Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 16
*Götumarkaðir eru stór hluti af menningunni í Covent Garden-hverfinu í Lundúnum »18Ferðalög og flakk Besta útsýnið yfir Montréal er óneitanlega á toppi „fjallsins“ sem borgin er nefnd eftir. Það mikilvægasta við þennan rúmlega 200 metra háa hól eru þau virku, mótandi áhrif sem hann hefur á mannlífið og samgöngur. Það nennir t.d. enginn að fara í partý norðanmegin því þá þarf að taka þrjár lestir um- hverfis fjallið. Reynslan af því að labba upp er athyglisverð. Á veturna tekur maður kannski eitt skref áfram en lekur síðan tvö til baka ef ekki er búið að salta vel. Það er þó algjörlega þess virði – gömlu byggingarnar á leiðinni upp eru ótrú- lega fallegar. Þær eru sögulegir minnisvarðar um þá sem höfðu hvorki bíla né strætó. Svo ég tali ekki um útsýnið og skíðaaðstöðuna! Á leiðinni er líka að finna uppáhalds staðinn minn hér, lítið og vel falið bókasafn, þar sem ég get lært í algjörum friði frá glundroða miðbæjarins. Tryggvi Brynjarsson Uppi á „fjallinu“ á sólardegi, með miðbæ Montréal í bakgrunni. Fallegt útsýnið úr bókasafninu. Hóllinn mótar mannlífið Eitt þekktasta dæmið um brútal- ískan arkitektúr er hér, Habitat 67. PÓSTKORT F RÁ MONTRÉ AL P lanið var að vera þarna í vikutíma, ná aðeins að æfa og hita upp í nokkra daga, og keppa síð- an,“ segir Jón. Ekki vildi betur til en svo að þegar nálgaðist keppnina, sem fer árlega fram nálægt bænum Liberec um 110 km norðan við Prag, kom í ljós að nánast snjólaust var á helmingi hinnar 50 kílómetra löngu keppnisleiðar. Hún var því blásin af með aðeins nokkurra daga fyrirvara. „Martin Matzner, tékkneskur verk- fræðingur, sem dvaldist hér á landi í fyrra, varð eiginlega kveikjan að því að við ákváðum að skella okkur. Hann er mjög fær gönguskíðamaður og var okkur innan handar úti,“ segir Jón. Ákvað hópurinn í snarheitum að finna annað svæði ofar í landinu, þar sem meiri snjó var að finna og helst einnig keppni. Það tókst á svæðinu Krko- nose-Vrchlabi. „Þar fór fram mót í 10 km göngu sem við gátum skráð okkur í á síðustu stundu. Það var reyndar í svokallaðri „skautaskíðagöngu“, sem er aðeins annar handleggur, en maður lét vaða,“ segir Jón. Fór hann 10 kílómetrana en hafði einungis náð einni æfingu um morguninn á búnaðinum í „skautið“, en hann hafði hann fengið lánaðan þegar ljóst var í hvað stefndi. „Það má kannski segja að ég hafi ekki tekið fram úr mörgum, eða eiginlega nokkrum manni, í keppninni,“ segir hann kankvís. „En það var mjög gaman að vera með og upplifa stemninguna. Þarna var mikið af mjög öflugu skíðafólki, m.a. úr unglingalandsliði Tékka,“ bætir hann við. Þess má geta að Jón hafði fest kaup á forláta göngu- skíðagalla hjá tékkneskum félaga sínum fyrir keppnina. Reyndist um að ræða landsliðsgalla Tékka frá árinu 2011, sem vakti mikla lukku. „Allir héldu að ég væri grjótharður landsliðsmaður. En svo kom tæknin í „skautinu“ upp um mig,“ segir hann léttur. Yfir 400 km af leiðum Að sögn Jóns er mikil hefð fyrir gönguskíðaíþróttinni í Tékklandi. „Á góðum degi eru yfir 400 km af troðn- um gönguskíðasporum fyrir skíðafólk þar,“ segir hann. Mælir hann heilshug- ar með landinu fyrir áhugasama. Auk þess sem aðstæður fyrir gönguskíða- iðkun eru frábærar þar er verð á gist- ingu og mat mjög hagstætt. Allir sem héldu í Tékklands-ferðina eru meðlimir í Skíðagöngufélaginu Ulli í Reykjavík en gönguskíðaíþróttinni hefur vaxið mikill fiskur um hrygg að undanförnu. „Við finnum vel fyrir auknum áhuga. Aðstæður eru líka orðnar miklu betri en þær voru. Bláfjallamenn eru orðnir ansi duglegir við að troða og leggja fyrir okkur spor og það er mikil að- sókn í námskeið,“ segir Jón. Mælir hann heilshugar með íþróttinni enda frábær útivist, sem reynir vel á. Þess má geta að um helgina fer fram svokölluð Her- mannsganga á Akureyri. Blásið verður til Bláfjalla- göngunnar þann 15. febrúar þar sem öllum er frjálst að taka þátt og hvattir til. Síðan í byrjun maí fer Fossavatnsgangan á Ísafirði fram en það er nokkurs konar uppskeruhátíð, 50 km keppni og einnig styttri vegalengdir. „50 km keppnin þar er einmitt hluti af Landvættarkeppninni svokölluðu sem er mjög skemmtileg,“ segir Jón að lokum. MEÐLIMIR Í ULLI Á FARALDSFÆTI Á gönguskíðum í Tékklandi JÓN ÓLAFUR SIGURJÓNSSON TANNLÆKNIR HÉLT Í FÉLAGI VIÐ NOKKRA AÐRA ÁHUGA- MENN UM GÖNGUSKÍÐI TIL TÉKKLANDS Í UPPHAFI ÁRS TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í JIZERSKÁ- SKÍÐAGÖNGUKEPPNINNI. SNJÓLEYSI SETTI HINS VEGAR ÓVÆNT STRIK Í REIKNINGINN EN MENN LÉTU ÞAÐ EKKI STÖÐVA SIG. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Aðstæður í Tékklandi voru frábærar að sögn Jóns. Hér sést hann á fullri ferð. Jón Ólafur í tékkneska landsliðsgall- anum sem vakti athygli heimamanna. Á toppi Misecky-fjalls en Královéhradecký-keppnin fór fram á sama svæði. F.v.: Martin Matzner, Katrín Árnadóttir, Jón Ólafur og Snorri Ingvarsson. Ljósmynd/Þórdís Ingadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.