Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 13
ekki bara fyrir sérvitringa. Hún hlær. Gaf út bók fimmtán ára Enda þótt Bryndís sé ekki nema 31 árs gömul hefur hún kennt þjóð- fræði og menningarfræði í sex ár, bæði í Háskóla Íslands og Listahá- skóla Íslands. Hún er nú í fullu starfi sem aðjúnkt við síðarnefnda skólann og sinnir stundakennslu í HÍ. Hún kennir aðallega nemendum í hönnun og arkitektúr í LHÍ og lík- ar vel. „Þetta er gagnvirkt sam- band, ég læri af þeim og þau von- andi eitthvað af mér.“ Kennsla er ekki eina leiðin til að miðla. Það að safna þessum brönd- urum og flökkusögnum, skoða þær og greina, hefur kitlað sköpunarþörf Bryndísar. „Það kom upp hjá mér löngun til að skrifa skáldskap.“ Bryndís er raunar enginn ný- græðingur á því sviði en hún kom fyrst fram á ritvöllinn fimmtán ára gömul ásamt vinkonu sinni, Auði Magndísi Auðardóttur. Sendu þær frá sér söguna Orðabelg Ormars (ofurmennis). „Síðan bilaði sjálfstraustið af ein- hverjum ástæðum og það var áfall þegar enskukennarinn minn í menntaskóla felldi mig fyrir ritgerð með þeim orðum að ég hefði aug- ljóslega ekkert ímyndunarafl.“ Hún hlær. Ekki lét Bryndís þann dóm þó slá sig lengi út af laginu og árið 2011 sendi hún frá sér aðra bók, Fluguna sem stöðvaði stríðið. Og viti menn, hún hlaut Íslensku barnabókaverð- launin að launum. „Ég var virkilega ánægð með þau verðlaun. Það vill raunar svo undarlega til að áður en við Auður skrifuðum Orðabelg Orm- ars dreymdi mig að ég hefði skrifað bók og unnið verðlaun. Það rættist sem sagt fjórtán árum síðar.“ Unglingsárin heillandi Þriðja bókin er nú í smíðum en Bryndís fékk nýverið þriggja mán- aða listamannalaun vegna þess verkefnis. Hún segir ótímabært að tjá sig mikið um þá sögu en upp- lýsir þó að hún fjalli um unglings- árin. Bókin sé ætluð unglingum á aldrinum fjórtán til fjörutíu ára. „Það er mjög gaman að vinna með þennan aldur enda hefur kyn- slóðabilið líklega aldrei verið minna en nú. Foreldrar unglinga í dag þekkja heim þeirra mun betur en kynslóðin á undan. Ég tala til dæm- is við þrettán ára frænda minn um hugðarefni okkar beggja, sem eru meðal annars Candy Crush, katt- armyndbönd á Youtube og Nirv- ana.“ Bryndís var þá ásamt fleirum með hugmynd að sjónvarpsþáttum sem fjalla áttu um unga konu í Reykjavík en fengu þær synjun á styrktarumsókn sinni á þeim for- sendum að karakterinn endurspegl- aði ekki nægilega vel ungar konur í Reykjavík í dag. Þetta þykir Bryn- dísi umhugsunarvert, bágt sé að festast í staðalmyndum og ekki hafi allar konur áhuga á að skrifa alltaf um allar aðrar konur almennt. „Karakterinn sem við höfum skapað er stórfurðulegur. Í þokkabót hefur hún ekki áhuga á kynferðislegu sambandi við einn eða neinn. En ég trúi því samt að einhverstaðar sé pláss fyrir kvenkyns karakter sem er bæði ókynferðislegur og einn sinnar tegundar.“ Hún heldur áfram. „Við þurfum að heyra sögur ef við viljum leitast við að skilja annað fólk, hvað hefur gerst og hvað er að gerast. Við þurfum áreiti og listir eru í eðli sínu áreiti. Sumir rithöfundar kjósa að einangra sig, slökkva á Facebo- ok og loka sig af uppi í sum- arbústað. Ég myndi bilast. Ég vil fullt af áreiti, þannig kemst ég í tæri við sögur og persónur og þá verður allt í einu gaman að vera til. Mér þykir fátt leiðinlegra en að vera of lengi ein með sjálfri mér. Innst inni er ég svakalega neikvæð og áhyggjufull. Það má því segja að ég skilji vel af hverju einangr- unarvist er notuð sem refsitæki í fangelsum. Við þurfum á áreiti að halda. Og þess vegna þurfum við líka á listinni að halda. Hver kannast til dæmis ekki við að hafa bægt frá vanlíðan með því að lesa góða bók, sjá góða kvikmynd eða hlusta á góða tónlist? Listin hjálpar manni að vinna úr allskonar vandamálum á meðan hún kynnir einnig ný vandamál til sög- unnar. Það heldur huganum upp- teknum og hugsunum á lofti.“ Auk þess að vera í föstu starfi við LHÍ, hlutastarfi við HÍ og fást við skriftir er Bryndís til þess að gera nýbökuð móðir. Á ársgamlan son með sambýlismanni sínum, Hösk- uldi Ólafssyni. Hún segir suma sam- ferðamenn hafa svolitlar áhyggjur af þessu. „Sumir hafa áhyggjur af því að ég hafi ekki nægilegan tíma fyrir barnið. Ég velti þá auðvitað fyrir mér hvort þessar sömu áhyggjur væru til staðar ef ég væri karlmaður.“ Hún brosir. Bryndísi líður vel við skrif eða lestur þar sem hún sér hvoru- tveggja sem allt að því einu undan- komuleiðina „út úr sjálfri sér“. „Þá upplifir maður ákveðið frelsi, þegar maður verður nánast að lofttegund sem smeygir sér inn í höfuð alls- konar fólks og inn í mismunandi húsakynni.“ Hún segist vera búin að sætta sig við að verða aldrei læknir eða gítar- leikari í rokkhljómsveit. „Þrátt fyrir mikinn áhuga á sögu og þjóðfræði dvelur í mér sterk löngum til að skipta reglulega um lífstíl og fara í læknisfræði, gerast rannsóknarlög- reglumaður eða læra á píanó til að verða rokkstjarna eins og Freddie Mercury, svo eitthvað sé nefnt. Ég sé það hins vegar núna að ég er lík- legast ekki að fara að verða heila- skurðlæknir eða næsti meðlimur Queen. Ætli það þýði ekki að ég sé orðin fullorðin.“ Hún hlær. „Það er hins vegar ekkert sem segir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig það er að vera rannsóknar- lögreglumaður eða rokkstjarna. Og mig grunar reyndar að það nægi mér ágætlega.“ * Þetta er alþýðu-hefð og eflausthefur Jón Árnason orðið fyrir barðinu á samskonar fordómum þegar hann fór um landið og safnaði þjóðsögunum. „Hvað endurspeglar alþýðuna eins vel og brandarar og flökkusagnir?“ spyr Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur. 26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Tónleikaröð með ungum söngvurum Eflum ungar raddir Kaldalón — Veturinn 2013–2014 Einu sinni í mánuði í vetur verða tónleikar með ungum söngvurum sem eru í framhaldsnámi og að stíga fyrstu skrefin sem atvinnumenn á tónlistarbrautinni. Dagskrá þeirra verður því mjög fjölbreytt, allt frá ljóðasöng og óperuaríum yfir í jazz og söngleikjatónlist. Píanóleikari á tónleikunum er Steinunn Birna Ragnarsdóttir, nema 23. febrúar. Þá leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á slagverk. Samfélagssjóður eflu verkfræðistofu styrkir tónleikana sem haldnir eru í samstarfi við Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 Ókeypis aðgangur Sjá nánar á www.harpa.is Aðalsteinn Már Ólafsson baritón 26. janúar Unnur Helga Möller sópran 23. mars Ingibjörg Fríða Helgadóttir jazz 23. febrúar Kristján Jóhannesson baritón 13. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.