Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 39
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Magnesium vökvi VIRKAR STRAX Á meðan okkur konur snjóar og rignir niður hér á suðvesturhorni lands- ins, geðvondar yfir þessum dimma janúar, blankheitum, gjaldeyris- höftum, verðbólgu, „afnámi“ verðtryggðra húsnæðislána, síhækk- andi tölum á vigtinni og allri kaótíkinni sem fylgir því að vera á lífi, ganga systur okkar í París tískupallana ógurlega ferskar og lekkerar eins og ekkert hafi í skorist. Svo má ekki gleyma því að fötin sem þær klæðast úr Haute Couture-línum frægustu hönnuða heims eru ekki bara úr fínustu efnum veraldar heldur er um dýrustu flíkur heims að ræða. Jafnvel auðugustu konur heims hafa ekki efni á þessum flottheitum. Það er því ekki að undra þótt salan á Haute Couture-fatnaði sé dræm. En hátískuhönnuðirnir þurfa ekki að örvænta því þeir hafa okkur, venjulegu spari- guggurnar, sem viðhöldum ríkidæmi þeirra. Hátískuhús græða nefnilega lang- mest á sölu á snyrtivörum sem svona venjulegar konur eins og við kaupa. Sem er allt í lagi því ef við klíndum ekki svolitlu af púðri, farða og maskara framan í okkur litum við líklega út fyrir að vera dánar – ekki lifandi. Ef við þurfum á einhverju að halda í svarta janúar þá er það einmitt það sem ég taldi hér fyrir ofan. Það er auðvelt að fá andarteppu yfir Haute Couture-sýningum því sumt er svo undurfallegt að konur eins og ég missa úr hjartaslag en annað er svo hryllilega ósmekklegt að maður getur eiginlega ekki sagt frá því nema breyta röddinni (á innsoginu). Að skoða myndir af sýningum eins og þessum getur því vakið allskonar viðbrögð og til- finningar líkt og við værum stödd í leikhúsi. Þess vegna er ágætt að minna sig á, þegar við erum pínulítið á röngunni út af þessu hér fyrir ofan, að hátískusýningar eru dægradvöl og eiga litla sem enga stoð í raunveruleikanum. Í svarta janúar eiga margir fullt í fangi með að halda sér inni á veginum og þá er ágætt að minna sig á það hvað gef- ur lífi okkar raunverulegan lit. Allan janúar hefur ykkar ástkæra þurft að þakka fyrir það á hverju kvöldi að hafa komist í gegnum daginn án þess að hálsbrotna í hálkunni á 12 sm háum leðurstígvélum. Það er nefnilega ákveðin uppgjöf að skipta stígvél- unum út fyrir kuldaskó. Í þá verður ekki farið fyrr en flutt hefur verið í þjónustuíbúð … sem er ekki á dagskránni um helgina og heldur ekki helgina þar á eftir … Hver veit hvað næsta haust ber í skauti sér. Svo er fínt að minna sig á það að það er í okkar valdi hvort við lát- um myrkur, kulda og almenn leiðindi buga okkur. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru jákvæðir, alla daga – ekki bara á kvöldin og um helgar, lifa skemmtilegra og innihaldsríkara lífi. Ef þú ert eitthvað að hugsa um velgengni fólks í lífinu má líka benda á það að þeim sem eru jákvæðir vegnar yfirleitt betur og þeir fá líka hærri laun. Ef fyrirsæt- urnar þarna á Haute Couture-sýningunum geta glóð eins og demantar á leiðinlegasta tíma ársins er ágætt að minna sig á að það er líka vetur í París og skítkalt á köflum. martamaria@mbl.is Svartur janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.