Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Matur og drykkir É g ætla, fyrir utan maki-rúllurnar, að bjóða upp svínabóg í aðalrétt og Créme Brûlée með engifer- og hindberjasósu í eftirrétt. Þær sem fá að njóta þessarar himnesku sælu eru Margrét Thedórsdóttir, Pat- rycja Wittstock Einarsdóttir og Helena Rós Friðþórsdóttir. Tinna Björg Friðþórsdóttir er 24 ára lögfræðinemi í HR og þrátt fyrir að vera ung að árum hefur hún verið að stússast í matargerð frá því hún man eftir sér. „Ég man bara að þegar ég byrjaði í matreiðslu í skólanum þegar ég var sex ára gömul kunni ég ótrúlega margt. Mamma var heima með okk- ur börnin, þannig að maður var mikið í eldhúsinu með henni og hún var alltaf að baka og elda og er ennþá og pabbi er ekkert síðri. Það má líka bæta því við að Siggi Hall var eiginlega fyrsta ástin mín, ég horfði á alla þætti með honum,“ segir hún og hlær. Tinna Björg byrjaði með matarblogg í júlí síðastliðnum, tinnabjorg.com, og segist ánægð með viðtökurnar. „Ég er í fullu námi og með lítið barn en áhuginn er farinn að beinast í þessa átt. Við systurnar erum með í bígerð matreiðslubók með ákveðnu þema, sem við viljum ekki gefa upp að svo stöddu, en draumurinn væri að fylgja henni eftir með sjónvarpsþætti. Er það ekki það sem alla matarbloggara dreymir um? segir Tinna Björg og brosir. Tinna Björg fékk Kitchen Aid-hrærivél frá kærastanum í jólagjöf og seg- ist ekkert hafa móðgast við það. „Mér fannst það besta gjöfin, hún er ynd- isleg í baksturinn.“ Og aðspurð segist hún frekar vilja búsáhöld um þessar mundir en skartgripi. „Hann opnaði einhverjar dyr sem verður ekki lokað aftur. Nú er ég bara sjúk í öllum búsáhaldabúðum,“ segir Tinna sposk og drífur sig í að skera kjötið. Saumaklúbburinn samanstendur af þeim Patrycju Wittstock Einarsdóttur, Margréti Theodórsdóttur, húsfreyjunni Tinnu Björgu og systur hennar Helenu Rós Friðþórsdóttur. ÞRÍRÉTTAÐ HJÁ TINNU BJÖRGU Matreiðslubók í burðarliðnum * Tinna Björgbyrjaði meðmatarblogg í júlí síðastliðann, tinna- bjorg.com, og segist ánægð með viðtök- urnar. „Ég er í fullu námi og með lítið barn en áhuginn er farinn að beinast í þessa átt.“ GIRNILEGAR MAKI-RÚLLUR MEÐ HUMAR TEMPURA LIGGJA Á FALLEGA DÚKUÐU BORÐ- INU EN ÞAÐ ER SAUMAKLÚBBUR TINNU BJARGAR FRIÐÞÓRSDÓTTUR SEM ER AÐ HITT- AST OG EIGA GÓÐA STUND SAMAN. AÐ ÖLLU JÖFNU TAKA ÞÆR Í PRJÓNA EN NÚ ÆTLA ÞÆR EINGÖNGU AÐ NJÓTA MATARGERÐARLISTAR LÖGFRÆÐINEMANS OG MAT- ARBLOGGARANS TINNU BJARGAR. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is HRÍSGRJÓN 80 ml hrísgrjónaedik 40 g sykur 1⁄3 tsk. salt 500 g sushi-hrísgrjón 550 ml vatn Hitið hrísgrjónaedik, sykur og salt saman í potti þar til sykurinn leysist upp án þess þó að blandan sjóði. Kælið ediksblönduna. Hreinsið hrísgrjón með köldu vatni í glerskál, nuddið burt sterkjuna og hellið af þeim. End- urtakið 3-4 sinnum þar til vatnið verður tært. Hellið köldu vatni yfir hrísgrjónin og látið standa í 30 mínútur eða þar til grjónin verða hvít. Sigtið hrísgrjónin og setjið í pott með loki ásamt vatni og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið þau krauma í 15 mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið hann standa í 15 mínútur með loki. Setjið hrísgrjón í viðarskál eða eldfast mót og hellið ediksblöndu jafnt yfir. Blandið saman með við- aráhaldi eins og verið sé að skera þau í sundur. Reynið að kremja hvorki hrísgrjónin né hræra í þeim heldur einungis að dreifa úr þeim, losa í sundur og kæla. HUMAR TEMPURA 300 g smáir humarhalar 125 g hveiti ½ tsk. lyftiduft salt svartur pipar 180-200 ml sódavatn olía Blandið hveiti, lyftidufti, salti og svörtum pipar saman í skál og pískið sódavatn saman við. Þerr- ið humarhala og dýfið í deigið. Maki-rúllur með humar tempura Hitið olíu að 180° og leggið humarhala varlega ofan í. Djúp- steikið þar til deigið hefur brúnast fallega. HVÍTLAUKSMAJONES 2 msk. majones 1 hvítlauksrif ½ tsk. chillimauk Pressið hvítlauk og hrærið saman við majones og chilli- mauk. MAKI-RÚLLUR 8 nori-þarablöð elduð sushi-hrísgrjón humar tempura 1 avocado klettasalat hvítlauksmajones Leggið nori-þarablað á bamb- usmottu þannig að glansandi hliðin snúi niður. Þekið það með hrísgrjónum en skiljið eftir auða u.þ.b. 1½ cm breiða ræmu á öðr- um endanum. Leggið humar tempura á þvert yfir miðju þara- blaðsins ásamt handfylli af kletta- salati. Skerið avocado í mjóar ræmur og leggið ofan á klettasal- atið. Sprautið mjórri rönd af hvítlauksmajonesi yfir fyllinguna og rúllið upp með bambusmott- unni. Athugið að hafa fingurna alltaf blauta þegar sushi-hrísgrjónin eru meðhöndluð því þau klístrast auðveldlega. Þegar maki-rúllurnar eru skornar er gott að hafa hárbeitt- an hníf og dýfa honum í vatn á milli skurða. Skerið hverja rúllu í 8-10 jafnstóra bita. Berið fram með sojasósu, súrsuðu engifer og wasabi- mauki. Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.