Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 57
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sandmaðurinn er fjórða spennubókin eftir Lars Kepler, en það er höfundarnafn hjónanna Alexöndru og Alex- anders Ahndoril. Bækur þeirra hjóna hafa notið mikilla vin- sælda hér á landi líkt og svo víða annars staðar. Bókin er nú í efsta sæti metsölulistans sem kemur ekki á óvart því Íslend- ingar eru sérlega sólgnir í spennusögur. Fárveikur ungur maður finnst á reiki í Stokkhólmi. Sjó ár eru síðan hann var lýstur lát- inn, löngu eftir að hann og syst- ir hans hurfu. Lögreglumað- urinn Joona Linna er sannfærður um að raðmorð- inginn Jurek Walter sé sá seki á málinu. Spenna á toppnum Það telst til tíðinda að rúmlega 160 ára gömul bók skuli komast á metsölulista, en þetta er raunin með bókina Twelve Years a Slave. Það er kvikmyndaút- gáfan af sögunni sem hefur endurvakið áhuga á þessari gömlu ævisögu, en eins og kunnugt er hefur kvikmynd leik- stjórans Sveve McQueens fengið mikið lof og er tilnefnd til Ósk- arsverðlauna. Bókin kom fyrst út árið 1853 og segir sögu Solomon Northup sem var frjáls maður en var rænt og hafður sem þræll í tólf ár. Bókin vakti mikla athygli við útkomu en féll síðan að mestu í gleymsku. Nú er áhuginn endurvakinn og bókin er lesin af áhuga víða um heim. Penguin-útgáfan af bókinni er nú vinsælasta bókin á metsölulista útgáfunnar og bókin er á metsölulista Waterstone í Bretlandi og á metsölulista New York Times þótt hún sé ekki þar á topp tíu listanum, eins og sjálfsævisagan The Wolf of Wall Street eftir svikahrappinn Jordan Belfort en Martin Scorsese gerði einmitt rómaða mynd sína eftir henni. GÖMUL OG SÖNN SAGA SLÆR Í GEGN Sönn saga manns sem var þræll í tólf ár slær nú í gegn 160 árum eftir að hún kom út. Hinn norski Jo Nesbø á fjölmarga aðdáendur hér á landi og bækur hans raða sér fimlega á metsölulista strax við útkomu. Ekki skrýtið því Nesbø er meðal bestu núlifandi glæpasagnahöf- unda heims en bækur hans hafa selst í um 20 milljónum eintaka. Aðdáendur glæpasagnahöf- undarins geta glaðst því tvær bækur hans koma út í íslenskri þýðingu í ár. Í lok febrúar kemur Afturgangan út, en hún er níunda Harry Hole bókin og í sumar kemur svo bók númer tvö í seríunni, Kakkalakkarnir. Það er bókaforlagið Uppheimar sem gefur bækurnar út, líkt og aðr- ar bækur Nesbø. Nesbø hefur alls skrifað tíu bækur um Harry Hole og óvíst er að þær verði fleiri. Hjá Uppheimum eru menn langt komnir með að gefa þær allar út á íslensku. Þess má svo geta að von er á nýrri bók eftir Nesbø á þessu ári sem á ensku nefnist Blood on Snow, en Nesbø skrifar þá bók undir höf- undarnafninu Tom Johansen. Framhaldsbók mun koma út árið eftir. Warner Brothers munu þegar hafa keypt kvikmyndaréttinn að bókunum. Von er á fleiri glæpasögum frá Uppheimum og þar á meðal má nefna bók eftir Lizu Marklund, en hún á sér afar staðfastan lesendahóp líkt og Nesbø. Það er því góður tími framundan hjá unnendum glæpasagna. NESBØ Á LEIÐINNI Tvær bækur Jo Nesbø koma út á íslensku þetta árið. Skáldsagan Kíra Argúnova eft- ir Ayn Rand kom út í kilju fyr- ir jólin. Þetta er stórgóð og minnisstæð örlagasaga Kíru, sem er sjálfstæð og hugrökk stúlka á umrótatímum eftir rússnesku byltinguna. Þeir sem eru ekki sanntrúaðir kommúnistar þurfa að lifa var- lega ætli þeir sér að komast af. Kannski aðgengilegasta skáldsaga Rand og mjög dramatískt verk sem hlýtur að hafa sterk áhrif á marga les- endur. Grimm örlaga- saga Kíru Örlagasögur frá Rússlandi og Spáni NÝLEGAR BÆKUR EKKI ER MIKIL ÚTGÁFA ÞESSAR VIKURNAR ENDA EKKI LANGT LIÐIÐ FRÁ JÓLUM. SANDMAÐURINN ER NÝJASTA SPENNUKILJAN OG SELST VEL. RÖDD Í DVALA OG KÍRA ARGÚNOVA ERU SKÁLDSÖGUR SEM LÝSA ÓBLÍÐUM ÖRLÖGUM EINSTAKLINGA UNDIR GRIMMÚÐUGRI HARÐ- STJÓRN. Rödd í dvala eftir Dulce Chacon er saga kvenna sem tóku þátt í borg- arastríðinu á Spáni á fjórða áratug síðustu aldar. Höfundur byggir sög- una á vitnisburði fjölda fólks sem sat í fangelsi í stjórnartíð Francos. Bókin varð metsölubók á Spáni og hlaut verðlaun sem bók ársins 2003. Kvikmynd hefur verið gerð eftir bókinni í leikstjórn Benito Zambrano. Spænsk metsölubók Hugsjónir, fjármál og pólitík – Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár – er eftir Árna H. Kristjánsson sagnfræðing. Í bókinni er saga sparisjóðsins rakin og ljósi varpað á samfélagið á hverjum tíma með efnahagsmál í for- grunni. Fjölmargar ljósmyndir, sem margar hafa ekki birst áður, styðja frásögnina. Ýmis fróðleiksatriði er að finna í skrám, töflum og myndritum. Saga sparisjóðsins í máli og myndum *Og vaninn er nokkur huggunef hann venst. Þórarinn Eldjárn BÓKSALA 16.-22. 2014 Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 SandmaðurinnLars Kepler 2 HHhHLaurent Binet 3 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 4 Árleysi aldaBjarki Karlsson 5 Almanak fyrir ísland 2014Þorsteinn Sæmundsson / Gunnlaugur Björnsson 6 Iceland small world small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 7 ÞorstiEsther Gerritsen 8 MánasteinnSjón 9 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 10 Södd og sátt án kolvetnaJane Faerber Vasabrotsbækur (skáldv.) 1 SandmaðurinnLars Kepler 2 HHhHLaurent Binet 3 ÞorstiEsther Gerritsen 4 ÓlæsinginnJonas Jonasson 5 Korku sagaVilborg Davíðsdóttir 6 Hún er horfinGillian Flynn 7 Maður sem heitir OveFredrik Backman 8 InfernoDan Brown 9 Sem ég lá fyrir dauðanumWilliam Faulkner 10 Rosie verkefniðGraeme Simsion MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Enginn ræður sínum næturstað. Breski metsöluhöf- undurinn Peter James verður sér- stakur gestur Ice- land Noir 2014, en hátíðin verður hald- in 21. - 22. nóv- ember. Hann er höf- undur bókanna um lögreglumanninn Roy Grace í Brighton og hafa bæk- ur hans verið þýddar yfir á þrjátíu og sex tungumál, selst í fjórtan milljónum eintaka um heim allan og ítrekað náð efsta sæti metsölulista Sunday Times í Bretlandi. James er fyrrverandi formaður Crime Wri- ters‘ Association í Bretlandi og á dögunum var frumsýnt í Bretlandi leikrit byggt á bók hans, The Per- fect Murder. PETER JAMES KEMUR Á ICELAND NOIR Peter James er væntanlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.