Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 60
T homas Hitzlsperger kom fram í viðtali í blaðinu Die Zeit í byrjun mánaðarins þar sem hann opinberaði samkynhneigð sína. Hann fékk gríðarlega góðar viðtökur við viðtalinu og víða hrósuðu menn og konur honum fyrir hugrekkið að taka þetta skref. Ekki bara í Þýskalandi heldur víða um heim. Fyr- irsögn flestra miðla var Hetja og mynd af bros- andi Hitzlsberger fylgdi með. „Hugrekki og rétt ákvörðun. Virðum Thomas Hitzlsperger,“ skrifaði þýski landsliðsmaðurinn Lu- kas Podolski á twitter-síðu sína. „Hamingjuóskir til Thomas Hitzlspergers fyrir hugrekkið að vera fyrsti leik- maðurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni sem kemur út úr skápnum,“ skrifaði Gary Lineker, fyrrverandi fyr- irliði enska landsliðsins. Gordon Taylor, framkvæmdarstjóri samtaka knattspyrnumanna á Englandi, telur að yfirlýsing Thomas Hitzlsperger muni hjálpa öðrum samkynhneigðum knattspyrnumönnum að koma úr skápnum. „Ef fleiri stíga þetta skref er það vísbending um heilbrigt umhverfi í knattspyrnuheiminum. Hér áður fyrr var komið fram við samkynhneigða líkt og um glæpamenn væri að ræða. En þetta er tákn um betri tíma,“ sagði Taylor við breska fjöl- miðla. Hitzlsperger lagði skóna á hilluna á síðasta ári en aðeins einn atvinnumaður, sem var enn á launaskrá félags, hefur kom- ið út úr skápnum. Það var Justin Fashanu árið 1990. Nokkur önnur dæmi má þó tína til. Halda liðin dyrunum lokuðum? John Amaechi varð fyrsti NBA-leikmaðurinn til að koma út úr skápnum. Hann var engin stórstjarna og vakti litla lukku með Orlando, Utah og Houston á ferlinum. Hann kom út úr skápnum, 2007 og samfélag NBA-leikmanna tók þeim tíðindum misvel. Enginn fagnaði beint ákvörðun hans, enginn stóð með honum heldur voru flestir sem höfðu eitthvað að segja við hann. Jason Collins úr sömu deild varð fyrsti liðsíþróttamað- urinn vestan hafs sem greindi frá samkynhneigð sinni meðan á ferlinum stóð. Fjölmargir fögnuðu ákvörðun Collins en eftir að hann rann út á samningi hefur ekkert lið komið hlaupandi heim til hans með samning. Hans NBA-ferli er því væntanlega lokið. Gareth Thomas er landsleikjahæsti Walesverjinn í rúgbí en hann kom út úr skápnum 2009 þegar ferillinn var nánast búinn. Hann hætti 2010. Steven Davies krikketspilari kom reyndar út úr skápnum 2011 en hann er eini krikketspilari heimsins sem hefur viðurkennt samkynhneigð sína. Hann spilar með Surrey og er enskur landsliðsmaður. Anton Hysén, Olivier Rouyer og David Testo eru aðrir knattspyrnumennirnir sem hafa komið út úr skápnum, allt neðri deildar leikmenn. Hysén er enn að spila í sænsku þriðju deildinni. Hætti við að hætta Þó er eftir að segja sögu Bandaríkjamannsins Robbie Rogers sem spilaði með Leeds en hætti þegar hann ákvað að koma út úr skápnum á síðasta ári. Rogers flutti aftur til Bandaríkjanna, burt frá Englandi. Hann óttaðist að fótboltaheimurinn þar í landi væri ekki tilbúinn enda var hann aðeins annar leikmaður í enska boltanum sem hafði komið út. En margt hefur breyst frá því Fashanu kom út úr skápnum 1990. Öllum var sama um kynhneigð hans. Fyrst hann var góður í fótbolta þá vildu lið semja við hann. Trúlega vildu öll lið hafa 11 frábæra samkyn- hneigða leikmenn í byrjunarliðinu en 11 miðlungs gagnkyn- hneigða. Rogers tók skóna úr hillunni og spilar nú með LA Ga- laxy. Í maí 2013 kom hann inn á í leik Galaxy og Seattle og varð þar með fyrsti samkynhneigði atvinnumaðurinn í stóru at- vinnumannadeildunum í Bandaríkjunum, NFL, NBA, MLB og MLS. Vildi bara vera fótboltamaður Það sem sker Hitzlsperger frá hinum er að hann var mjög góð- ur fótboltamaður. Landsliðsmaður og spilaði í ensku, þýsku og ítölsku deildinni. Hann lék 52 landsleiki fyrir Þýskaland og var bæði á HM 2006 og EM 2008. Meiðsli komu í veg fyrir að hann tæki þátt í HM 2010. Eftir að hafa byrjað með unglingaliði FC Bayern samdi hann við Aston Villa þar sem hann sló í gegn. Hann hélt þó heim til Þýskalands og samdi við Stuttgart þar sem hann varð meistari 2007. Hann fékk fljótlega viðurnefnið Hamarinn enda var hann með frábæran fót og mögnuð skot. Flestöll mörk hans mörk voru með langskotum sem voru oft endursýnd. Ferill hans var nokkuð góður þó að hann hafi verið óheppinn með meiðsli sem settu strik í reikninginn. Í september játaði hann sig sigraðan á meiðslunum og setti skóna upp í hillu. Hann fékk nokkur boð um samning en var orðinn þreyttur á meiddum líkamanum. Ólíkt Fashanu vissi Hitzlsperger ekki að hann væri samkyn- hneigður fyrr en fyrir nokkrum árum. Fashanu vissi það ungur maður. Hitzlsperger átti kærustu, Ingu, og ætlaði að giftast henni í júní árið 2007. Hann hætti við brúðkaupið mánuði fyrr. „Ég gæti ekki ímyndað mér að gera þetta ef ég væri að spila fótbolta á sama tíma. Í lok ferilsins var ég nokkuð viss um að ég væri samkynhneigður, að ég vildi vera með manni og búa með manni. Fyrir tveimur árum var ég nánast kominn á það stig að vilja greina frá þessu. Ég hef aldrei skammast mín fyrir þetta og ég hugsaði um þetta í lok ferilsins. Ég vildi samt meira vera fót- boltamaður en að tala um einkalíf mitt,“ sagði Hitzlsperger í viðtalinu í Die Zeit. Fordómarnir alls staðar Aðeins er vitað um einn íslenskan fótboltamann sem komið hef- ur út úr skápnum meðan hann spilaði. Steindór Sigurjónsson, leikmaður Sindra á Hornafirði í þriðju deild, kom út úr skápn- um 2009 en hann sagði í viðtali við fótbolta.net að því hefði verið tekið vel af liðsfélögum sínum þegar hann tilkynnti þeim að hann hefði tekið skrefið. Afar sjaldgæft er að karlmenn í hópíþróttum komi op- inberlega fram með samkynhneigð sína. Af einhverjum ástæð- um viðurkenna fleiri íþróttakonur samkynhneigð sína. Úr kvennaknattspyrnu á Íslandi eru t.d. fjölmörg dæmi um sam- kynhneigðar konur sem stunda íþrótt sína og margar hafa kom- ist í landsliðið. Á Ólympíuleikunum í London 2010 voru 10.900 keppendur skráðir til leiks. 23 voru samkynhneigðir. Þrír voru karlmenn og enginn í liðsíþrótt. ÞEGAR ÞÝSKI KNATTSPYRNUMAÐURINN THOMAS HITZLSPERGER KOM ÚT ÚR SKÁPNUM Í BYRJUN JANÚAR VORU VIÐBRÖGÐ KNATTSPYRNUHEIMSINS ALLT ÖNNUR EN ÞEGAR BRETINN JUSTIN FASHANU KOM ÚT 1990. FASHANU VAR NÁNAST ÚTSKÚFAÐUR ÚR FÓTBOLTAHEIMINUM OG BRÓÐIR HANS AF- NEITAÐI HONUM. MARGIR HAFA HINS VEGAR HRÓSAÐ HITZLSPERGER OG LITIÐ ER Á HANN SEM HETJU. Thomas Hitzl- sperger er stærsta stjarnan sem sam- kynhneigðir hafa eignast í heimi knatt- spyrnunnar. Anders Lindegaard, varamarkvörður Manchester United, bloggaði árið 2012 á síðuna sína þar sem hann sagði sína skoðun. „Leikmenn myndu samþykkja þetta, ekki spurn- ing. En aðdáendur ekki. Andrúmsloftið er oft erfitt á leik- vöngum. Knattspyrnuheimurinn er fastur í steinöld og samkynhneigðir þurfa einhverja hetju til að standa upp.“ Matt Jarvis sat fyrir á forsíðu hommablaðsins Attitude fyrir skömmu. Hann er þriðji fótboltamað- urinn sem prýðir forsíðu blaðsins en hann fetaði í fótspor Davids Beckhams (2002) og Freddie Ljung- bergs (2006). Hetjan Hitzlsperger AFPAFP 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 * Sem stuðningsmaður Aston Villa hef ég alltaf dáðst að því semHitzlsperger gerði á vellinum, en ég dáist enn meira að honum ídag. Hugrakkt og mikilvægt skref. David Cameron forsætisráðherra Bretlands.BoltinnBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.