Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 28
É g legg mjög mikið upp úr hollum mat, elda allt frá grunni eins oft og ég get og er dugleg að nota grænmeti og alls kyns kryddjurtir; t.d. tur- merik, hvítlauk og engifer, sem eru bæði heilandi og bólgueyðandi. Það eru virkilegar lækningajurtir,“ seg- ir Kristín Steindórsdóttir á Akureyri, sem gefur upp- skrift að gómsætri fiskisúpu. Kristín notar gjarnan lífrænar vörur og velur græn- meti eftir árstíðum, það sem ferskast er hverju sinni. „Aðaláhugamál mitt er að elda góðan mat, ég geri mikið af því að lesa í uppskriftabókum en fer reyndar aldrei eftir uppskriftum; nota bækurnar hins vegar til að fá góðar hugmyndir.“ Kristín segir fjölskylduna borða mikinn fisk um þessar mundir og er það ekki að undra; hún og Aðalsteinn Pálsson ásamt öðrum hjónum, Ólöfu Ástu Salmansdóttur og Ragnari Hauki Haukssyni, opnuðu í haust sælkera- verslun með sjávarfang og heilsuvörur, sem slegið hefur í gegn á Akureyri. „Það vantaði greinilega góða fiskbúð í bæinn því viðtökurnar hafa verið rosalega góðar. Fólk er duglegt að kaupa fisk, ýmiskonar hollt meðlæti og heilsuvör- ur.“ Þau hjón dreymdi um að opna heilsustað en hug- myndin þróast á þennan veg. „Við fáum glænýjan fisk á hverjum einasta morgni, aðallega frá Siglufirði og Ólafsfirði, erum með litla vinnslu á bak við í búðinni og fiskurinn er flakaður á staðnum. Ragnar er með mikla reynslu af fiskverkun.“ Í versluninni, FISK kompaníi, eru fiskflök, siginn fiskur og fleira; allt hið gamla, góða, en einnig eru í boði fjölmargir tilbúnir réttir daglega. „Við Ólöf útbú- um þá og reynum að hafa úrvalið fjölbreytt. Við not- um þorsk, steinbít, hlýra, löngu, keilu og skötusel, svo ég nefni dæmi, og fólk er einmitt spennt fyrir því að prófa ýmislegt annað en þorsk og ýsu. Steinbítur er til dæmis rosalega vinsæll og í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson NÆRINGARÞERAPISTI Í ELDHÚSINU Hollusta í uppáhaldi KRISTÍN STEINDÓRSDÓTTIR NÆRINGARÞERAPISTI ER LÍKA LÆRÐUR JÓGAKENNARI EN HEFUR REYNDAR EKKI FUNDIÐ TÍMA TIL AÐ SINNA KENNSLU! HÚN ER EINN EIGENDA NÝRRAR SÆLKERA- VERSLUNAR MEÐ SJÁVARFANG OG HEILSUVÖRUR Á AKUREYRI OG MIKILL ÁHUGAMAÐUR UM MAT. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Kristín og dóttirin Gígja Aðalsteinsdóttir sem er tveggja ára. *Matur og drykkir Matarbloggarinn Tinna Björg Friðþórsdóttir bauð saumaklúbbnum í svínabóg á dögunum »32Sjávarréttasúpa með austurlenskum töfrumFYRIR 8-10 3 hvítlauksrif ½ chili, fræhreinsað 10 cm bútur engifer 2 msk gult karrímauk (Yellow Curry Paste frá deSiam) 2 msk karrí 1 bréf sítrónugrasmauk frá deSiam 1 msk turmerik 3 dósir kókosmjólk (lífræn) 1 ½ líter vatn 3 msk grænmetiskraftur frá Himneskt. 1 blaðlaukur 6-8 gulrætur 2 rauðar paprikur 1 græn paprika 1 msk mulin lime-lauf 1 msk anís 2 msk Mango Chutney ¼ lítri rjómi 1 msk austurlensk fiskisósa (má sleppa) 600 gr langa 600 gr steinbítur 300 - 400 gr hörpuskel og rækja Ferskur kóreander Má nota hvaða fisk sem er, gott að nota þéttan fisk eins og löngu, hlýra, steinbít og lúðu. Aðferð Hvítlaukur, chili og engifer saxað smátt niður og steikt við vægan hita upp úr kókosolíu í nokkrar mínútur. Þá er karrímaukinu bætt út í ásamt karríinu, turmerik, sítrónu- grasmauki, lime-laufi og anís og steikt áfram í nokkrar mínútur. Kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti er svo bætt útí og suðan látin kom upp. Grænmetinu, sem skorið er í strimla, bætt út í 30-40 mínútur. Að lokum er rjómanum og Mango Chutney bætt út í ásamt fiskinum, sem skorinn er í bita, og soðið við væg- an hita í 12-15 mínútur. Borið fram með ferskum kó- reander.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.