma í helgan stein vera að hafa hemil á útgjöldunum. Hann segir t.d. að það að skipuleggja lífsstílinn þannig að fara megi allra ferða á hjóli eða fót- gangandi frekar en á bíl spari strax hátt á aðra milljón á ári. Leiðin að hamingjunni sé að hafa stjórn á hvatanum til að kaupa, og að skilja að margt það sem við eltumst við að hafa efni á, og slít- um okkur út fyrir, er í reynd að dreifa athygli okkar frá því sem raunverulega skiptir máli í lífinu. MESTU SKIPTIR AÐ GETA HAMIÐ ÚTGJÖLDIN Maðurinn sem hætti að vinna þrítugur LÆRA MÁ EITT OG ANNAÐ AF BANDARÍKJAMANNINUM PETE SEM SETTIST Í HELGAN STEIN ÞEGAR HANN VAR AÐEINS ÞRJÁTÍU ÁRA. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Lífsgæðakapphlaupið er ekki allt og það besta í lífinu kostar tíma, en ekki peninga. Mynd úr safni af gæðastund feðga sem heilsa upp á bra-bra við Tjörnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.