Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 54
E ins og vera ber hefur val á fulltrúa Íslands á næsta Feneyjatvíæringi í myndlist, sumarið 2015, vakið athygli og umtal. Eðlilegt er að fólk velti fyrir sér hver eða hverjir eru valdir til að vera ásýnd íslenskrar myndlistar og myndlistarlífs gagnvart öðrum þjóð- um, í sýningarskála þjóðarinnar, á þessum viðamikla og virta sýn- ingavettvangi. Þjóðin tekur ekki formlega þátt í öðrum slíkum. Í vetur var í fyrsta skipti auglýst eftir tillögum um þátttöku Íslands á næsta tvíæringi og bárust fjórtán umsóknir. Þriggja manna fagráð valdi úr þeim, með stuðningi fleiri sérfræðinga, og á dögunum barst tilkynning frá Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar um að tillaga myndlistarmannsins Christophs Büchels hefði verið valin sem fram- lag Íslands. Sýningarstjóri verður Nína Magnúsdóttir. Í tilkynning- unni segir að „tillagan uppfylli allar þær forsendur sem leitað var eftir. Valin tillaga þykir hugmynda- fræðilega sterk og eiga erindi við samtímann í íslensku og alþjóðlegu samhengi“. Fyrirkomulag þátttöku Íslendinga hefur breyst umtalsvert síðan verk íslenskra fulltrúa voru fyrst send suður að Adríahafi til sýninga, sum- arið 1960. Þá voru verk eftir Jó- hannes Kjarval og Ásmund Sveins- son sett upp í ítalska skálanum. Síðan hafa 23 listamenn sýnt fyrir Íslands hönd, lengst af í litlum skála sem leigður var af Finnum og var á heppilegum stað rétt innan við aðal- innganginn á megin sýningarsvæðið. Frá 2007, þegar Steingrímur Ey- fjörð var fulltrúi Íslendinga, hefur hinsvegar verið leigt nýtt sýn- ingarými úti í borginni í hvert skipti en margar þjóðir eru í þeirri stöðu að komast ekki að með skála á að- alsýningarsvæðinu. Auk þjóðarskál- anna eru settar upp stórar sýningar sem kunnir sýningarstjórar bera ábyrgð á; verk Ragnars Kjart- anssonar á síðasta tvíæringi var hluti af slíkri aðalsýningu og er heiður fyrir listamenn að vera vald- ir. Óþekkt andlit Margir voru undrandi þegar til- kynnt var um valið nú, þar á meðal listamenn sem lengi hafa starfað á íslenskum myndlistarvettvangi. Spurt var: hver er Christoph Büc- hel og hver er staða hans í íslensku myndlistarlífi? Sú var einnig raunin á ritstjórn Morgunblaðsins. Þrátt fyrir að hér sé fjallað mun meira um myndlist en í öðrum prent- miðlum fannst engin ljósmynd af listamanninum í myndasafni blaðs- ins, eða umfjöllun um hann eða verk hans í greinasafni. Í tilkynningunni frá Kynningar- miðstöðinni kemur fram að lista- maðurinn sé fæddur í Sviss árið 1966 en hafi búið hér á landi frá árinu 2007. Hann mun vera búsett- ur á Seyðisfirði ásamt Nínu Magn- úsdóttur, konu sinni, sem verður sýningarstjóri verkefnisins. Hún er einnig myndlistarmaður og var einn stofnenda Kling og Bang gallerís. Hún var um tíma stjórnarformaður Nýlistasafnsins og var einn af stofn- endum Sequences-hátíðarinnar. Büchel er á mála hjá hinu virta Hauser & Wirth galleríi, sem er starfrækt í Sviss, Lundúnum og New York. Hann vinnur í ýmsa miðla en er þekktur í hinum al- þjóðlega listheimi fyrir hugmynda- fræðileg verk og stórar staðbundnar innsetningar í merkum liststofn- unum. Hér á landi hefur hann tekið þátt í Listahátíð í Reykjavík og Skaftfelli á Seyðisfirði árið 2008. Sama ár var hann með gjörning í Sirkus Kling og Bang á Frieze- sýningunni í Lundúnum. Í rökstuðningi fagráðs um valið segir: „Christoph Büchel er afar áhugaverður myndlistar- maður, sem hefur skýra af- stöðu gagnvart samfélaginu og spyr áleitinna spurninga er varða samsetningu þjóð- félagsins og hlutverk stjórn- valda. Verk hans eru afdrátt- arlaus og eiga erindi jafnt í íslensku sem alþjóðlegu sam- hengi. Í verkum sínum sýnir hann fram á mátt listarinnar til að hreyfa við og vekja fólk til umhugsunar um stöðu og þróun samfélaga, skil- greiningar og sjálfs- mynd. Með vali á fram- lagi Christophs Büchel og Nínu Magnúsdóttur lætur Ísland sig al- þjóðleg málefni varða með framlagi sínu.“ Hvernig fulltrúi? Fram til þessa hefur fagráð, meðal annars skipað forstöðumönnum listasafna, valið hverjir verða fulltrúar þjóð- arinnar. Lengi hefur verið horft til þess að þeir sem vald- ir eru hafi tengsl við alþjóðlega myndlistarsenu, séu til dæmis á mála hjá erlendum galleríum og búi jafnvel og starfi erlendis. Þannig séu þeir með sem bestar tengingar milli listheima erlendis og hér á hinni afskektu eyju. Með þessari nýju aðferð við valið er „opnað fyrir hið óvænta“ og segir Björg Stef- ánsdóttir, framkvæmdastjóri ís- lenska skálans, að áhugavert sé „að líta til þess að bæði listamaðurinn og sýningarstjórinn að þessu sinni búa og starfa á Íslandi þar sem gríðarlega mikil reynsla og þekking byggist upp í framkvæmd á stóru verkefni sem þessu og því dýrmætt fyrir íslensku myndlistarsenuna að sú þekking nýtist hér á landi.“ Sem betur fer hefur fram- kvæmdin við þátttöku þjóðarinnar í Feneyjum breyst stórlega til batn- aðar. Hér áður var í raun skamm- arlega illa staðið að málum, til að mynda hvað undirbúning og alla kynningu varðaði, og listamaðurinn sat jafnvel uppi með skuldir eftir að hafa lagt sig fram við að skapa sem áhrifaríkasta sýningu. Á dögunum ræddi ég við listamann sem sýndi í Feneyjum fyrir nokkrum áratugum og á engar ljósmyndir frá sýning- unni. Ekki var gætt að því að skrá hana formlega fyrir framtíðina. Nú eru veglegar sýningarskrár prent- aðar og framlagið kynnt á allra- handa hátt, í samstarfi við gallerí listamannanna. Framlög til verkefnanna hækk- uðu verulega þegar Ragnar Kjart- ansson tók þátt, studdur af metn- aðarfullum galleríum sínum. Þá gerði listamaðurinn upplagsverk sem var selt og varð andvirðið mót- framlag hans. Sama háttarlag verð- ur haft við verk Katrínar Sigurðar- dóttur, Foundation, en það verður tekið til sýninga í Listasafni Reykjavíkur í dag. Ef það selst fá þær stofnanir sem styrktu fram- kvæmdina hluta andvirðisins. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Büchel gerir í íslenska skál- anum. Ef marka má önnur verk hans má búast við afar metnaðar- fullri framkvæmd og ekki er ólík- legt að fagráð hafi horft til þess að gallerí hans komi að málum. En að því sögðu þá hafa í sam- tölum við listamenn og myndlist- arunnendur komið fram ýmsar spurningar sem vert er að velta upp, og verður vonandi gert á kom- andi mánuðum, því framkvæmd verkefna sem þessa er mikilvæg og kemur öllum við. Margar spurninganna sem kvikna hafa með valið sjálft að gera, hvern eða hverja á að velja. Ein breyta í jöfnunni er óþekkt, og það er hvernig hinar þrettán tillögurnar voru, en spyrja má hvort ekki sé mikilvægt að fulltrúar þjóðarinnar út á við séu listamenn sem hafa lagt ákveðinn skerf til listalífsins hér á landi, og sé jafnvel á vissan hátt umbunað með þátttökunni. Ekkert í reglum um valið segir fyrir um að svo eigi að vera. En hlutverk Kynningarmiðstöðvarinnar er að kynna og styðja íslenska myndlist erlendis. Verður list sjálfkrafa ís- lensk ef listamaðurinn býr hér á landi? Ætti að leggja áherslu á ís- lenska sérstöðu, ef hún er til, eða er þjóðin að „slá um sig“ með því að velja þekktan listamann til þátttöku – þótt þjóðin þekki hvorki til hans né verkanna sem hann gerir? Háar upphæðir fara af opinberu framlagi í þátttökuna, tugir milljóna þegar allt kemur saman; má ekki spyrja hvort réttlætanlegt sé að það renni til verks listamanns sem hefur ekki verið virkur í listalífi þjóðar- innar? Og mun verkið verða sýnt hér, eins og verk síðustu fulltrúa? Vissulega er það spennandi hug- mynd, að mörgu leyti, að senda listamann sem er þegar þekktur er- lendis. Dieter Roth hefði eflaust verið einstakur fulltrúi meðan hann lifði, og hann skildi líka eftir sig djúp spor í listalífinu hér. Og hvers vegna er Ólafi Elíassyni ekki boðið að sýna í íslenska skálanum, ef horft er til frægðar og frama? Kemur þátttaka Christophs Büc- hels til með að skipta íslenskt lista- líf máli? Hvernig hyggst hann vera fulltrúi þjóðarinnar? Við bíðum spennt eftir umræðu, og svörum. Verk Katrínar Sigurðar- dóttir, Foundation, var sýnt í Feneyjum í fyrra. Í FYRSTA SKIPTI HEFUR FULLTRÚI ÍSLANDS Á FENEYJATVÍÆRINGNUM VERIÐ VALINN ÚR INNSENDUM TILLÖGUM Hvert er hlutverk listamannsins? CHRISTOPH BÜCHEL VARÐ FYRIR VALINU SEM FULLTRÚI ÍSLANDS Í FENEYJUM. HANN ER VIRTUR OG ÞEKKTUR Í MYNDLISTARHEIMINUM EN EKKI INNAN ÍSLENSKS LISTALÍFS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gestur skoðar verk Rúrí- ar, Archive – endangered waters, sumarið 2003. Gabríela Friðriksdóttir var fulltrúi Íslands árið 2005. Hér er hún í við- tali einn foropnunardag sýningarinnar. Ljósmynd/Fríða Björk Ingvarsdóttir Fjöldi gesta við íslenska skál- ann þegar Libia og Ólafur sýndu Landið þitt er ekki til, árið 2011. Ragnar Kjartansson stóð við trönurnar og málaði nýtt málverk daglega sumarið 2009. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.