Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Síða 34
Þ etta er klikkuð sýning. Ameríkanar og sér- staklega þeir í Vegas kunna alveg að búa til flottar sýningar.“ segir Harald Pét- ursson hjá Nova, en hann stýrir við- skiptaþróun fyrirtækisins og er nýkominn heim frá Las Vegas þar sem hann skoðaði nýjustu strauma og stefnur sem í tækniheiminum á sýningunni CES. Öll tæki og tól virðast nú hafa forskeytið „snjall“ á undan og á sýningunni mátti sjá snjall- ísskáp, snjalltannbursta og hvaðeina. Harald segir að tvennt hafi þó verið mest áber- andi á sýningunni. Annars vegar svokölluð klæð- anleg tækni (e. wearables) og hins vegar nettengd- ir bílar (e. connected cars). „Klæðanleg tækni verður næsta stóra málið sögðu þeir þarna úti. Þeir eru að spá því að þetta verði jafnstórt og snjallsímarnir eru orðnir. Nú er hægt að fylgjast með heilsunni, skrefafjölda, kaloríufjöldanum, svefninum og nánast öllu með einu armbandi. Heilsa og klæðanleg tækni virðist haldast í hend- ur,“ segir Harald. Hægt að leggja bíl með símanum Nettengdu bílarnir voru ekki síður áberandi. „Allir nýir bílar frá Chevrolet verða nettengdir og það virðist vera að hitta í mark. Allir stóru bíla- framleiðendur voru þarna að kynna sínar tækni- nýjungar og þarna var meðal annars hægt að leggja Range Rover með símanum og margt margt fleira.“ Bæði sjónvörp og snjallsímar eru komin með sveigðar línur sem framleiðendur segja að sé vegna þess hvernig augað virki. Þá nær notandinn að setja fókus á fleiri staði og fylli betur út í skjá- inn. „Það sem maður hefur tekið eftir á síðustu sýningum er að þrívíddartæknin er eiginlega á undanhaldi, hún er að fjara út. Þetta sem kallast 4K er að taka yfir í sjónvörpum.“ 4K upplausn er 3840 × 2160 pixla upplausn en venjulegt sjónvarp er yfirleitt full HD þar sem upplausnin er 1920 × 1080. Hann segir einnig að heilsan hafi verið í fyrir- rúmi þarna vestanhafs. Allt sé gert til að spyrna við fótum gegn offitu. „Öll þessi armbönd greina skrokkinn frá a-ö. Maður sér hvenær maður er í djúpsvefni og hvenær í grunnsvefni, hvað maður brennir mikið yfir daginn og fleira og fleira. Fram- leiðendur gera þetta svolítið töff með samfélags- netinu þannig að maður getur skoðað brennslu og annað hjá tilteknum hópum, til dæmis hjá öðrum karlmönnum í sama aldursbili.“ Sjálfur er Harald með Nike armband þar sem hann getur fylgst með líkamsstarfseminni hjá sér. „Ég hef borið það í ár og líkar rosalega vel þennan aukahlut – finn ekk- ert fyrir þessu. Ég sting þessu beint í USB í tölv- unni og hleð þetta kannski einu sinni í mánuði. Þetta verður næsta „megatrend“ í heiminum, þessi armbönd munu kosta frá 20 þúsund krónum og eiga eftir að slá í gegn á þessu ári – ég er sannfærður um það.“ EPA Meira að segja tannburstar eru orðnir snjallir. Harald Pétursson stýrir viðskiptaþróun Nova. Hann segir það mikla upplifun að fara á sýningu í Las Vegas. Klæðanlegri tækni var spáð velgengni á CES-sýningunni í ár. Morgunblaðið/Þórður Á STÆRSTU TÆKNISÝNINGU HEIMS Klæði og netbílar HARALD PÉTURSSON ER NÝKOMINN AF CES, STÆRSTU RAFTÆKJASÝNINGU HEIMS, SEM HALDIN VAR Í LAS VEGAS. KLÆÐANLEG TÆKNI OG NETTENGDIR BÍLAR VORU MEST ÁBERANDI Á SÝNINGUNNI Í ÁR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is 150 þúsund manns mættu á CES sem stóð yfir frá 7.-10. janúar þar sem 3.200 framleiðendur frumsýndu nýjustu tækin og tólin. Hér má sjá sveigð og beygð sjónvörp. Sony Smart- band var frumsýnt á CES en það kemur á markað í apríl. Flestir snjallsímar sem verða frumsýndir á árinu 2014 verða með sveigðar línur. Heimaspjallið í gegnum LG-símann og LG-ísskáp. Með því er hægt að spyrja ísskápinn hvað sé til. Bílaframleiðandinn Range Rover sýndi nýj- ustu tækninýjung sína, Valeo, þar sem hægt er að leggja bílum með símanum. Tólf skannar eru á bílnum, fjórar myndavélar og laser skanni að framan og aft- an til að allar hreyfingar verði sem nákvæmastar. *Græjur og tækniMargir nota tölvupóst til samskipta en ýmis ráð eru gagnleg til að flokka hann og skipuleggja »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.