Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 51
ns þátt í aðgerðinni. Yrði slökkviliði og sjúkraflutningum skipt upp er Jón Viðar ekki viss um að eins stór hópur kæmi á vettvang. Morgunblaðið/Júlíus arfélögin hafa ákveðið að stefna rík- inu vegna ógreiddra reikninga er snúa að sjúkraflutningum. Málsaðilar hittust á fundi í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær. Ráðherra var ekki á fundinum en að sögn Jóns Viðars Matthíassonar var lagt fram bréf frá honum þess efnis að hann tæki undir afstöðu stjórnar SHS, samrekstur sé heppilegasta fyrirkomulagið. Af hálfu ráðherra geti febrúarsamkomulagið þó ekki orðið grundvöllur nýs samnings. Í þessu ljósi var ákveðið að fresta undirbúningi að verklokum meðan málsaðilar ráða ráðum sínum hvor í sínu lagi. Fjölhæfnin styrkur Sjálfur tekur Jón Viðar heilshugar undir sjónarmið stjórnar SHS. Samreksturinn sé til hagsbóta og verði sjúkraflutningar og slökkvi- starf skilið að gæti það dregið úr öryggi borgaranna. Betra sé að komast fram fyrir vandann, eins og tekist hafi, en að vera sífellt að elta hann. Jón Viðar bendir á að árangur SHS sé til mikillar fyrirmyndar í mörgum þáttum starfsins í al- þjóðlegu samhengi. „Við erum með gott fólk og góða þjónustu. Það hlýtur að skerða gæði þjónustunnar og styrk að fara úr einu liði í tvö. Verði það gert er ekki hægt að tryggja sama árangur, hvorki varð- andi bruna né sjúkraflutninga.“ Útköll vegna sjúkraflutninga eru mun fleiri en vegna bruna. Í fyrra var SHS kallað út 26.036 sinnum, þar af 24.974 sinnum vegna sjúkra- flutninga. Brunaútköll eru sumsé 4% af starfseminni. Að jafnaði eru sjúkraflutningar 62 á sólarhring en flest hafa útköll orðið 109 á sólarhring. Líkamlegt og andlegt álag á sjúkraflutn- ingamenn getur því orðið ansi mikið á einni vakt. „Ef ekki væri fyrir samrekstur slökkviliðs og sjúkra- flutninga væri ómögulegt að anna þjónustunni þegar álagið er mest,“ segir Jón Viðar. Brunaútköllum hefur sama og ekkert fjölgað á síðustu tuttugu ár- um, sem Jón Viðar þakkar meðal annars öflugum forvörnum, meðan útköll sjúkraflutninga hafa meira en tvöfaldast. Jón Viðar segir skýr- inguna fyrst og fremst liggja í því að þjóðin er að eldast en eldra fólk þarf oftar á sjúkrabíl að halda en yngra. Árið 2013 voru um 55% flutninga með sjúklinga sem voru 60 ára og eldri en um 42% með 70 ára og eldri. SHS hefur þrjár slökkvistöðvar, í Skógarhlíð og á Tunguhálsi í Reykjavík og í Skútahrauni í Hafn- arfirði. Á Kjalarnesi er stöð mönn- uð hlutastarfandi slökkviliðs- mönnum. Til stendur að bæta við fjórðu stöðinni, á Skarhólabraut í Mosfellsbæ, á næsta ári en Jón Við- ar segir þá framkvæmd nú í upp- námi vegna óvissunnar sem ríkir varðandi samninginn við ríkið. Þeg- ar sé til dæmis búið að fresta álmu fyrir sjúkrabíla. Jón Viðar veltir vöngum yfir kostnaðarliðnum. Öryggi höfuðborg- arbúa komi alltaf til með að kosta peninga, hvort sem það snýr að slökkvistarfi eða sjúkraflutningum. Menn hljóti að gera sér grein fyrir því. Hann segir sveitarfélögin hafa teygt sig eins langt og þau mögu- lega geti í samningaviðræðum við ríkið og séu að bjóðast til að sinna þjónustunni með minni tilkostnaði en óháðum aðila, KMPG, hafi þótt eðlilegt. „Ég sé ekki hvernig ríkið ætlar að fara að því að reka þessa þjón- ustu með minni tilkostnaði en SHS er að bjóða. Og sama slagkrafti. Þá er ég bara að tala um rekstr- arkostnað, ekki stofnkostnað sem hlýtur að verða umtalsverður. En sjúkraflutningar eru lögbundið hlut- verk ríkisins þannig að það ræður að sjálfsögðu hvernig það vill standa að þessum málum. Frá mín- um bæjardyrum séð er aðalatriðið að ekki verði slakað á kröfum um gæði og öryggi þegar kemur að þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæð- isins og þá sem það heimsækja,“ segir Jón Viðar. Rætt hefur verið um einkavæð- ingu sjúkraflutninga en Jón Viðar telur það óráð. „Ég hef ekkert á móti einkavæðingu sem slíkri en hún á ekki við þegar kemur að ör- yggi borgaranna. Dæmin sanna líka í löndunum í kringum okkur að maður fær aldrei öfluga samkeppni varðandi þessa þjónustu. Svo má nefna að það fylgir því áhætta að segja mönnum upp og aðskilja þjón- ustuna. Það verður ekki auðveld- lega aftur snúið ef skrefið er stigið. Þekking og reynsla getur tapast, hinir fjölhæfu starfsmenn SHS fara jafnvel til annarra starfa og snúa ekki aftur, samstaða og starfsandi hafa laskast og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk.“ Jón Viðar vonar enn að samn- ingar takist milli SHS og ríkisins enda sé það öllum fyrir bestu. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn ætli að eyðileggja kerfi sem virkar. En lengi má manninn reyna.“ Alvarlegt bílslys á Þrengslavegi fyrir nokkrum árum. Fyrsti bíll var 17 mínútur á staðinn og tókst að bjarga lífi ökumannsins sem hlaut fjölmarga alvarlega áverka. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmaður. Sjúkraflutningamaður. Útbúinn fyrir leit með landflokki. Klippari. Kafari. 26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.