Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 50
„Við höfum litið svo á að ekki megi ganga á annan þáttinn þannig að það bitni á hinum. Þess vegna gengur starfsfólk okkar í öll störf, er jafnvígt á slökkvistarf og sjúkraflutninga,“ segir Jón Viðar Matthíasson. „Í þessari fjölhæfni starfsfólksins eru helstu verðmæti SHS fólgin. Fyrir þetta litla land er mikilvægt að til sé ein öflug björgunareining sem er leiðandi í þróun og uppbyggingu. Stærri einingar mega við meiru en smærri,“ segir hann. Jón Viðar segir fjölhæfnina hafa margsannað sig, meðal annars í stórbrunum, alvarlegum umferð- arslysum og hamförum, eins og jarðskjálftunum á Suðurlandi. Það feli í sér ótvíræða kosti að fyrstu menn á vettvang geti gengið í hvaða störf sem er. Þekkingin sé til staðar. Menn komi ef til vill á stað- Ganga í öll störf inn með brunabíl og klippur en fari til baka á sjúkra- bíl. Þá eru dæmi um að menn hafi farið í endurlífgun á dælubílum, séu aðrir bílar uppteknir. Verði sjúkra- flutningum og slökkvistarfi skipt upp leiði það óhjá- kvæmilega til þess að einhæfni starfsfólksins verður meiri. Hann segir starfsfólk SHS almennt láta vel af fjöl- breytninni, hún auðgi starfið. Meira álag er í sjúkra- flutningum en slökkvistarfi en meðan menn eru á brunavaktinni gefist tóm til að stunda þjálfun og búa sig þannig betur undir allar hliðar starfsins. Þá segir Jón Viðar augljóst að menn slitni fyrr stundi þeir bara sjúkraflutninga, vegna meira álags á líkamann. Róteringin auki því jafnan starfsþrekið og lengi starfstímann. Stórbruni á Klapparstíg. 20 manns bar skjótt að en alls tóku upp undir 100 mann Útköll á ári Sjúkraflutn. 91% 95% 95% 94% 94% 93% 94% 95% 95% 95% 96% Slökkvilið 9% 5% 5% 6% 6% 7% 6% 5% 5% 5% 4% Fj öl di íb úa 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 Fj öl di út ka lla 1993 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 (Hlutfall af heildarútk.) 151.807 205.675 Sjúkraflutningar (v. ás) Slökkvilið (v. ás) Íbúar á höfuðborgarsvæðinu (h. ás) 12.994 21.517 22.723 24.323 25.206 24.341 22.168 23.730 24.749 25.367 26.036 1.116 1.142 1.246 1.440 1.460 1.648 1.355 1.287 1.200 1.236 1.062 Ár: 11.878 20.375 21.477 22.883 23.746 22.693 20.813 22.443 23.549 24.131 24.974 Heildarfjöldi útkalla á ári S lökkviliðið hefur sinnt sjúkraflutningum á Ís- landi í heila öld. Sjúkra- flutningar voru lögbund- ið hlutverk sveitarfélaganna fram til ársins 1990 þegar heilsugæslan var færð yfir til ríkisins. Slökkvilið Reykja- víkur, sem síðar varð Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins (SHS), hélt þó áfram að sinna þessu hlutverki samkvæmt samningi við heilbrigð- isráðuneytið. Samið var á tveggja til fjögurra ára fresti. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðs- stjóra er það mat sveitarfélaganna að hallað hafi á þau allan þennan tíma, þau hafi niðurgreitt þjón- ustuna fyrir ríkið. Bendir hann á tvær óháðar úttektir máli sínu til stuðnings, úttekt oddamanns 1993 og ráðgjafafyrirtækisins KPMG ár- ið 2012. Seinasti samningur milli slökkvi- liðsins og ríkisins rann út árið 2011 og ekki hefur tekist að undirrita nýjan samning þrátt fyrir mikla við- leitni. Aðilar sam- mæltust um að kalla eftir úttekt KPMG vegna ágreinings SHS og ríkisins um þær forsendur sem stuðst er við í kostnaðarmati. Bar nokkuð á milli útreikninga þessara tveggja aðila. Í nóvember 2012 var samn- inganefnd, sem skipuð var fulltrú- um ráðherra og stjórnar SHS, falið að fara yfir skýrslu KPMG og málið í heild sinni og reyna að ná samn- ingum, þar sem fyrir lá að ríkið sætti sig ekki við niðurstöðu skýrsl- unnar. Niðurstaða þeirrar vinnu var að samninganefndin undirritaði 1. febrúar 2013 samkomulagsgrundvöll þar sem lögð voru drög að nýjum samningi til sex ára. Þar kom fram að ríkið skyldi greiða 616 m.kr. vegna sjúkraflutninga á árinu 2012. Greiddar yrðu 708 m.kr. fyrir þjón- ustuna á árunum 2013-15 eða 148 m.kr. lægra en KPMG lagði til og 830 m.kr. á árunum 2016-18. Undirbúningur að verklokum Í lok febrúar 2013 lá samningur í anda þessa samkomulags fyrir. Taldi stjórn SHS á þeim tímapunkti að einungis væri formsatriði að undirrita samninginn og hóf því byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ í samræmi við það. Í millitíðinni var skipt um ríkisstjórn og hefur núverandi heilbrigð- isráðherra ekki viljað undirrita samninginn enda sé hann gerður í tíð annars ráðherra og ríkinu ekki nægilega hagstæður. Fyrir vikið hefur stjórn SHS farið fram á það að hafinn verði undirbúningur að verklokum þjónustu SHS vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæð- inu, í samræmi við ákvæði um verk- lok og viðskilnað skv. gr. 1.2.10 í kröfulýsingu heilbrigðisráðuneyt- isins frá 25. maí 2010. „Með vísan til fyrri samskipta vegna málsins á fundum og í bréfa- skriftum telur stjórn SHS einsýnt af framvindu málsins að vilji sé ekki til staðar af hálfu ríkisins til þess að leysa málið á farsælan hátt fyrir báða aðila og því sé nú því miður komið að aðskilnaði sjúkraflutninga og slökkvistarfs, eftir hartnær 100 ára samrekstur,“ segir í bréfi stjórnar SHS til Kristjáns Þórs Júl- íussonar heilbrigðisráðherra, dag- settu 17. janúar 2014. Stjórnin harmar að svo sé komið enda samrekstur þessi á höfuðborg- arsvæðinu til hagsbóta fyrir heild- ina, bæði hvað varðar kostnað, gæði og afl þjónustunnar. „Slíkur sam- rekstur verður þó að vera hag- kvæmur fyrir báða aðila en það er á ábyrgð ríkisins að kveða á um framtíð sjúkraflutninga, þar sem þeir eru á verksviði þess samkvæmt lögum,“ stendur í bréfinu. Í síðustu viku kom fram að sveit- STJÓRN SLÖKKVILIÐS HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS (SHS) HEFUR ÓSKAÐ EFTIR VERKLOKUM ÞJÓNUSTU SHS VEGNA SJÚKRAFLUTNINGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, ÞAR SEM EKKI HEFUR NÁÐST SAMKOMULAG VIÐ RÍKIÐ SEM BER ÁBYRGÐ Á ÞJÓNUSTUNNI. JÓN VIÐAR MATTHÍASSON SLÖKKVILIÐSSTJÓRI SEGIR ÞETTA ÓHEILLASKREF SEM DRAGA MUNI ÚR ÖR- YGGI ALMENNINGS. HANN VONAR AÐ MENN NÁI SAMAN UM ÓBREYTT FYRIRKOMULAG. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Örygginu ógnað? Fréttaskýring 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Efnakafari. Hin ýmsu verkfæri. Jón Viðar Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.