Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 37
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ákveðin skilyrði. Það er mjög
gagnlegt að læra að nota slíkar
reglur til að flokka minna ár-
íðandi póst frá því sem raun-
verulega skiptir máli. Búðu til
reglu sem færir þau fréttabréf
og fjöldapóst sem þú vilt fá í
sérstaka möppu. Það er nóg að
skoða hana einu sinni í viku,
eða í það minnsta sjaldnar en
innhólfið. Búðu til aðra möppu
fyrir pósta sem þú færð senda í
CC, eða hafa FYI í efnislínu (og
alltaf setja FYI í efnislínu en
ekki í meginmál þegar þú
áframsendir póst öðrum til upp-
lýsingar). Það má líka nota
sömu möppu til að taka á móti
pósti sem sendur er á allir@f-
yrirtæki.is, ef við á. Póstur frá
foreldrum, börnum, íþrótta-
félögum, skólum og svo fram-
vegis er ágætlega geymdur í
einni möppu. Jafnvel fleiri. Not-
aðu hugmyndaflugið til að búa
til reglur sem fanga sem mest
af pósti sem þér berst og flokka
hann á viðeigandi staði.
Notaðu spjall og
samfélagsmiðla
Ef þú færð skyndilega löngun
til þess að segja vinnufélögunum
brandara eða leggja kynngi-
magnaða bölvun á einhvern með
hnitmiðuðu keðjubréfi sem nán-
ast ómögulegt er að uppfylla,
gerðu það þá frekar í gegnum
samfélagsmiðla en tölvupóst ef
hægt er. Á stærri vinnustöðum
getur sértækur vinnustaðatengd-
ur samfélagsmiðill á borð við
Yammer hentað mjög vel.
Temdu þér að nota spjall, svo
sem í gegnum Google+, Skype
eða Facebook. Ef þú ert með
einfalda spurningu fyrir sam-
starfsmenn, notaðu þá spjallið
frekar en að senda tölvupóst.
Ekki falla í þá gryfju að halda
að þú þurfir alltaf að eiga síð-
asta orðið í spjallinu.
Slepptu formlegheitunum
Það er nær alltaf óþarfi að
hefja tölvupóst með löngum for-
mála og kynningu. Ef þér finnst
óþægilegt að koma þér beint að
efninu, þá er „hæ“ eða „sæl/
sæll“ kappnógur inngangur fyrir
flesta. Á flestum forritum fyrir
tölvupóst er hægt að útbúa
stöðluð svör við síendurteknum
spurningum. Það getur verið
gott að koma sér upp nokkrum
slíkum ef aðstæður krefjast
þess.
Notaðu verkefna-
stjórnunarkerfi
Á stórum vinnustað þar sem
margir koma að sama verkefni
er umtalsvert þægilegra að nota
verkefnastjórnunarkerfi til að
halda utan um samskipti heldur
en tölvupóst. Einföld verk-
efnastjórnunarkerfi á borð við
Basecamp og Asana (umfangs-
meiri) eða Trello og Todoist
(einfaldari) til halda utan um
samskipti, verkefnalista, skjöl og
tímaáætlanir með mun skilvirk-
ari hætti en tölvupóstur. Þau
krefjast þess þó að allir séu
samtaka um að nota slíkt kerfi,
því það tapar fljótt tilgangi sín-
um annars. Ef vel tekst til er
hægt að draga úr verulega úr
tölvupóstsamskiptum innan fyr-
irtækis. Dæmi eru um að fyr-
irtæki hafi bannað innanhúss
póstsendingar, og uppálagt
starfsmönnum að nota einungis
slík verkefnastjórnunarkerfi og
spjall þegar kemur að sam-
skiptum um verkefni.
Notaðu þriggja
setninga regluna
Flest mál er hægt að afgreiða í
þremur setningum eða minna í
tölvupósti. Svona lítur ágætt
stílsnið fyrir þriggja setninga
tölvupóst út: „Vandamálið er X.
Mögulegar lausnir eru Y eða Z.
Hvora líst þér á?“ Stutt og ein-
falt. Fyrir þá sem eru hrifnir af
slíku má benda á shortmail, sem
er mjög einföld tölvupóstþjón-
usta sem leyfir þér einungis að
senda tölvupósta sem eru að há-
marki 500 stafabil.
* Á flestum for-ritum fyrirtölvupóst er hægt að
útbúa stöðluð svör
við síendurteknum
spurningum. Það
getur verið gott að
koma sér upp nokkr-
um slíkum ef að-
stæður krefjast þess.
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Fiverr er vefsíða og smáforrit fyrir iPhone þar sem not-
andinn getur keypt sér ýmsa þjónustu fyrir fimm dollara.
Þeir sem auglýsa á síðunni hafa ýmislegt fram að færa, til
dæmis er teiknari sem býðst til að teikna viðskiptavini
sem Simpsons fígúrur fyrir fyrrgreinda upphæð sem nem-
ur um 578 íslenskum krónum.
Á Fiverr er hægt að velja
um mismunandi flokka þjón-
ustu. Hægt er að kaupa sér
myndband með óp-
erusöngvara sem syngur af-
mælissöng sérstaklega fyrir ákveðna manneskju,
þjónustu grafísks hönnuðar sem býðst til að breyta hvaða
ljósmynd sem er í áhugaverða auglýsingamynd sem eftir er
tekið og svo mætti lengi telja.
Fiverr gengur í raun út á að notandinn geti keypt sér
þjónustu sérfræðings á einhverju sviði til að klára tiltekin
afmörkuð smáverkefni fyrir fimm dollara. Yfir þrjár millj-
ónir verkefna eru falar á þessu nýstárlega auglýsingatorgi.
Þjónustuflokkarnir sem hægt er að velja um eru gjafir,
grafík og hönnun, myndbanda- og teiknimyndagerð, mark-
aðssetning á netinu, skrif og þýðingar, auglýsingar, við-
skipti, forritun og tækni, tónlist, lífstíll og svo er sérstakur
flokkur tileinkaður því sem kalla mætti furðuverk.
FIVERR ER MEÐ ÖÐRUVÍSI SMÁAUGLÝSINGAR
Láttu breyta þér í Simpsons-
fígúru fyrir fimm dollara
Meðlimir Sigur Rósar eru einu Íslendingarnir sem
hafa fengið alvöru fígúrur teiknaðar í sinni mynd í
Simpsons. En á Fiverr getur hver sem er pantað sér
teiknaða mynd af sér í anda þáttanna.
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
iPad
Verð frá:54.990.-