Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 47
Best menntaða fólkið á þessu sviði sem völ er á hér á landi. Ragnheiður ber því vel sög- una, ekki síst dr. Tryggva Sigurðssyni barnasálfræðingi. Hún hafi oft leitað til hans gegnum tíðina og hann reynst ráðhollur. Þar fékk Kjartan greiningu, að svo miklu leyti sem það er hægt fyrir ungabarn. „Börn með Downs-heilkenni eru oft orðin töluvert gömul þegar þau eru greind með einhverfu og þegar sett er tala á greindarvísitölu, vegna þess hvað þau þroskast hægt. Kjartan var ekki endanlega greindur fyrr en hann var orðinn fjórtán eða fimmtán ára,“ segir móðir hans. „Þroskinn er venjulega hraðari fyrstu mánuðina og árin, en síðan beygja þessi börn út af línunni. Kjartani er enn að fara vitrænt fram. Núna er hann til dæmis búinn að færa sig frá Disney-teiknimyndum yfir í Fólkið í blokkinni. Hann hrífst líka með og skynjar spennu, eins og í handbolta- leikjunum á Evrópumeistaramótinu í Dan- mörku. Hann hrópar og kallar þegar mark er skorað án þess að átta sig endilega á því hvort liðið var að skora,“ segir Ragnheiður. Hún þagnar stutta stund en kemur svo með athyglisverða samlíkingu: „Kjartan er í sama stiga og við hin, þrepin eru bara styttri og miklu dýpri.“ Hvað er greind? Kjartan er með þrefaldan 21. litning sem or- sakar Downs-heilkenni, auk þess að vera á einhverfurófi. Greindarskerðingin er alvar- leg, greindarvísitala Kjartans er 35 en með- algreind á bilinu 90-109. „En hvað er greind?“ spyr Ragnheiður. „Auðvitað hefur Kjartan takmarkaðan skiln- ing á mörgu en tilfinningar hans eru ósvikn- ar. Hann elskar fólkið sitt og sýnir því mikla hlýju. Dýrkar bræður sína. Meiri dýravinur er líka vandfundinn, þeir hundurinn okkar, Bangsi, hafa bundist miklum tryggð- arböndum. Kjartan trúir honum fyrir öllu mögu- legu og Bangsi fagnar honum alltaf ógurlega þegar hann kemur heim á daginn og vekur hann á morgnana.“ Kjartan er feiminn að eðlisfari og kann best við sig innan um fjölskyldumeðlimi og aðra sem hann þekkir og treystir. Einhverfan veldur því að honum eru gjarnan mislagðar hendur í samskiptum við annað fólk. Verður óöruggur. Hann á líka erfitt með að tjá sig og þarf að vita til hvers er ætlast af honum. Kjartan færir ekki þekkingu yfir á nýjar að- stæður og þarf fyrir vikið að læra ýmsa hluti aftur og aftur. Þrátt fyrir þessa annmarka segir Ragn- heiður hann hafa djúpa skynjun. „Um dag- inn var hann háttaður upp í rúm, þessi elska, en fór fram úr og sótti mig þegar hann sá stjörnubjartan himininn. „Sjáðu, mamma. Þær eru komnar. Eru þær ekki fal- legar?“ Svona er hann næmur.“ Kjartan er smávaxinn en hreyfigeta hans er með ágætum, hann er léttur á fæti og klífur Esjuna án vandræða. Sitthvað er þó afbrigðilegt, sársaukaskyn Kjartans er til dæmis allt annað en hjá venjulegri manneskju. Hann getur tekið utan um sjóðandi heitan pott og sagt: „Mamma, finndu hvað potturinn er heitur!“ Hann skynjar hitann en finnur ekki fyrir sársauka. Urðu að flytja í bæinn Fjölskyldan bjó í Stykkishólmi þegar Kjart- an kom í heiminn en fljótlega varð ljóst að þau yrðu að flytja á höfuðborgarsvæðið til að fá bestu mögulega þjónustu. „Við áttuðum okkur fljótt á því að það væri of flókið að vera með barn með svona miklar sérþarfir úti á landi. Svæðisskrifstofa um málefni fatl- aðra á Vesturlandi reyndist okkur vel en við þurftum að vera það mikið með Kjartan í Reykjavík að ekki var um annað að ræða en að flytja í bæinn. Þess utan áttum við ekki fjölskyldu í Hólminum en eðli málsins sam- kvæmt er mikilvægt fyrir fólk í okkar stöðu að hafa aðgang að slíkum stuðningi. Við hjónin vorum bæði í góðum störfum fyrir vestan en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?“ Tveggja ára fékk Kjartan inni á leikskóla, Foldakoti í Grafarvogi. Ragnheiður segir það hafa gengið vonum framar. „Reynsla mín af Foldakoti er mjög jákvæð. Leikskólinn er ekki eins og stofnun heldur lifandi fyr- irbrigði. Kom sjálfur á móti okkur með lausnir. Menn mættu tileinka sér það viðhorf víðar. Kjartani leið vel á Foldakoti og við fundum til öryggis.“ Þegar grunnskólaganga Kjartans hófst kom á daginn að ekki er gert ráð fyrir af- hendingu barns með sérþarfir milli skóla- stiga. Hann fékk starfsmann af leikskólanum með sér yfir í Foldaskóla fyrstu átta dagana, vegna þess að við óskuðum sérstaklega eftir því, en síðan ekki söguna meir. Ragnheiður gagnrýnir þetta. Sonur sinn sé þannig gerð- ur að aðlögunin þurfi að vera mun lengri. Af Trabant yfir á Cadillac Fimm ára gamall greindist Kjartan með syk- ursýki en Downs-börn eru útsettari en önnur börn fyrir ýmsum sjúkdómum, svo sem hvít- blæði og sykursýki. Að því er Ragnheiður veit best er Kjartan þó eina Downs-barnið með sykursýki hér á landi. Þegar drengurinn greindist með sykursýk- ina mættu foreldrar hans allt öðru viðmóti í kerfinu. „Munurinn á því að vera með þroskaheft barn á Íslandi og langveikt er eins og munurinn á Trabant og Cadillac. Við vorum komin á allt annan stað í tilverunni. Íslenska heilbrigðiskerfið mætir fólki þar sem það er statt. Fagmennskan er algjör og það sem meira er, fólkið sem hefur með mál- in að gera hefur völd til að taka ákvarðanir. Svo ég haldi áfram með samlíkinguna, þá tók sykursýkin alla Afríku, ekki bara hluta eins og Downs-heilkennið. Það er merkilegt í ljósi þess að hvort tveggja er líf- fræðilegur galli. Birtist bara með ólíkum hætti.“ Huga þarf vel að mat- aræði Kjartans og mæla blóðsykurinn oft á dag. Röng meðhöndlun til lengri tíma við sjúk- dómnum getur valdið út- limamissi og jafnvel dauða. Ábyrgð þeirra sem annast um Kjartan er því mikil. For- eldrar Kjartans hafa kennt ófáum að mæla blóðsykur hans gegnum tíðina. Vegna tak- markana sinna mun Kjartan aldrei geta fylgst með þessu sjálfur. Nú er verið að þróa nýtt tæki sem grætt er í sjúklinginn, mælir blóðsykurinn og gefur insúlín jafnóðum þegar á þarf að halda. Ragnheiður bindur miklar vonir við þetta tæki enda myndi það henta syni hennar afar vel. „Vonandi getur hann fengið það áður en langt um líður.“ Flókið verkefni fyrir stuðnings- fjölskyldu Eitt af úrræðunum sem kerfið býður upp á þegar börn eru með miklar sérþarfir er stuðningsfjölskylda. Þangað fer barnið reglu- lega, eina eða tvær helgar í mánuði, til að létta undir með foreldrunum og veita þeim hvíld. Kjartan fékk snemma frábæra stuðn- ingsfjölskyldu sem tengist honum fjöl- skylduböndum og segir Ragnheiður hana hafa reynst honum afar vel. Það stóð þó of stutt. Eftir að Kjartan greindist með syk- ursýkina og eftir að fjölgaði í stuðningsfjöl- skyldunni var Kjartan of flókið verkefni fyrir þessa góðu fjölskyldu, sem þrátt fyrir það hefur áfram reynst honum vel. „Því flóknari sem þarfir barnsins eru þeim mun meira standa foreldrarnir einir,“ segir Ragnheiður. Kjartan fékk ekki aðgang að Notenda- stýrðri persónulegri aðstoð (NPA), sem á að verða lögbundin á þessu ári. „Við sóttum um en fengum ekki. Sá orðrómur gengur að starfsfólk velferðarráðuneytisins sé þeirrar skoðunar að NPA eigi aðeins að vera fyrir líkamlega fatlaða, en ekki þroskahefta. Ég vona að það sé ekki rétt. Það væru for- dómar. “ Mæðginin Kjartan Ólafs- son og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Samband þeirra er afar náið. *Vonandi geturmín reynsla orð-ið til þess að hjálpa öðrum sem standa í sömu sporum og mögulega leitt til langþráðra breytinga. 26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.