Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 37
Morgunblaðið/Styrmir Kári ákveðin skilyrði. Það er mjög gagnlegt að læra að nota slíkar reglur til að flokka minna ár- íðandi póst frá því sem raun- verulega skiptir máli. Búðu til reglu sem færir þau fréttabréf og fjöldapóst sem þú vilt fá í sérstaka möppu. Það er nóg að skoða hana einu sinni í viku, eða í það minnsta sjaldnar en innhólfið. Búðu til aðra möppu fyrir pósta sem þú færð senda í CC, eða hafa FYI í efnislínu (og alltaf setja FYI í efnislínu en ekki í meginmál þegar þú áframsendir póst öðrum til upp- lýsingar). Það má líka nota sömu möppu til að taka á móti pósti sem sendur er á allir@f- yrirtæki.is, ef við á. Póstur frá foreldrum, börnum, íþrótta- félögum, skólum og svo fram- vegis er ágætlega geymdur í einni möppu. Jafnvel fleiri. Not- aðu hugmyndaflugið til að búa til reglur sem fanga sem mest af pósti sem þér berst og flokka hann á viðeigandi staði. Notaðu spjall og samfélagsmiðla Ef þú færð skyndilega löngun til þess að segja vinnufélögunum brandara eða leggja kynngi- magnaða bölvun á einhvern með hnitmiðuðu keðjubréfi sem nán- ast ómögulegt er að uppfylla, gerðu það þá frekar í gegnum samfélagsmiðla en tölvupóst ef hægt er. Á stærri vinnustöðum getur sértækur vinnustaðatengd- ur samfélagsmiðill á borð við Yammer hentað mjög vel. Temdu þér að nota spjall, svo sem í gegnum Google+, Skype eða Facebook. Ef þú ert með einfalda spurningu fyrir sam- starfsmenn, notaðu þá spjallið frekar en að senda tölvupóst. Ekki falla í þá gryfju að halda að þú þurfir alltaf að eiga síð- asta orðið í spjallinu. Slepptu formlegheitunum Það er nær alltaf óþarfi að hefja tölvupóst með löngum for- mála og kynningu. Ef þér finnst óþægilegt að koma þér beint að efninu, þá er „hæ“ eða „sæl/ sæll“ kappnógur inngangur fyrir flesta. Á flestum forritum fyrir tölvupóst er hægt að útbúa stöðluð svör við síendurteknum spurningum. Það getur verið gott að koma sér upp nokkrum slíkum ef aðstæður krefjast þess. Notaðu verkefna- stjórnunarkerfi Á stórum vinnustað þar sem margir koma að sama verkefni er umtalsvert þægilegra að nota verkefnastjórnunarkerfi til að halda utan um samskipti heldur en tölvupóst. Einföld verk- efnastjórnunarkerfi á borð við Basecamp og Asana (umfangs- meiri) eða Trello og Todoist (einfaldari) til halda utan um samskipti, verkefnalista, skjöl og tímaáætlanir með mun skilvirk- ari hætti en tölvupóstur. Þau krefjast þess þó að allir séu samtaka um að nota slíkt kerfi, því það tapar fljótt tilgangi sín- um annars. Ef vel tekst til er hægt að draga úr verulega úr tölvupóstsamskiptum innan fyr- irtækis. Dæmi eru um að fyr- irtæki hafi bannað innanhúss póstsendingar, og uppálagt starfsmönnum að nota einungis slík verkefnastjórnunarkerfi og spjall þegar kemur að sam- skiptum um verkefni. Notaðu þriggja setninga regluna Flest mál er hægt að afgreiða í þremur setningum eða minna í tölvupósti. Svona lítur ágætt stílsnið fyrir þriggja setninga tölvupóst út: „Vandamálið er X. Mögulegar lausnir eru Y eða Z. Hvora líst þér á?“ Stutt og ein- falt. Fyrir þá sem eru hrifnir af slíku má benda á shortmail, sem er mjög einföld tölvupóstþjón- usta sem leyfir þér einungis að senda tölvupósta sem eru að há- marki 500 stafabil. * Á flestum for-ritum fyrirtölvupóst er hægt að útbúa stöðluð svör við síendurteknum spurningum. Það getur verið gott að koma sér upp nokkr- um slíkum ef að- stæður krefjast þess. 26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Fiverr er vefsíða og smáforrit fyrir iPhone þar sem not- andinn getur keypt sér ýmsa þjónustu fyrir fimm dollara. Þeir sem auglýsa á síðunni hafa ýmislegt fram að færa, til dæmis er teiknari sem býðst til að teikna viðskiptavini sem Simpsons fígúrur fyrir fyrrgreinda upphæð sem nem- ur um 578 íslenskum krónum. Á Fiverr er hægt að velja um mismunandi flokka þjón- ustu. Hægt er að kaupa sér myndband með óp- erusöngvara sem syngur af- mælissöng sérstaklega fyrir ákveðna manneskju, þjónustu grafísks hönnuðar sem býðst til að breyta hvaða ljósmynd sem er í áhugaverða auglýsingamynd sem eftir er tekið og svo mætti lengi telja. Fiverr gengur í raun út á að notandinn geti keypt sér þjónustu sérfræðings á einhverju sviði til að klára tiltekin afmörkuð smáverkefni fyrir fimm dollara. Yfir þrjár millj- ónir verkefna eru falar á þessu nýstárlega auglýsingatorgi. Þjónustuflokkarnir sem hægt er að velja um eru gjafir, grafík og hönnun, myndbanda- og teiknimyndagerð, mark- aðssetning á netinu, skrif og þýðingar, auglýsingar, við- skipti, forritun og tækni, tónlist, lífstíll og svo er sérstakur flokkur tileinkaður því sem kalla mætti furðuverk. FIVERR ER MEÐ ÖÐRUVÍSI SMÁAUGLÝSINGAR Láttu breyta þér í Simpsons- fígúru fyrir fimm dollara Meðlimir Sigur Rósar eru einu Íslendingarnir sem hafa fengið alvöru fígúrur teiknaðar í sinni mynd í Simpsons. En á Fiverr getur hver sem er pantað sér teiknaða mynd af sér í anda þáttanna. Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 iPad Verð frá:54.990.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.