Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 52
B
etur sjá augu – Ljósmyndun ís-
lenskra kvenna 1872-2013 er
heiti sýningar í tveimur hlutum
sem verður opnuð í dag, laug-
ardag, klukkan 15 í Þjóðminja-
safni Íslands við Suðurgötu og klukkan 16 í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Gróf-
arhússins, Tryggvagötu 15.
Á sýningunni gefur að líta ljósmyndaverk
eftir 34 konur frá þessu langa tímabili, kon-
ur sem eiga sameiginlegt að hafa unnið við
ljósmyndun, flestar sem atvinnuljósmynd-
arar en nokkrar sem áhugaljósmyndarar.
Fyrsta konan sem lærði ljósmyndun og
starfaði hér á landi var Nicoline Weywadt
sem hóf störf sem ljósmyndari á stofu sinni
á Djúpavogi árið 1872. Sýningin nær því yfir
140 ára tímabil og eru viðfangsefni ljós-
myndaranna eftir því fjölbreytileg.
Sýningin er afrakstur tveggja ára rann-
sóknarvinnu Katrínar Elvarsdóttur, ljós-
myndara og sýningarhöfundar, og verkin
valdi hún út frá fagurfræðilegum forsendum.
Lögð var áhersla á að sýna myndir þar sem
persónuleg sýn og sköpun ljósmyndaranna
njóta sín og að þær sem endurspegli um leið
iðjusemi þeirra og áhuga á starfi sínu.
Ljósmyndunum er skipt í þrjá flokka eftir
viðfangsefnum. Í Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur gefur að líta verk í flokknum landslag/
náttúra en í Þjóðminjasafninu eru fjölskylda/
heimilislíf og portrett/mannlíf.
Sýningin er samstarfsverkefni safnanna og
kemur einnig út sýningaskrá með úrvali
verkanna og grein eftir Lindu Ásdísardóttur.
Katrín kom upphaflega til Þjóðminjasafns-
ins og lýsti yfir áhuga á að setja saman sýn-
ingu með verkum kvenljósmyndara í sam-
tímanum. Það þróaðist út í að einnig yrði
rýnt í safneign Ljósmyndasafns Íslands, sem
er hluti Þjóðminjasafns. „Mér þótti það
spennandi hugmynd en sá að ég yrði einnig
að skoða safneign Ljósmyndasafns Reykja-
víkur, því hún er einnig mjög stór. Ingu
Láru [Baldvinsdóttur, fagstjóra Ljós-
myndasafns Íslands] fannst síðan að við ætt-
um að leita enn víðar og skoða hvað önnur
söfn landsins varðveittu af verkum kvenna. Í
kjölfarið fórum við að skoða þau og þetta
hefur verið tveggja ára verkefni.,“ segir
Katrín.
„Ég fann vissar myndir sem kölluðu á mig
og þær sýndu ákveðnar endurtekningar sem
urðu grunnþemu sýningarinnar. Fjöldi góðra
mynda hreyfði við mér og ég fór markvisst
að tengja eldri myndirnar við samtímann og
verk kvenna í dag.“
Þegar spurt er hvort hér sé opnuð ný gátt
í íslenskri ljósmyndun og fólk sjái myndir
sem ekki hafi verið sýndar eða þekktar,
svarar Katrín: „Já, algjörlega. Við höfum
skoðað mörg merkileg söfn. Vitaskuld er
þetta ekki tæmandi úttekt og mörgu er
sleppt sem ekki passar inn í sýningaram-
mann. En við sýnum margar mjög fallegar
gæðamyndir.“
SÝNING Í TVEIMUR HLUTUM Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR OG ÞJÓÐMINJASAFNINU
Sýna verk ólíkra íslenskra
kvenljósmyndara
LJÓSMYNDUN ÍSLENSKRA KVENNA FRÁ ÁRINU 1872 TIL SAMTÍMANS, ER VIÐFANGSEFNI TVÍSKIPTRAR SÝNINGAR SEM VERÐUR
OPNUÐ Í DAG. SÝNINGARHÖNNUÐURINN SEGIR HÉR OPNAÐA NÝJA GÁTT Í LJÓSMYNDASÖGU OKKAR.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Auður Jónsdóttir á sumardaginn fyrsta 1953,
eftir Lilý G. Tryggvadóttur (1912-1993).
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Lilý Guðrún Tryggvadóttir
Ljósmynd eftir Sophiu Claessen, tekin um 1900. Myndir
hennar eru iðulega af heimilum yfirstéttarinnar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Sophia Claessen
Úr „Annars konar fjölskyldumyndir“, 1988,
eftir Nönnu Bisp Büchert (f. 1937).
Ljósmynd/Nanna Bisp Büchert
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014
Sýning á bókverkum hóps listamanna frá Dan-
mörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Ís-
landi, Noregi og Svíþjóð verður opnuð í Nor-
ræna hússinu í dag, laugardag, klukkan 16.
Verkin eru unnin út frá hugleiðingum um
heimili og heimkynni: um stað eða það tilvist-
arástand sem felst í hugtakinu „heima“. Lista-
mennirnir nálgast þemað á fjölbreyttan máta,
bæði hvað varðar efni og innihald, en öll sækja
verkin form sitt á einhvern hátt til bókarinnar.
Íslensku sýnendurnir eru Anna Snædís Sig-
marsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ás-
laug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pál-
ína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir,
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir, Sigurborg
Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.
Sýningarstjóri er Hanne Matthiasen frá
Danmörku. Hún mun á sunnudag kl. 13.30
flytja erindi sem hún kallar „Artists’ books –
kunst og kommunikation“. Í myndskreyttu
spjalli fjallar hún um áratugalanga reynslu sína
og rannsóknir, um ferðalög og vinnu sem
myndlistarmaður og miðlari. Hún kynnir
helstu hugðar- og viðfangsefni sín á sviði list-
arinnar – hin eilífu og almennu tilvistarspurs-
mál.
Marianne Laimer frá Svíþjóð flytur einnig
erindi, á sænsku, og segir frá listsköpun sinni
og hvernig hún í tvinnar saman bókverk og
sagnagerð. Með handgerðum bókum, marg-
víslegum bókabrotum og pappírsskurði leitast
hún við að rjúfa hefðbundnar hugmyndir um
hvað bók eigi að vera og hvernig eigi að lesa
bók.
NORRÆN SAMSÝNING
BÓKVERK
Eitt bókverka sænsku listakonunnar Marianne
Laimer. Hún fjallar um verkin á sunnudag.
Amelia Aerhart, eitt verka Bjarna Ólafs á sýn-
ingunni. Hann vinnur með viðarkol og litkrít.
Bjarni Ólafur Magnússon opnar sýningu sem
hann kallar Óradrög í Gerðubergi á sunnudag
klukkan 14. Myndefni verkanna eru mann-
eskjur, draumkenndar verur úr ósögðu æv-
intýri og persónur tengdar æskuminningum
listamannsins. Að mestu leyti er um að ræða
mjög stórar andlitsmyndir, hlaðnar smáat-
riðum. Við verkin eru textar, hugleiðingar
listamannsins; lýsingar á verkunum, brot úr
ósögðum ævintýrum eða æskuminningar.
Bjarni Ólafur stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands árin 1982-1983 og
listnám til BFA-gráðu í Kansas á árunum 1988-
1990. Hann var gestanemandi við San Franc-
isco Art Institute 1990 og stundaði framhalds-
nám við Goldsmith’s College á Englandi árin
1991-1992, þaðan sem hann lauk námi með
Postgraduate Diploma.
Bjarni Ólafur er fæddur og uppalinn í Vest-
mannaeyjum. Ævintýraheimur æskunnar;
náttúran, hafið og náttúrugripasafnið, hefur að
sögn mótað hann sem listamann. Fuglar, fígúr-
ur og hafið eru algeng í verkunum.
BJARNI ÓLAFUR Í GERÐUBERGI
ÓRADRÖG
Guðmundur Ármann Sigurjónsson listamaður opnar um helgina sýn-
ingu í Populus Tremula á Akureyri. Sýningin stendur aðeins yfir
þessa einu helgi. Þar má sjá vatnslitaverk, olíumálverk og skúlptúra.
Náttúran gegnir veigamiklu hlutverki í list Guðmundar. Vatns-
litamyndirnar eru málaðar undir berum himni og eru kveikjan að
olíumálverkunum.
„Þetta eru einkum myndir sem ég málaði 2013 en örfáar frá 2012.
Að þessu sinni nálgast ég verkin með ólíkum hætti. Ég mála bæði
raunsæjar vatnslitamyndir undir berum himni og síðan er ég með
olíumálverk sem máluð voru á vinnustofunni. Olíumálverkin eru mál-
uð með hliðsjón af vatnslitamyndunum en ekki er um eftirgerð að
ræða þar sem olíumálverkin eru mun óhlutbundnari. Loks er ég með
þrívíð verk en hráefni í þau finn ég í fjörum. Ég set saman spýtur og
aðra smáhluti sem verða á vegi mínum og bý til litla skúlptúra sem
minna á fugla og andlit eða annað í þeim dúr.“
Guðmundur Ármann hefur komið víða við í list sinni en hann
stundaði meðal annars nám við Konsthögskolan Valand og við Göte-
borgs Universitet í Gautaborg í Svíþjóð. Hann einbeitti sér aðallega
að grafík og málaralist en þrívíð verk hafa aldrei verið langt undan.
„Á tímabili lærði ég hjá Ragnari Kjartanssyni, Ásmundi Sveinssyni
og Jóhanni Eyfells og hafði áhuga á að leggja þá listgrein fyrir mig.
Síðan þá hef ég fengist við ýmis listform, vatnsliti, grafík og fleira og
í raun verið úti um allt í listinni. Undanfarin ár hef ég lagt aukna
áherslu á óhlutbundna list sem einkennist af láréttum línum og
minna á landslag, sjóndeildarhring, himin og haf. Þá hef ég í auknum
mæli málað utandyra öll þau form og liti sem fyrir augu ber. Náttúr-
an og umhverfið eru útgangspunktur verka minna enda kalla ég sýn-
inguna Nærlönd.“
Athygli vekur að sýningin stendur aðeins í eina helgi.
„Galleríið hefur þann háttinn á að lána til listamanna sal eina helgi
í senn án endurgjalds. Það er mjög þægilegt fyrirkomulag.“
mariamargret@mbl.is
NÆRLÖND Í POPULUS TREMULA
Hefur verið
úti um allt
Náttúran gegnir stóru hlutverki í list Guðmundar Ármanns.
Morgunblaðið/Hjálmar
GUÐMUNDUR ÁRMANN HEFUR KOMIÐ VÍÐA
VIÐ Í LIST SINNI EN NÚ STENDUR YFIR SÝNING
Á VERKUM HANS Á AKUREYRI.
Menning