Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 36
Ý miskonar vandamál fylgja tölvupósti. Stærsta vandamálið er líklega mikill fjöldi skeyta sem okkur berast. Flestir fá talsvert magn af ruslpósti. Það má draga úr því vandamáli með því að nota síu sem flokkar ruslpóst frá öðrum pósti, en slíkar síur þarf oft á tíðum að þjálfa til að þær komi að gagni. Það þarf jafnframt að fylgjast með ruslpósthólfinu ef ske kynni að þangað villist eitthvað sem þar á ekki heima. Í ofanálag berast margir tölvupóstar frá fyrirtækjum sem hafa einhvers staðar komist yfir netfangið þitt. Þetta kunna að vera fréttabréf frá póstlista sem þú hefur ein- hvern tíma skráð þig á, eða ein- hverjar tilkynningar um breytta þjónustu eða ný tilboð. Svo eru það allir CC- (afrit) og FYI- (þér til upplýsingar) póstarnir sem berast um eitt og annað sem er mismikilvægt fyrir þig að vita. Þá eru ótalin öll þau erindi sem berast í tölvupósti og þarf raunverulega að svara og flokka og bregðast við með ein- hverjum hætti. Samkvæmt könn- un sem McKinsey-ráðgjafarfyr- irtækið framkvæmdi árið 2012, fer nær einn þriðji af vinnutíma skrifstofufólks í Bandaríkjunum í það að meðhöndla tölvupóst. En hvað er til ráða? Hér eru nokkrar leiðir til þess að draga úr truflun vegna tölvupósts. Dragðu úr tilefnislausum tölvupóstum Það fyrsta sem þú skalt gera er að afþakka tilkynningar frá sam- félagsmiðlum. Þú þarft ekki að fá tölvupóst í hvert skipti sem einhver svarar þér á Facebook eða annars staðar. Þetta er ein- falt að gera í stillingum flestra samskiptamiðla. Því næst skaltu afskrá þig af öllum fréttabréfum og öðrum fjöldapóstum sem þú mögulega getur. Ef þú færð mikið af slíkum pósti skaltu kanna hvor þú getur nýtt þér þjónustu á borð við Unroll.me eða The Swizzle, svo dæmi sé nefnt. Þetta gæti dregið veru- lega úr áreitinu af tölvupóst- inum. Lærðu að nota síur og reglur Á flestöllum forritum fyrir tölvu- póst er hægt að búa til reglur sem stjórna því hvernig forritið meðhöndlar póst sem uppfyllir NOKKRAR LEIÐIR TIL ÁRANGURSRÍKARI TÖLVUPÓSTSAMSKIPTA Á VINNUSTAÐ TÖLVUPÓSTUR ER TVÍMÆLALAUST EIN AF SNIÐUGRI UPPFINNINGUM SÍÐUSTU ALDAR. EN EINS OG MARGIR KANNAST VIÐ, ÞÁ ER TÖLVUPÓSTUR EKKI LENGUR JAFN SKILVIRKUR SAMSKIPTAMÁTI OG EITT SINN VAR. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Tölvupóstur á endastöð? 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Græjur og tækni Það hljómar kannski framúrstefnulega en það helst í hendur að þvímeiri sem nettengingin er á heimilinu því meiri verður þörfin áeinhverju sem tengir allt saman, gerir manni kleift að stýra hljóm- inum í stofunni úr eldhúsinu, setja sjónvarp og / eða músík á pásu þegar dyrabjallan hringir, slökkva ljósin í forstofunni þegar maður er kominn upp í rúm og skipta um músík í þvottahúsinu. Það er nú svo að eftir því sem maður kemst upp á lagið með að geta stýrt hlutum úr snjall- tækjum langar mann til að stýra meira. Slíkar pælingar hafa þó verið ansi dýrar hingað til, en framfarir í fjarskiptatækni gera mögu- legt að setja upp til- tölulega einfalt og ekki of dýrt kerfi fyrir heimili. Með slíku kerfi, eins og til að mynda Elan G!, banda- rískt kerfi sem ég kynnti mér, er hægt að stýra ljós- um á heimilinu og hita, hljóð- og myndkerfi, öryggiskerfi og svo má lengi telja hvort sem maður er heima eða að heiman. Sem dæmi um notagildi hússtjórnarkerfis er að hægt að láta kerfið stýra ljósabúnaði á meðan húsráðendur eru fjarverandi, jafnvel erlendis í fríi, til að svo virðist sem einhver sé heima og að nota ljós, sjónvarp og tilheyrandi. Einnig er hægt að búa svo um hnútana að húsráðandi getur svarað í dyrasíma hvaðan sem er í húsinu eða jafnvel utanhúss eða -lands og séð hver er að knýja dyra. Hægt er að streyma tónlist eða kvikmyndunum úr stafrænu safni heimilisins hvert sem er, stýra öryggiskerfi og svo má telja. Kerfinu er stýrt með fjarstýringu sem fylgir, en einnig er hægt að fá snertiskjái sem fella má inn í veggi þar sem hentar og svo má nota snjalltæki, síma eða spjaldtölvur, hvort sem þau keyra á Android eða iOs, aukinheldur sem hægt er að stjóra kerfinu í gegnum borð- eða far- tölvu. Sumt það sem Elan G! býður upp á á reyndar takmarkað erindi inn á íslenskan markað við fyrstu sýn, eins og til að mynda að hægt sé að stýra vökvunarkerfi fyrir grasflötina og einn- ig sú mikla áhersla sem lögð er á að draga megi úr hitunarkostnaði, en að því sögðu þá getur vissulega verið hentugt að stýra hita í húsinu úr fjarska. Einnig þykist ég vita að hitakerfi fyrir heimilissundlaugar myndi gagnast fyrir þá fjölmörgu sem eru með heitan pott á ver- öndinni og svo láta æ fleiri orkusparnað sig skipta. FJAR- OG NÆRSTÝRT HEIMILI EFTIR ÞVÍ SEM TÆKNIN GEFUR OKKUR FLEIRI OG FJÖLBREYTTARI MÖGULEIKA TIL AÐ STÝRA UMHVERFI OKKAR, LANGAR OKKUR OG TIL AÐ GETA STÝRT MEIRU. HEIMILISSTÝRING ER RAUNHÆFUR OG EKKI SVO DÝR MÖGULEIKI. * Erfitt er að meta kostað viðheimilisstýringu eða hússtjórn- unarkerfi eins og Elan. Byrj- unarpakki kostar frá 250.000 til 500.000 í Norðurljósa-hljóðtækni í Garðabænum, en getur hlaupið á milljónum eftir því hve húsráðandi vill ganga langt og hvort hann not- ar til að mynda tækifærið og end- urnýjar hljóðkerfi hússins í leiðinni. * Elan-kerfið getur stýrt nánasthvaða hljómtækjum sem er, víd- eótækjum og sjónvörpum, en býður líka upp á eigin merki, Sun- fire-hljómtækjum og Niles hátöl- urum. Einnig getur það tengst efnisveitum yfir netið, netútvarpi, Rhapsody, Pandora og iTunes svo dæmi séu tekin. * Hægt er að búa svo um hnút-ana að tengjast megi kerfinu hvað- an sem er í heiminum, ýmist um nettengda tölvu eða í gegnum far- síma eða spjaldtölvu. Þá er hægt að kanna hvort allt sé í lagi, breyta ljósa- eða hitastillingum eða horfa á upptökur eða beina útsendingu úr uppsettum myndavélum. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.